„Þegar hann loksins náði að bjóða mér út missti ég hnén“ Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2024 15:41 Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Jóhannsdóttir eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur fóru á kostum í Pallborði Vísis nú fyrir stundu. vísir/vilhelm Makar þriggja forsetaframbjóðenda voru gestir Pallborðsins sem lauk fyrir stundu. Í myndverið mættu þau Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Gnarr eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur og fór sérlega vel á með þeim. Baldur, Jón og Halla Hrund hafa verið að mælast með mest fylgi forsetaframbjóðenda í skoðanakönnunum síðustu vikna. Katrín Jakobsdóttir er einnig í þeim hópi en Gunnar Sigvaldason eiginmaður hennar komst ekki í Pallborðið í dag. Miðað við skoðanakannanir er nánast víst að eitthvert þeirra fjögurra muni flytja inn á Bessastaði og fylgi maka sínum til ýmissa embættisverka. Eða hvað? Gnarrarnir orðnir að ættarveldi Kristín Ólafsdóttir stýrði umræðum og bað þau fyrst um að kynna sig. „Jóga Gnarr heiti ég, fimm barna móðir og nuddari. Gnarrarnir eru komnir yfir 20, þetta er að verða ættarveldi,“ sagði Jóga og lýsti sér sem stemmningsmanneskju. Jóga Gnarr. Hún sagði enga spurningu, Gnarrarnir væru að verða ættarveldi enda þeir þegar komnir yfir tuttugu sem það nafn bera.vísir/vilhelm Kristján Freyr upplýsti að hann og Halla Hrund eigi tvær dætur. Sjálfur ólst hann upp í Seljahverfinu en flutti í miðbæinn þegar foreldrar hans skildu. Kristján sagðist hafa verið í tölvuleikjum, sem nýttust honum síðar. Hann fór í stjórnmálafræði og hefur starfað við nýsköpun síðustu fimmtán árin. Felix er ef til vill sá þeirra sem þarfnast minnstrar kynningar. Hann er menntaður leikari og verið í sviðsljósinu í mörg ár. Hann er giftur Baldri og þeir eiga tvö börn frá fyrri samböndum og þrjú barnabörn, dásamleg tengdabörn. „Ég hef verið að starfa sem sjálfstæður listamaður alla tíð. Ég fæddist á Vesturgötunni en sleit barnsskónum á Blönduósi þar sem faðir minn var skólastjóri.“ Frá fyrsta degi helsti hvatningarmaður Höllu Hrundar Umræðurnar flæktust um víðan völl og voru alveg sérlega skemmtilegar. Jóga sagði að þetta væri frumsýningarstund, hún hafi ekki áður verið í sviðsljósinu utan að hún hafi talað einu sinni við blaðamann Smartlandsins, það hafi verið í gegnum síma og það var ágætt. En þetta væri í fyrsta skipti sem hún væri á skjánum sem slík. Henni liði reyndar best starfandi að tjaldarbaki. „Ég var á bremsunni eins og svo oft varðandi hugmyndir frá mínum manni,“ sagði Jóga spurð hvort hún hafi verið með frá fyrstu mínútu þegar sú hugmynd kom upp að maður hennar færi í framboð. „En þegar ég finn stóru orkuna sem ég finn, að hann sé að fara að gera eitthvað sem skiptir hann máli þá hleyp ég með og tek fullan þátt.“ Kristján Freyr sagðist hins vegar hafa verið með frá fyrsta degi: „Ég varð frá fyrsta degi hvatningarmaður Höllu Hrundar númer eitt. það er munur að langa að bjóða sig fram og svo að eiga erindi og það á hún svo sannarlega. Frekar að ég væri að ýta á hana en draga úr henni.“ Kristján Freyr sagðist ekki ætla að hætta í vinnu sinni ef kona hans Halla Hrund myndi verða forseti. En hann ætlaði að styðja hana til góðra verka eins og kostur væri á.vísir/vilhelm Felix lýsti því að þetta hafi verið talsverð þróun, þetta væri ekki í fyrsta skipti sem þeir hafi verið til tals sem forsetaframbjóðendur. Fyrir átta árum gáfu þeir þetta alveg frá sér. „Við höfum gert hlutina ansi mikið saman og þegar hugmyndin kom upp var það uppleggið að við myndum gera þetta saman.“ Felix var spurður, sem frægari aðilinn í sambandinu, hvort það hafi ekki verið neitt skrítið að setjast í farþegasætið, en hann sagði það aldeilis ekki svo vera. „Ég er helsti aðdáandi Baldurs.“ Trunt trunt og tröllin á netinu Eins og áður sagði fóru umræðurnar um víðan völl. Kristín innti þau eftir slúðursögum, hvort ekki gæti verið erfitt að stilla sig um að fara að slást við tröllin á netinu? Felix sagði þau Jógu sammála um að best væri að forðast samfélagsmiðla. „Þetta eru svo fáir einstaklingar og við erum að gefa þeim svo mikið vægi. Og það er svo leiðinlegt í þessari umræðu.“ Kristín Ólafsdóttir stýrði umræðum og hún vildi til að mynda vita hvað hver væru helstu þrætueplin, rifrildi milli makanna og frambjóðendanna.vísir/vilhelm Felix nefndi sem dæmi að þeir hafi stofnað stuðningsmannasíðu á Facebook, þar hafi verið 23 þúsund manns en kannski fimm sem voru með leiðindi. Og þeir tóku til sín allt andrýmið í hópnum. „Við erum að gefa þessu of mikið vægi.“ Felix sagði að á vissan hátt tæki hann þetta inn á sig sem sagt væri en skrápurinn væri orðinn þykkur. Sérkennilegar ítrekaðar rangfærslur Jóga sagðist hafa labbað út af Facebook fyrir fimm árum og ekki litið til baka. „Ég á ekki heima inni á þessum síðum. Ég get fólk heima hjá mér og með sjálfa. En þetta fólk fær allt of mikla athygli.“ Jóga vildi meina að þetta væri samfélagslegt vandamál sem við yrðum að taka á. Hún tók til dæmi, að ef við værum með hundrað manna veislu: „Níutíuogátta eru vel klæddir en það eru tveir með dólg, og svo eru allir að tala um þá í tíu ár. Var þetta ferming, var þetta sjötugsafmæli? Íslenskt samfélag þarf að taka á þessu, við erum að veita þeim orku með því að veita þessari rætni athygli.“ Kristján Freyr sagði umræðuna á netinu lið í því að fara fram. Og hann sagði að það gæti alveg verið leiðinlegt að lesa misvelígrundaðar athugasemdir. Felix telur okkur gefa tröllunum á netinu alltof mikið vægi. Þær einoki alla umræðu og dragi í raun allt súrefni úr herberginu.vísir/vilhelm „En það er gaman að lesa þá sem leiðrétta rangfærslur,“ sagði Kristján Freyr. Og sagði það skemmtilegt þegar menn væru opinberaðir með þeim hætti. „Skrítnast er þó þegar fólk heldur ítrekað áfram með rangfærslurnar. En flestir fara þó með rétt mál. Þetta er yfirleitt gott spjall og þetta eru svo margir glæsilegir frambjóðendur að umræðan hefur heilt yfir verið góð.“ Svo skotinn í Baldri að hann þorði ekki að tala við hann Frambjóðendurnir voru spurðir hvernig þeir hafi kynnst mökum sínum og það kom á daginn að Kristján Freyr og Halla Hrund kynntust á Þjóðhátíð í Eyjum. Hún var á dansgólfinu og áttu saman ótrúlega skemmtilegt kvöld. Eitt leiddi af öðru en þau áttu sameiginlegan vin sem hjálpaði til. Felix sagði þá Baldur hafa kynnst á þjóðhátíð samkynhneigðra, eða á skemmtistaðnum 22. „Við höfðum sést en ég var svo skotinn í honum að ég þorði ekki að tala við hann. En 15. febrúar 1996 er stóri dagurinn.“ Jóga sagði að þetta hafi verið meira vandamál með sig og Jón. „Við vorum kunningjar, tilheyrðum svipuðum hópi og hann var að reyna að nálgast mig. En ég kunni ekki á samlokusíma. Ég er sex árum eldri og þetta bara hvarflaði ekki að mér,“ sagði Jóga að um einhverja slíka tilburði væri að ræða af hálfu Jóns. „Ég var 39 og hann mjög ungur. Þegar hann loksins náði að bjóða mér út að borða og á bíó þá missti ég hnén yfir þessum flotta herramanni.“ Þeir sem hafa áhuga á að kynnast þessum bráðskemmtilegu mökum nánar, en líkast til á eitt þeirra eftir að verða mjög í deiglunni á næstunni, er bent á að horfa á Pallborðið í heild sinni en það má finna hér að neðar. Pallborðið Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ástin og lífið Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með mökunum Makar þriggja forsetaframbjóðenda verða gestir Pallborðsins á Vísi sem hefst í beinni útsendingu klukkan 14 í dag. Í myndver mæta Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Jóhannsdóttir eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur. 10. maí 2024 10:41 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira
