Þórir hélt Braunschweig uppi og gerði Sveini greiða Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 13:36 Þórir Jóhann Helgason brosti breitt og var vel fagnað af liðsfélögum og stuðningsmönnum eftir markið mikilvæga í dag, sem forðaði Braunschweig endanlega frá falli. Getty/Swen Pförtner Þórir Jóhann Helgason reyndist hetja Braunschweig í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Wehen Wiesbaden og tryggði sér áframhaldandi veru í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Um leið hjálpaði hann Hansa Rostock, liði Sveins Arons Guðjohnsen. Þórir skoraði þar með annan leikinn í röð og hefur reynst Braunschweig dýrmætur á ögurstundu því fyrir leikinn í dag, í næstsíðustu umferð, var liðið enn í fallhættu, þremur stigum fyrir ofan Wehen Wiesbaden. 🇩🇪 Goal: Þórir Jóhann Helgason | Braunschweig 1-0 Wehenpic.twitter.com/wu1jgZzfIp— FootColic ⚽️ (@FootColic) May 12, 2024 Sigurinn fleytti Braunschweig upp í 14. sæti, með 38 stig, en Wehen Wiesbaden situr eftir í 16. sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, með 32 stig. Stigi neðar er Hansa Rostock sem nú á möguleika á að komast úr fallsæti fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Þórir, sem er 23 ára gamall, kom til Braunschweig frá Lecce á Ítalíu í fyrrasumar og hefur skorað þrjú mörk í 27 leikjum í næstefstu deild á leiktíðinni. Jón Dagur ekki með í sigri á liðinu sem vill Andra Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var hins vegar ekki með OH Leuven í Belgíu í dag, eftir að hafa skorað í síðasta leik. Í dag vann Leuven 1-0 útisigur á Gent, liðinu sem virðist vera að landa Andra Lucasi Guðjohnsen. Sigurinn frestar því að Gent geti tryggt sér efsta sætið í miðjuhluta belgísku deildarinnar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu, en það virðist þó aðeins tímaspursmál enda liðið með níu stiga forskot á næsta lið, Mechelen, sem á þrjá leiki eftir. Leuven er með 29 stig eftir 37 leiki, í 4. sæti miðjuhlutans eða 10. sæti ef horft er til allrar deildarinnar en henni er skipt í þrjá hluta að loknum 30 umferðum. Þýski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Þórir skoraði þar með annan leikinn í röð og hefur reynst Braunschweig dýrmætur á ögurstundu því fyrir leikinn í dag, í næstsíðustu umferð, var liðið enn í fallhættu, þremur stigum fyrir ofan Wehen Wiesbaden. 🇩🇪 Goal: Þórir Jóhann Helgason | Braunschweig 1-0 Wehenpic.twitter.com/wu1jgZzfIp— FootColic ⚽️ (@FootColic) May 12, 2024 Sigurinn fleytti Braunschweig upp í 14. sæti, með 38 stig, en Wehen Wiesbaden situr eftir í 16. sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, með 32 stig. Stigi neðar er Hansa Rostock sem nú á möguleika á að komast úr fallsæti fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Þórir, sem er 23 ára gamall, kom til Braunschweig frá Lecce á Ítalíu í fyrrasumar og hefur skorað þrjú mörk í 27 leikjum í næstefstu deild á leiktíðinni. Jón Dagur ekki með í sigri á liðinu sem vill Andra Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var hins vegar ekki með OH Leuven í Belgíu í dag, eftir að hafa skorað í síðasta leik. Í dag vann Leuven 1-0 útisigur á Gent, liðinu sem virðist vera að landa Andra Lucasi Guðjohnsen. Sigurinn frestar því að Gent geti tryggt sér efsta sætið í miðjuhluta belgísku deildarinnar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu, en það virðist þó aðeins tímaspursmál enda liðið með níu stiga forskot á næsta lið, Mechelen, sem á þrjá leiki eftir. Leuven er með 29 stig eftir 37 leiki, í 4. sæti miðjuhlutans eða 10. sæti ef horft er til allrar deildarinnar en henni er skipt í þrjá hluta að loknum 30 umferðum.
Þýski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18