Kveðjuleikur Klopp í hættu? | „Meðvitaður um stöðuna“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 13:31 Jurgen Klopp á aðeins tvo leiki eftir í starfi sínu sem knattspyrnustjóri Liverpool Vísir/Getty Fari svo að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fái gult spjald í leik Liverpool á móti Aston Villa á mánudaginn kemur er ljóst að hann mun ekki geta verið á hliðarlínunni í síðasta leik sínum á Anfield gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Reglur enska knattspyrnusambandsins í þessum efnum eru skýrar og er farið yfir stöðuna í umfjöllun á vegum The Athletic. Fari svo að knattspyrnustjóri safni saman þremur gulum spjöldum fer hann sjálfkrafa í eins leiks bann. Verði gulu spjöldin svo sex talsins á einhverjum tímapunkti, á meðan á tímabilinu stendur, fer umræddur stjóri í tveggja leikja bann. Eftir því sem gulu spjöldunum fjölgar verður refsingin svo þyngri og þyngri og sértu snælduvitlaus á hliðarlínunni og safnar saman tólf gulum spjöldum er ljóst að þú verður dreginn fyrir dóm knattspyrnusambandsins og átt yfir höfði þér ákæru fyrir misferli. Góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru hins vegar þær að Klopp, sem hefur fengið að líta tvö gul spjöld á tímabilinu, er meðvitaður um stöðuna og mun reyna sitt allra besta í því að halda sig á mottunni í komandi leik gegn Aston Villa. „Ég hef verið meðvitaður um stöðuna til lengri tíma núna,“ segir Klopp aðspurður um stöðu sína á tveimur gulum spjöldum og mögulegt bann með einu slíku til viðbótar. „Við gætum snúið þessu við og sagt að ég hafi aðeins fengið tvö gul spjöld á tímabilinu. Nokkrir af kollegum mínum hafa verið settir í bann er það ekki? Ég hef róast með árunum. Ég þarf svo sem ekki að vera á hliðarlínunni á lokadegi tímabilsins en það væri kúl. Ég mun reyna mitt allra besta til að blandast ekki í einhverjar deilur.“ Margir á hættusvæði Jurgen Klopp er ekki eini knattspyrnustjóri deildarinnar sem þarf að feta veg góðrar háttsemi og stillu til að koma í veg fyrir bann í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar á borð við Mikel Arteta hjá Arsenal, David Moyes hjá West Ham, Ange Postecoglou hjá Tottenham, Thomas Frank hjá Brentford, Andoni Iraola hjá Bournemouth, Gary O´Neil hjá Wolves og Nuno Espirito Santo hjá Nottingham Forest eru allir á hættusvæði með tvö gul spjöld á bakinu. Þá er Roberto De Zerbi á hættusvæði með fimm gul spjöld á bakinu. Eitt til viðbótar sendir hann í tveggja leikja bann. Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Reglur enska knattspyrnusambandsins í þessum efnum eru skýrar og er farið yfir stöðuna í umfjöllun á vegum The Athletic. Fari svo að knattspyrnustjóri safni saman þremur gulum spjöldum fer hann sjálfkrafa í eins leiks bann. Verði gulu spjöldin svo sex talsins á einhverjum tímapunkti, á meðan á tímabilinu stendur, fer umræddur stjóri í tveggja leikja bann. Eftir því sem gulu spjöldunum fjölgar verður refsingin svo þyngri og þyngri og sértu snælduvitlaus á hliðarlínunni og safnar saman tólf gulum spjöldum er ljóst að þú verður dreginn fyrir dóm knattspyrnusambandsins og átt yfir höfði þér ákæru fyrir misferli. Góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru hins vegar þær að Klopp, sem hefur fengið að líta tvö gul spjöld á tímabilinu, er meðvitaður um stöðuna og mun reyna sitt allra besta í því að halda sig á mottunni í komandi leik gegn Aston Villa. „Ég hef verið meðvitaður um stöðuna til lengri tíma núna,“ segir Klopp aðspurður um stöðu sína á tveimur gulum spjöldum og mögulegt bann með einu slíku til viðbótar. „Við gætum snúið þessu við og sagt að ég hafi aðeins fengið tvö gul spjöld á tímabilinu. Nokkrir af kollegum mínum hafa verið settir í bann er það ekki? Ég hef róast með árunum. Ég þarf svo sem ekki að vera á hliðarlínunni á lokadegi tímabilsins en það væri kúl. Ég mun reyna mitt allra besta til að blandast ekki í einhverjar deilur.“ Margir á hættusvæði Jurgen Klopp er ekki eini knattspyrnustjóri deildarinnar sem þarf að feta veg góðrar háttsemi og stillu til að koma í veg fyrir bann í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar á borð við Mikel Arteta hjá Arsenal, David Moyes hjá West Ham, Ange Postecoglou hjá Tottenham, Thomas Frank hjá Brentford, Andoni Iraola hjá Bournemouth, Gary O´Neil hjá Wolves og Nuno Espirito Santo hjá Nottingham Forest eru allir á hættusvæði með tvö gul spjöld á bakinu. Þá er Roberto De Zerbi á hættusvæði með fimm gul spjöld á bakinu. Eitt til viðbótar sendir hann í tveggja leikja bann.
Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira