Enski boltinn

Cole Palmer valinn bestur í apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cole Palmer var frábær með Chelsea í apríl og skoraði sjö mörk í fjórum leikjum.
Cole Palmer var frábær með Chelsea í apríl og skoraði sjö mörk í fjórum leikjum. Getty/Chloe Knott

Chelsea leikmaðurinn Cole Palmer var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í aprílmánuði.

Þetta er í fyrsta sinn sem Palmer fær þessa viðurkenningu. Hann skoraði sjö mörk í apríl og það í aðeins fjórum leikjum. Hann gaf líka eina stoðsendingu og kom því að tveimur mörkum að meðaltali í leik.

Palmer skoraði þrennu í 4-3 sigri á Manchester United þar á meðal sigurmarkið í uppbótatíma og svo fernu í 7-0 sigri á Everton.

Palmer er fyrsti Chelsea leikmaðurinn til að vera valinn leikmaður mánaðarins síðan að Eden Hazard fékk þessa viðurkenningu í september 2018.

Palmer var tilnefndur ásamt þeim Bruno Fernandes (Man Utd), Josko Gvardiol (Man City), Kai Havertz (Arsenal), Jean-Philippe Mateta (Crystal Palace) og Jordan Pickford (Everton).

  • Leikmenn mánaðarins á þessu tímabili:
  • Ágúst: James Maddison (Spurs)
  • September: Son Heung-min (Spurs)
  • Október: Mohamed Salah (Liverpool)
  • Nóvember: Harry Maguire (Man Utd)
  • Desember: Dominic Solanke (Bournemouth)
  • Janúar: Diogo Jota (Liverpool)
  • Febrúar: Rasmus Hojlund (Man Utd)
  • Mars: Rodrigo Muniz (Fulham)
  • Apríl: Cole Palmer (Chelsea)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×