Baldur, Jón og Halla Hrund hafa verið að mælast með mest fylgi forsetaframbjóðenda í skoðanakönnunum síðustu vikna. Katrín Jakobsdóttir er einnig í þeim hópi en Gunnar Sigvaldason eiginmaður hennar komst ekki í Pallborðið í dag. Miðað við skoðanakannanir er nánast víst að eitthvert þeirra fjögurra muni flytja inn á Bessastaði og fylgi maka sínum til ýmissa embættisverka. Eða hvað? Gnarrarnir orðnir að ættarveldi Kristín Ólafsdóttir stýrði umræðum og bað þau fyrst um að kynna sig. „Jóga Gnarr heiti ég, fimm barna móðir og nuddari. Gnarrarnir eru komnir yfir 20, þetta er að verða ættarveldi,“ sagði Jóga og lýsti sér sem stemmningsmanneskju. Jóga Gnarr. Hún sagði enga spurningu, Gnarrarnir væru að verða ættarveldi enda þeir þegar komnir yfir tuttugu sem það nafn bera.vísir/vilhelm Kristján Freyr upplýsti að hann og Halla Hrund eigi tvær dætur. Sjálfur ólst hann upp í Seljahverfinu en flutti í miðbæinn þegar foreldrar hans skildu. Kristján sagðist hafa verið í tölvuleikjum, sem nýttust honum síðar. Hann fór í stjórnmálafræði og hefur starfað við nýsköpun síðustu fimmtán árin. Felix er ef til vill sá þeirra sem þarfnast minnstrar kynningar. Hann er menntaður leikari og verið í sviðsljósinu í mörg ár. Hann er giftur Baldri og þeir eiga tvö börn frá fyrri samböndum og þrjú barnabörn, dásamleg tengdabörn. „Ég hef verið að starfa sem sjálfstæður listamaður alla tíð. Ég fæddist á Vesturgötunni en sleit barnsskónum á Blönduósi þar sem faðir minn var skólastjóri.“ Frá fyrsta degi helsti hvatningarmaður Höllu Hrundar Umræðurnar flæktust um víðan völl og voru alveg sérlega skemmtilegar. Jóga sagði að þetta væri frumsýningarstund, hún hafi ekki áður verið í sviðsljósinu utan að hún hafi talað einu sinni við blaðamann Smartlandsins, það hafi verið í gegnum síma og það var ágætt. En þetta væri í fyrsta skipti sem hún væri á skjánum sem slík. Henni liði reyndar best starfandi að tjaldarbaki. „Ég var á bremsunni eins og svo oft varðandi hugmyndir frá mínum manni,“ sagði Jóga spurð hvort hún hafi verið með frá fyrstu mínútu þegar sú hugmynd kom upp að maður hennar færi í framboð. „En þegar ég finn stóru orkuna sem ég finn, að hann sé að fara að gera eitthvað sem skiptir hann máli þá hleyp ég með og tek fullan þátt.“ Kristján Freyr sagðist hins vegar hafa verið með frá fyrsta degi: „Ég varð frá fyrsta degi hvatningarmaður Höllu Hrundar númer eitt. það er munur að langa að bjóða sig fram og svo að eiga erindi og það á hún svo sannarlega. Frekar að ég væri að ýta á hana en draga úr henni.“ Kristján Freyr sagðist ekki ætla að hætta í vinnu sinni ef kona hans Halla Hrund myndi verða forseti. En hann ætlaði að styðja hana til góðra verka eins og kostur væri á.vísir/vilhelm Felix lýsti því að þetta hafi verið talsverð þróun, þetta væri ekki í fyrsta skipti sem þeir hafi verið til tals sem forsetaframbjóðendur. Fyrir átta árum gáfu þeir þetta alveg frá sér. „Við höfum gert hlutina ansi mikið saman og þegar hugmyndin kom upp var það uppleggið að við myndum gera þetta saman.“ Felix var spurður, sem frægari aðilinn í sambandinu, hvort það hafi ekki verið neitt skrítið að setjast í farþegasætið, en hann sagði það aldeilis ekki svo vera. „Ég er helsti aðdáandi Baldurs.“ Trunt trunt og tröllin á netinu Eins og áður sagði fóru umræðurnar um víðan völl. Kristín innti þau eftir slúðursögum, hvort ekki gæti verið erfitt að stilla sig um að fara að slást við tröllin á netinu? Felix sagði þau Jógu sammála um að best væri að forðast samfélagsmiðla. „Þetta eru svo fáir einstaklingar og við erum að gefa þeim svo mikið vægi. Og það er svo leiðinlegt í þessari umræðu.