Riðulaust Ísland! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2024 12:31 Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll, en ekki síst fyrir innlendan landbúnað að við náum tökum á riðuveiki sem hefur um langt skeið valdið harmkvælum í búskap, bæði fyrir menn og dýr. Með þeim áformum sem kynnt eru verða stigin markviss skref í áttina að því að útrýma þessum vágesti og skapa aðstæður til að létta jafnt og þétt íþyngjandi höftum af sauðfjárbændum sem á þeim hafa hvílt í um 80 ár. Samhliða minnka fjárútlát hins opinbera vegna aðgerða, niðurskurðar á fé, greiningu riðusýna og viðhaldi varnargirðinga. Breytt nálgun, bætt heilsa og velferð dýra Til þess að útrýma riðuveiki verður megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu en slíkar aðgerðir eru þegar hafnar. 86% sæðingastyrkja vegna sæðinga á vegum sauðfjársæðingastöðva á síðasta ári runnu til sæðinga með hrútum sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki svo dæmi séu tekin. Afar mikilvægt er að fjármunir til verkefnisins eru tryggðir. Aðgerðir stjórnvalda gegn riðu verða áhættumiðaðar, stigvaxandi og gerir áætlunin ráð fyrir flokkun á riðubæjum, áhættubæjum og öðrum bæjum í áhættuhólfi. Öllum sauðfjáreigendum verður skylt að rækta gegn riðuveiki í samræmi við markmið landsáætlunar. Gert er ráð fyrir að bætur taki mið af framgangi ræktunar miðað við ræktunarmarkmiðin. Samhliða almennri kröfu um ræktun verndandi arfgerða er krafa um að á riðubæjum verði eingöngu fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Með þessum aðgerðum má treysta heilbrigði sauðfjár en heilbrigði dýra er lykilþáttur í velferð þeirra. Við höfum af því allan hag að bæta umgengi okkar við dýrin sem við höldum til manneldis, þessi áætlun er varða á þeirri leið og mikið framfaraskref fyrir íslenskan landbúnað! Að endingu Nú er áætlunin komin í samráð. Vandað hefur verið til verka og hefur viðleitni íslenskra bænda til verkefnisins verið jákvæð. Starfshópurinn hefur unnið góða vinnu, en hana leiddi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, ásamt þeim Trausta Hjálmarssyni, Eyþóri Einarssyni, Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur og Auði Lilji Arnþórsdóttur. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir sín störf og vona að áætlunin komist til framkvæmdar hið fyrsta. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Dýr Dýraheilbrigði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll, en ekki síst fyrir innlendan landbúnað að við náum tökum á riðuveiki sem hefur um langt skeið valdið harmkvælum í búskap, bæði fyrir menn og dýr. Með þeim áformum sem kynnt eru verða stigin markviss skref í áttina að því að útrýma þessum vágesti og skapa aðstæður til að létta jafnt og þétt íþyngjandi höftum af sauðfjárbændum sem á þeim hafa hvílt í um 80 ár. Samhliða minnka fjárútlát hins opinbera vegna aðgerða, niðurskurðar á fé, greiningu riðusýna og viðhaldi varnargirðinga. Breytt nálgun, bætt heilsa og velferð dýra Til þess að útrýma riðuveiki verður megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu en slíkar aðgerðir eru þegar hafnar. 86% sæðingastyrkja vegna sæðinga á vegum sauðfjársæðingastöðva á síðasta ári runnu til sæðinga með hrútum sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki svo dæmi séu tekin. Afar mikilvægt er að fjármunir til verkefnisins eru tryggðir. Aðgerðir stjórnvalda gegn riðu verða áhættumiðaðar, stigvaxandi og gerir áætlunin ráð fyrir flokkun á riðubæjum, áhættubæjum og öðrum bæjum í áhættuhólfi. Öllum sauðfjáreigendum verður skylt að rækta gegn riðuveiki í samræmi við markmið landsáætlunar. Gert er ráð fyrir að bætur taki mið af framgangi ræktunar miðað við ræktunarmarkmiðin. Samhliða almennri kröfu um ræktun verndandi arfgerða er krafa um að á riðubæjum verði eingöngu fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Með þessum aðgerðum má treysta heilbrigði sauðfjár en heilbrigði dýra er lykilþáttur í velferð þeirra. Við höfum af því allan hag að bæta umgengi okkar við dýrin sem við höldum til manneldis, þessi áætlun er varða á þeirri leið og mikið framfaraskref fyrir íslenskan landbúnað! Að endingu Nú er áætlunin komin í samráð. Vandað hefur verið til verka og hefur viðleitni íslenskra bænda til verkefnisins verið jákvæð. Starfshópurinn hefur unnið góða vinnu, en hana leiddi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, ásamt þeim Trausta Hjálmarssyni, Eyþóri Einarssyni, Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur og Auði Lilji Arnþórsdóttur. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir sín störf og vona að áætlunin komist til framkvæmdar hið fyrsta. Höfundur er matvælaráðherra.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun