Tekst Glódísi að hrifsa „barnið“ af Popp í dag? Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 11:01 Glódís Perla Viggósdóttir þekkir það vel að eiga við Alexöndru Popp, hvort sem er með landsliði eða félagsliði. Þær mætast í Köln í dag í bikarúrslitaleik. Getty Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í dag í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í fótbolta, þegar stórveldin Bayern München og Wolfsburg eigast við. Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Á meðal þeirra leikmanna sem Glódís þarf að stöðva í dag er hin 33 ára gamla Alexandra Popp sem ótrúlegt en satt gæti orðið bikarmeistari í ellefta sinn. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Wolfsburg hefur nefnilega einokað þýska bikarinn síðasta áratuginn og unnið keppnina níu ár í röð, og Popp var einnig í sigurliðinu 2013. Það er því ekki skrýtið að hún lýsi bikarnum sem „barninu“ sínu en í ár ætti samt Bayern að þykja sigurstranglegra eftir að hafa nú þegar tryggt sér sigur í þýsku deildinni, og ekki tapað leik þar. Bayern á því möguleika á að vinna tvöfalt í fyrsta sinn en Popp hefur engan áhuga á að missa bikarinn frá sér. „Ég hef nú aldrei sofið með hann hjá mér en ég grínast stundum með að hann sé barnið mitt því við höfum unnið hann svo oft,“ sagði Popp létt í bragði. Sveindís komin af stað eftir meiðsli Tæplega 45.000 manns verða á leikvanginum í Köln í dag og það kemur svo í ljós hvort að Glódís og varamarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fagna öðrum titli, eins og um síðustu helgi, eða hvort Sveindís, Popp og félagar hafa betur enn eitt árið. Sveindís lék síðasta föstudag sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir mánuði, þegar hún kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Köln. Hún ætti því að geta komið við sögu í leiknum í dag. Bikarúrslitaleikur Bayern og Wolfsburg hefst klukkan 14 í dag og er sýndur á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Á meðal þeirra leikmanna sem Glódís þarf að stöðva í dag er hin 33 ára gamla Alexandra Popp sem ótrúlegt en satt gæti orðið bikarmeistari í ellefta sinn. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Wolfsburg hefur nefnilega einokað þýska bikarinn síðasta áratuginn og unnið keppnina níu ár í röð, og Popp var einnig í sigurliðinu 2013. Það er því ekki skrýtið að hún lýsi bikarnum sem „barninu“ sínu en í ár ætti samt Bayern að þykja sigurstranglegra eftir að hafa nú þegar tryggt sér sigur í þýsku deildinni, og ekki tapað leik þar. Bayern á því möguleika á að vinna tvöfalt í fyrsta sinn en Popp hefur engan áhuga á að missa bikarinn frá sér. „Ég hef nú aldrei sofið með hann hjá mér en ég grínast stundum með að hann sé barnið mitt því við höfum unnið hann svo oft,“ sagði Popp létt í bragði. Sveindís komin af stað eftir meiðsli Tæplega 45.000 manns verða á leikvanginum í Köln í dag og það kemur svo í ljós hvort að Glódís og varamarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fagna öðrum titli, eins og um síðustu helgi, eða hvort Sveindís, Popp og félagar hafa betur enn eitt árið. Sveindís lék síðasta föstudag sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir mánuði, þegar hún kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Köln. Hún ætti því að geta komið við sögu í leiknum í dag. Bikarúrslitaleikur Bayern og Wolfsburg hefst klukkan 14 í dag og er sýndur á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira