Líf Chaz á Íslandi gæti endað á Netflix Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 09:32 Chaz Williams kann vel við sig í grænu og fékk þennan forláta jakka þegar leið á viðtalið. Stöð 2 Sport Bandaríkjamaðurinn Chaz Williams segist kominn með grænt blóð í æðar eftir veru sína hjá Njarðvík og er staðráðinn í að færa liðinu Íslandsmeistaratitil í körfubolta á næstu vikum. Chaz átti flottan leik í gærkvöld þegar Njarðvík vann Val í mikilli spennu og tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Hann fékk því sæti við háborðið hjá sérfræðingum Körfuboltakvölds eftir leik, og var spurður af hverju myndatökumaður fylgdi honum í öllum leikjum: „Fyndin saga. Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þegar ég kom til Íslands. Við byrjuðum að taka upp heimildamynd um líf mitt, innan og utan vallar. Hann fylgir mér því í raun eftir alla daga, og safnar efni í mynd sem sýnd verður bráðlega,“ sagði Chaz og það gæti orðið afar fróðlegt að sjá afraksturinn. Samkvæmt Chaz gætu stórar efnisveitur sýnt myndina: „ESPN, Netflix eða HBO. Hann er að tala við mismunandi sjónvarpsstöðvar. Mitt hlutverk er bara að vera ég sjálfur og hann sér um hitt,“ sagði Chaz. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Chaz Williams Það myndi eflaust ekki skemma fyrir myndinni ef Njarðvík næði að landa Íslandsmeistaratitlinum en til þess þyrfti liðið að vinna oddaleikinn við Val, og svo úrslitaeinvígi við Grindavík eða Keflavík: „Það yrði algjör draumur fyrir mig. Njarðvík er búin að festa sér stað í hjarta mínu. Sama hvað gerist þá mun ég alltaf blæða grænu og ég elska alla hérna, frá stjórninni til þjálfara, leikmanna, ungu strákanna og krakkanna. Ég elska þetta verkefni og það yrði ótrúlega gaman að færa þeim titil,“ sagði Chaz sem naut þess í botn að spila í þeirri frábæru stemningu sem var í Ljónagryfjunni í gærkvöld. En hvers má svo vænta í oddaleiknum, á þriðjudagskvöld? „Við nálgumst leikinn eins. Það verður aftur þannig að ef við töpum þá erum við úr leik. Við vitum að þeir breyta einhverjum smáatriðum en við þurfum að ná aðeins betri einbeitingu í varnarleiknum. Halda betur aftur af þeim. En þegar lið eru með frábæra leikmenn eins og Kidda, Taiwo og Acox þá munu þau skora. Ef við skorum hratt eins og í kvöld, 91 stig, þá eru þeir með takmarkað vopnabúr til að komast í 90 stig eins auðveldlega. Ég er samt ekki að segja að þeir geti það ekki. Við þurfum að vera duglegir að bæta við stigum og ná stoppum,“ sagði Chaz en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan. Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Chaz átti flottan leik í gærkvöld þegar Njarðvík vann Val í mikilli spennu og tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Hann fékk því sæti við háborðið hjá sérfræðingum Körfuboltakvölds eftir leik, og var spurður af hverju myndatökumaður fylgdi honum í öllum leikjum: „Fyndin saga. Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þegar ég kom til Íslands. Við byrjuðum að taka upp heimildamynd um líf mitt, innan og utan vallar. Hann fylgir mér því í raun eftir alla daga, og safnar efni í mynd sem sýnd verður bráðlega,“ sagði Chaz og það gæti orðið afar fróðlegt að sjá afraksturinn. Samkvæmt Chaz gætu stórar efnisveitur sýnt myndina: „ESPN, Netflix eða HBO. Hann er að tala við mismunandi sjónvarpsstöðvar. Mitt hlutverk er bara að vera ég sjálfur og hann sér um hitt,“ sagði Chaz. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Chaz Williams Það myndi eflaust ekki skemma fyrir myndinni ef Njarðvík næði að landa Íslandsmeistaratitlinum en til þess þyrfti liðið að vinna oddaleikinn við Val, og svo úrslitaeinvígi við Grindavík eða Keflavík: „Það yrði algjör draumur fyrir mig. Njarðvík er búin að festa sér stað í hjarta mínu. Sama hvað gerist þá mun ég alltaf blæða grænu og ég elska alla hérna, frá stjórninni til þjálfara, leikmanna, ungu strákanna og krakkanna. Ég elska þetta verkefni og það yrði ótrúlega gaman að færa þeim titil,“ sagði Chaz sem naut þess í botn að spila í þeirri frábæru stemningu sem var í Ljónagryfjunni í gærkvöld. En hvers má svo vænta í oddaleiknum, á þriðjudagskvöld? „Við nálgumst leikinn eins. Það verður aftur þannig að ef við töpum þá erum við úr leik. Við vitum að þeir breyta einhverjum smáatriðum en við þurfum að ná aðeins betri einbeitingu í varnarleiknum. Halda betur aftur af þeim. En þegar lið eru með frábæra leikmenn eins og Kidda, Taiwo og Acox þá munu þau skora. Ef við skorum hratt eins og í kvöld, 91 stig, þá eru þeir með takmarkað vopnabúr til að komast í 90 stig eins auðveldlega. Ég er samt ekki að segja að þeir geti það ekki. Við þurfum að vera duglegir að bæta við stigum og ná stoppum,“ sagði Chaz en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira