Sýnist stefna í kapphlaup tveggja en útilokar þó ekki vendingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2024 12:03 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor var fenginn til að greina nýjustu könnun Prósents. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórnmálafræðiprófessor segir að sú mynd sem nú teiknist upp í baráttunni um Bessastaði sé kapphlaup tveggja en þó sé alls ekki útilokað að fleiri geti blandað sér í það, enda ekki langt undan. Halla Tómasdóttir er hástökkvari í nýrri könnun Prósents. Ný könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í morgun sýnir að Halla Hrund Logadóttir hafi mest fylgi, eða 26%. Katrín Jakobsdóttir mælist með 19,2%, Baldur Þórhallsson með 17,9% og Jón Gnarr með 13,8%. Halla Tómasdóttir mælist með 12,5% og Arnar Þór Jónsson eykur við sig og mælist með 5,7%. Eiríkur Bergmann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um að rýna í helstu tíðindi könnunarinnar. „Kannanir Prósents hafa verið ögn frábrugðnar könnunum annarra fyrirtækja en það er þó allavega hægt að bera saman kannanir Prósents innbyrðis og þá sjáum við kannski þróun í svipaða átt og við höfum séð í öðrum könnunum. Þetta er að færast yfir í að verða kapphlaup á milli Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur þrátt fyrir að aðrir séu nú kannski ekkert mjög langt undan og ekkert sé útilokað að aðrir geti ekki blandað sér í þessa baráttu. Baldur hefur alltaf verið mældur svolítið hærra í könnunum Prósents heldur en öðrum könnunum en hann dalar í þessari könnun þannig að þetta er þannig til samræmis.“ Hástökkvari í könnun Prósents er Halla Tómasdóttir sem fer úr rúmum fimm prósentum og upp í 12,5%. En í ljósi þess að Halla Tómasdóttir er þekkt stærð og hefur áður háð þessa baráttu, hvað skýrir þessa aukningu að þínu viti? „Nú hafa kjósendur fengið tækifæri til þess að máta frambjóðendurna í kappræðum og í fjölmiðlaviðtölum og svo framvegis og þrátt fyrir að hún hafi verið í baráttu fyrir átta árum þá hefur nú fennt yfir það frá þeim tíma, allavega allnokkuð en þetta er held ég bara nokkuð góð frammistaða hennar í þessum kappræðum sem veldur þessari breytingu og þá hugsanlega líka að einhverjir aðrir frambjóðendur hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem þeir höfðu gert til þeirra fram að því. Þannig að þetta er svona sambland þarna á milli myndi ég halda. En hún er þrátt fyrir það svo langt undan og frá þeim sem eru í toppsætinu að það hann er nú risastór hjalli fyrir hana til að komast þangað.“ Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ný könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í morgun sýnir að Halla Hrund Logadóttir hafi mest fylgi, eða 26%. Katrín Jakobsdóttir mælist með 19,2%, Baldur Þórhallsson með 17,9% og Jón Gnarr með 13,8%. Halla Tómasdóttir mælist með 12,5% og Arnar Þór Jónsson eykur við sig og mælist með 5,7%. Eiríkur Bergmann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um að rýna í helstu tíðindi könnunarinnar. „Kannanir Prósents hafa verið ögn frábrugðnar könnunum annarra fyrirtækja en það er þó allavega hægt að bera saman kannanir Prósents innbyrðis og þá sjáum við kannski þróun í svipaða átt og við höfum séð í öðrum könnunum. Þetta er að færast yfir í að verða kapphlaup á milli Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur þrátt fyrir að aðrir séu nú kannski ekkert mjög langt undan og ekkert sé útilokað að aðrir geti ekki blandað sér í þessa baráttu. Baldur hefur alltaf verið mældur svolítið hærra í könnunum Prósents heldur en öðrum könnunum en hann dalar í þessari könnun þannig að þetta er þannig til samræmis.“ Hástökkvari í könnun Prósents er Halla Tómasdóttir sem fer úr rúmum fimm prósentum og upp í 12,5%. En í ljósi þess að Halla Tómasdóttir er þekkt stærð og hefur áður háð þessa baráttu, hvað skýrir þessa aukningu að þínu viti? „Nú hafa kjósendur fengið tækifæri til þess að máta frambjóðendurna í kappræðum og í fjölmiðlaviðtölum og svo framvegis og þrátt fyrir að hún hafi verið í baráttu fyrir átta árum þá hefur nú fennt yfir það frá þeim tíma, allavega allnokkuð en þetta er held ég bara nokkuð góð frammistaða hennar í þessum kappræðum sem veldur þessari breytingu og þá hugsanlega líka að einhverjir aðrir frambjóðendur hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem þeir höfðu gert til þeirra fram að því. Þannig að þetta er svona sambland þarna á milli myndi ég halda. En hún er þrátt fyrir það svo langt undan og frá þeim sem eru í toppsætinu að það hann er nú risastór hjalli fyrir hana til að komast þangað.“
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23