Gregg: Algjörlega óásættanlegt Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2024 20:00 Gregg Ryder var ekki ánægður með sína menn í dag hvorki frammistöðu né andann í liðinu. vísir / anton brink HK gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar þeir lögðu KR af velli 1-2 í sjöttu umferð Bestu deildar karla. Gregg Ryder þjálfari þeirra svarthvítu fór engum silkihönskum um sína menn hvorki frammistöðuna þeirra né hugarfarið. Fyrir leik þá vildi Gregg fá góða frammistöðu en hann fékk hana ekki og var spurður að því hvort þetta hafi ekki verið líkara martröð. „Ég fékk allavega ekki frammistöðuna sem ég vildi. Ég fékk hvorki ástríðu né ákafa frá leikmönnunum fyrr en að við vorum orðnir færri á vellinum. Þegar við vorum orðnir 10 og svo níu manns eftir í liðinu þá fórum við að sýna alvöru baráttu. Ég spurði drengina afhverju þetta væri svona.“ Gregg var mjög lengi í klefanum að tala við sína menn eftir leik og þurftu blaðamenn að bíða lengi eftir honum út aftur til að spyrja út í leikinn. Hann var því spurður hvort hann hafi fengið svar frá sínum mönnum afhverju þeir væru ekki að sýna vilja og baráttu. „Ég fékk ekki svar. Við þurfum að líta í eigin barm. Allir sem einn. Þetta er ekki út af einstaklingunum heldur snýst þetta um liðið og liðsheildina. Við munum verða gagnrýndir núna og ég þar á meðal. Sú gagnrýni verður verðskulduð því þetta er algjörlega óásættanlegt. Við trúum því að við getum snúið þessu við.“ Hvað þarf að gera á milli leikja hjá KR-ingum? „Á æfingum þá? Við þurfum bara að mæta til leiks og standa okkur mikið betur. Hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað þá þurfum við að mæta og sýna ástríðu og baráttuanda eins og við gerðum síðustu tíu mínúturnar. Maður verður að mæta og standa sína plikt.“ Gregg var ekki ósáttur við dómarana þó að hann hafi misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. „Við getum ekkert gert í þessum dómurum, við ráðum ekki yfir þeim. Við þurfum að gera betur.“ KR var mikið með boltann en náði ekki að skapa sér nokkuð að ráði á sóknarhelmingnum. Hvað hefði Gregg viljað sjá betur gert hjá sínum mönnum? „Við verðum að vera með meiri sköpun eins og við vildum. Vorum bara ekki með neina sköpunargleði. Við vinnum í því.“ Besta deild karla KR Tengdar fréttir Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Fyrir leik þá vildi Gregg fá góða frammistöðu en hann fékk hana ekki og var spurður að því hvort þetta hafi ekki verið líkara martröð. „Ég fékk allavega ekki frammistöðuna sem ég vildi. Ég fékk hvorki ástríðu né ákafa frá leikmönnunum fyrr en að við vorum orðnir færri á vellinum. Þegar við vorum orðnir 10 og svo níu manns eftir í liðinu þá fórum við að sýna alvöru baráttu. Ég spurði drengina afhverju þetta væri svona.“ Gregg var mjög lengi í klefanum að tala við sína menn eftir leik og þurftu blaðamenn að bíða lengi eftir honum út aftur til að spyrja út í leikinn. Hann var því spurður hvort hann hafi fengið svar frá sínum mönnum afhverju þeir væru ekki að sýna vilja og baráttu. „Ég fékk ekki svar. Við þurfum að líta í eigin barm. Allir sem einn. Þetta er ekki út af einstaklingunum heldur snýst þetta um liðið og liðsheildina. Við munum verða gagnrýndir núna og ég þar á meðal. Sú gagnrýni verður verðskulduð því þetta er algjörlega óásættanlegt. Við trúum því að við getum snúið þessu við.“ Hvað þarf að gera á milli leikja hjá KR-ingum? „Á æfingum þá? Við þurfum bara að mæta til leiks og standa okkur mikið betur. Hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað þá þurfum við að mæta og sýna ástríðu og baráttuanda eins og við gerðum síðustu tíu mínúturnar. Maður verður að mæta og standa sína plikt.“ Gregg var ekki ósáttur við dómarana þó að hann hafi misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. „Við getum ekkert gert í þessum dómurum, við ráðum ekki yfir þeim. Við þurfum að gera betur.“ KR var mikið með boltann en náði ekki að skapa sér nokkuð að ráði á sóknarhelmingnum. Hvað hefði Gregg viljað sjá betur gert hjá sínum mönnum? „Við verðum að vera með meiri sköpun eins og við vildum. Vorum bara ekki með neina sköpunargleði. Við vinnum í því.“
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15