“ Kristín Ólafsdóttir stýrði umræðum og hún vildi til að mynda vita hvað hver væru helstu þrætueplin, rifrildi milli makanna og frambjóðendanna.vísir/vilhelm Felix nefndi sem dæmi að þeir hafi stofnað stuðningsmannasíðu á Facebook, þar hafi verið 23 þúsund manns en kannski fimm sem voru með leiðindi. Og þeir tóku til sín allt andrýmið í hópnum. „Við erum að gefa þessu of mikið vægi.“ Felix sagði að á vissan hátt tæki hann þetta inn á sig sem sagt væri en skrápurinn væri orðinn þykkur. Sérkennilegar ítrekaðar rangfærslur Jóga sagðist hafa labbað út af Facebook fyrir fimm árum og ekki litið til baka. „Ég á ekki heima inni á þessum síðum. Ég get fólk heima hjá mér og með sjálfa. En þetta fólk fær allt of mikla athygli.“ Jóga vildi meina að þetta væri samfélagslegt vandamál sem við yrðum að taka á. Hún tók til dæmi, að ef við værum með hundrað manna veislu: „Níutíuogátta eru vel klæddir en það eru tveir með dólg, og svo eru allir að tala um þá í tíu ár. Var þetta ferming, var þetta sjötugsafmæli? Íslenskt samfélag þarf að taka á þessu, við erum að veita þeim orku með því að veita þessari rætni athygli.“ Kristján Freyr sagði umræðuna á netinu lið í því að fara fram. Og hann sagði að það gæti alveg verið leiðinlegt að lesa misvelígrundaðar athugasemdir. Felix telur okkur gefa tröllunum á netinu alltof mikið vægi. Þær einoki alla umræðu og dragi í raun allt súrefni úr herberginu.vísir/vilhelm „En það er gaman að lesa þá sem leiðrétta rangfærslur,“ sagði Kristján Freyr. Og sagði það skemmtilegt þegar menn væru opinberaðir með þeim hætti. „Skrítnast er þó þegar fólk heldur ítrekað áfram með rangfærslurnar. En flestir fara þó með rétt mál. Þetta er yfirleitt gott spjall og þetta eru svo margir glæsilegir frambjóðendur að umræðan hefur heilt yfir verið góð.“ Svo skotinn í Baldri að hann þorði ekki að tala við hann Frambjóðendurnir voru spurðir hvernig þeir hafi kynnst mökum sínum og það kom á daginn að Kristján Freyr og Halla Hrund kynntust á Þjóðhátíð í Eyjum. Hún var á dansgólfinu og áttu saman ótrúlega skemmtilegt kvöld. Eitt leiddi af öðru en þau áttu sameiginlegan vin sem hjálpaði til. Felix sagði þá Baldur hafa kynnst á þjóðhátíð samkynhneigðra, eða á skemmtistaðnum 22. „Við höfðum sést en ég var svo skotinn í honum að ég þorði ekki að tala við hann. En 15. febrúar 1996 er stóri dagurinn.“ Jóga sagði að þetta hafi verið meira vandamál með sig og Jón. „Við vorum kunningjar, tilheyrðum svipuðum hópi og hann var að reyna að nálgast mig. En ég kunni ekki á samlokusíma. Ég er sex árum eldri og þetta bara hvarflaði ekki að mér,“ sagði Jóga að um einhverja slíka tilburði væri að ræða af hálfu Jóns. „Ég var 39 og hann mjög ungur. Þegar hann loksins náði að bjóða mér út að borða og á bíó þá missti ég hnén yfir þessum flotta herramanni.“ Þeir sem hafa áhuga á að kynnast þessum bráðskemmtilegu mökum nánar, en líkast til á eitt þeirra eftir að verða mjög í deiglunni á næstunni, er bent á að horfa á Pallborðið í heild sinni en það má finna hér að neðar.
Pallborðið Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ástin og lífið Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með mökunum Makar þriggja forsetaframbjóðenda verða gestir Pallborðsins á Vísi sem hefst í beinni útsendingu klukkan 14 í dag. Í myndver mæta Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Jóhannsdóttir eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur. 10. maí 2024 10:41 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira
Svona var Pallborðið með mökunum Makar þriggja forsetaframbjóðenda verða gestir Pallborðsins á Vísi sem hefst í beinni útsendingu klukkan 14 í dag. Í myndver mæta Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Jóhannsdóttir eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur. 10. maí 2024 10:41