Ellefu slasaðir eftir að flugtak Boeing 737 mistókst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 11:56 Boeing 737-300 flugvél í Hangzhou í Kína. Flugvélin á myndinni er ekki sú sem hrapaði í Senegal. Getty/Costfoto Ellefu slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar Boeing 737-300 flugvél hrapaði við flugtak á Blaise Diagne flugvellinum í Dakar í Senegal. Öll starfsemi á flugvellinum hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að flugvélin, sem rekin er af Air Senegal, hafi verið á leið til Bamako, höfuðborgar Mali. Flugvélin hafi hafnað utan brautar klukkan eitt í nótt að staðartíma. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að flugmaðurinn hafi slasast lítillega en flestir farþeganna 78 hafi sloppið ómeiddir. Viðbragðsaðilar hafi verið virkjaðir til að koma farþegunum í öruggt skjól. Rannsókn hefur verið hrundið af stað en Boeing hefur ekki tjáð sig um málið. Flugfélagið Transair, sem leigði Air Senegal flugvélina, hefur heldur ekki tjáð sig vegna málsins. Ekkert er vitað um orsök slyssins en undanfarið hefur mikið verið fjallað um öryggismál hjá framleiðandanum. Má þar nefna þegar hurð fór af Boeing 737 Max lugvél Alaska Airlines í janúar stuttu eftir flugtak. Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna þessa. Þá birtist ítarlegt viðtal við Santiago Paredes, fyrrverandi starfsmann Spirit AiroSystems í Kansas, fyrirtæki sem sér Boeing fyrir aðföngum, hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Paredes segir í viðtalinu að hann hafi oft fundið galla á þeim íhlutum sem sendir voru úr verksmiðjunni til Boeing. „Oft vantaði festingar, ítrekað voru íhlutir beyglaðir og stundum vantaði hluta úr þeim,“ segir Paredes. Spirit hefur hafnað þessum ásökunum Paredes alfarið en Boeing neitað að tjá sig um málið. Boeing Senegal Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04 Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09 Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að flugvélin, sem rekin er af Air Senegal, hafi verið á leið til Bamako, höfuðborgar Mali. Flugvélin hafi hafnað utan brautar klukkan eitt í nótt að staðartíma. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að flugmaðurinn hafi slasast lítillega en flestir farþeganna 78 hafi sloppið ómeiddir. Viðbragðsaðilar hafi verið virkjaðir til að koma farþegunum í öruggt skjól. Rannsókn hefur verið hrundið af stað en Boeing hefur ekki tjáð sig um málið. Flugfélagið Transair, sem leigði Air Senegal flugvélina, hefur heldur ekki tjáð sig vegna málsins. Ekkert er vitað um orsök slyssins en undanfarið hefur mikið verið fjallað um öryggismál hjá framleiðandanum. Má þar nefna þegar hurð fór af Boeing 737 Max lugvél Alaska Airlines í janúar stuttu eftir flugtak. Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna þessa. Þá birtist ítarlegt viðtal við Santiago Paredes, fyrrverandi starfsmann Spirit AiroSystems í Kansas, fyrirtæki sem sér Boeing fyrir aðföngum, hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Paredes segir í viðtalinu að hann hafi oft fundið galla á þeim íhlutum sem sendir voru úr verksmiðjunni til Boeing. „Oft vantaði festingar, ítrekað voru íhlutir beyglaðir og stundum vantaði hluta úr þeim,“ segir Paredes. Spirit hefur hafnað þessum ásökunum Paredes alfarið en Boeing neitað að tjá sig um málið.
Boeing Senegal Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04 Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09 Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04
Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09
Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25