Fékk morðhótanir og ætlar að leita réttar síns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 23:58 Fiona Harvey opnaði sig um þættina Baby reindeer í viðtali hjá Piers Morgan. Konan sem er talin vera innblásturinn fyrir annað aðalhlutverka þáttaraðarinnar Baby reindeer hafnar þeirri atburðarás sem dregin er upp í þáttunum. Hún segist hafa fengið morðhótanir í kjölfar þáttanna, sem mála hana upp sem bíræfinn eltihrelli. Umrædd kona heitir Fiona Harvey og er 58 ára gömul frá Skotlandi. Hún opnaði sig í viðtali við Piers Morgan sem birt var fyrr í kvöld. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mK-isQXd_Qw">watch on YouTube</a> Þættirnir Baby Reindeer hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu. Þeir eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og fór með aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum verður Gadd, Donny, fyrir barðinu á eltihrelli, konu að nafni Martha, sem byggist á Fionu. Það fundu netverjar út skömmu eftir að þættirnir komu út á streymisveitunni. Hún steig í kjölfarið fram og gaf það út að hún myndi leita réttar síns vegna þáttanna. Í viðtali sínu við Piers Morgan segir hún þættina skáldskap og ýkjur. „Fólk hefur fundið mig á internetinu, áreitt mig og hótað mér lífláti,“ sagði Harvey í viðtalinu. Hún hafnar þeirri atburðarás sem máluð er upp í þáttunum, þar sem persónan, sem byggð er á Harvey, sat um aðalpersónuna Donny, réðst á kærustu hans og áreitti foreldra hans. Þá kemur fram í þáttunum að Harvey hafi sent Gadd um 41 þúsund tölvupósta, fleiri hundruð raddskilaboð og 106 bréf. Hún hafi aðeins sent honum nokkra tölvupósta og um 18 skilaboð á samfélagsmiðlum. Harvey viðurkenndi að hún hafði ekki horft á þættina. Hún hafi hitt Gadd á bar í London „fimm eða sex sinnum“ og vissulega sagt honum að hann líkist hreindýrakálfi, sem titill þáttaraðarinnar byggist á. Hún hafi hins vegar ekki haft símanúmer hans, né átt í nokkurs konar vinasambandi með honum. „Láttu mig vinsamlegast í friði,“ voru skilaboð Harvey til Gadd í viðtali við Piers Morgan. Eftir að þættirnir komu út voru netverjar fljótir að tengja saman innlegg Harvey á samfélagsmiðlum við innlegg persónu Mörthu í þáttunum. Í kjölfarið hélt Gadd á samfélagsmiðla til að biðja aðdáendur að draga ekki ályktanir og missa sig í getgátum. Það væri ekki ætlunin með þáttunum. Netflix Hollywood Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Umrædd kona heitir Fiona Harvey og er 58 ára gömul frá Skotlandi. Hún opnaði sig í viðtali við Piers Morgan sem birt var fyrr í kvöld. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mK-isQXd_Qw">watch on YouTube</a> Þættirnir Baby Reindeer hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu. Þeir eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og fór með aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum verður Gadd, Donny, fyrir barðinu á eltihrelli, konu að nafni Martha, sem byggist á Fionu. Það fundu netverjar út skömmu eftir að þættirnir komu út á streymisveitunni. Hún steig í kjölfarið fram og gaf það út að hún myndi leita réttar síns vegna þáttanna. Í viðtali sínu við Piers Morgan segir hún þættina skáldskap og ýkjur. „Fólk hefur fundið mig á internetinu, áreitt mig og hótað mér lífláti,“ sagði Harvey í viðtalinu. Hún hafnar þeirri atburðarás sem máluð er upp í þáttunum, þar sem persónan, sem byggð er á Harvey, sat um aðalpersónuna Donny, réðst á kærustu hans og áreitti foreldra hans. Þá kemur fram í þáttunum að Harvey hafi sent Gadd um 41 þúsund tölvupósta, fleiri hundruð raddskilaboð og 106 bréf. Hún hafi aðeins sent honum nokkra tölvupósta og um 18 skilaboð á samfélagsmiðlum. Harvey viðurkenndi að hún hafði ekki horft á þættina. Hún hafi hitt Gadd á bar í London „fimm eða sex sinnum“ og vissulega sagt honum að hann líkist hreindýrakálfi, sem titill þáttaraðarinnar byggist á. Hún hafi hins vegar ekki haft símanúmer hans, né átt í nokkurs konar vinasambandi með honum. „Láttu mig vinsamlegast í friði,“ voru skilaboð Harvey til Gadd í viðtali við Piers Morgan. Eftir að þættirnir komu út voru netverjar fljótir að tengja saman innlegg Harvey á samfélagsmiðlum við innlegg persónu Mörthu í þáttunum. Í kjölfarið hélt Gadd á samfélagsmiðla til að biðja aðdáendur að draga ekki ályktanir og missa sig í getgátum. Það væri ekki ætlunin með þáttunum.
Netflix Hollywood Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira