Tekst Glódísi að hrifsa „barnið“ af Popp í dag? Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 11:01 Glódís Perla Viggósdóttir þekkir það vel að eiga við Alexöndru Popp, hvort sem er með landsliði eða félagsliði. Þær mætast í Köln í dag í bikarúrslitaleik. Getty Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í dag í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í fótbolta, þegar stórveldin Bayern München og Wolfsburg eigast við. Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Á meðal þeirra leikmanna sem Glódís þarf að stöðva í dag er hin 33 ára gamla Alexandra Popp sem ótrúlegt en satt gæti orðið bikarmeistari í ellefta sinn. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Wolfsburg hefur nefnilega einokað þýska bikarinn síðasta áratuginn og unnið keppnina níu ár í röð, og Popp var einnig í sigurliðinu 2013. Það er því ekki skrýtið að hún lýsi bikarnum sem „barninu“ sínu en í ár ætti samt Bayern að þykja sigurstranglegra eftir að hafa nú þegar tryggt sér sigur í þýsku deildinni, og ekki tapað leik þar. Bayern á því möguleika á að vinna tvöfalt í fyrsta sinn en Popp hefur engan áhuga á að missa bikarinn frá sér. „Ég hef nú aldrei sofið með hann hjá mér en ég grínast stundum með að hann sé barnið mitt því við höfum unnið hann svo oft,“ sagði Popp létt í bragði. Sveindís komin af stað eftir meiðsli Tæplega 45.000 manns verða á leikvanginum í Köln í dag og það kemur svo í ljós hvort að Glódís og varamarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fagna öðrum titli, eins og um síðustu helgi, eða hvort Sveindís, Popp og félagar hafa betur enn eitt árið. Sveindís lék síðasta föstudag sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir mánuði, þegar hún kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Köln. Hún ætti því að geta komið við sögu í leiknum í dag. Bikarúrslitaleikur Bayern og Wolfsburg hefst klukkan 14 í dag og er sýndur á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Á meðal þeirra leikmanna sem Glódís þarf að stöðva í dag er hin 33 ára gamla Alexandra Popp sem ótrúlegt en satt gæti orðið bikarmeistari í ellefta sinn. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Wolfsburg hefur nefnilega einokað þýska bikarinn síðasta áratuginn og unnið keppnina níu ár í röð, og Popp var einnig í sigurliðinu 2013. Það er því ekki skrýtið að hún lýsi bikarnum sem „barninu“ sínu en í ár ætti samt Bayern að þykja sigurstranglegra eftir að hafa nú þegar tryggt sér sigur í þýsku deildinni, og ekki tapað leik þar. Bayern á því möguleika á að vinna tvöfalt í fyrsta sinn en Popp hefur engan áhuga á að missa bikarinn frá sér. „Ég hef nú aldrei sofið með hann hjá mér en ég grínast stundum með að hann sé barnið mitt því við höfum unnið hann svo oft,“ sagði Popp létt í bragði. Sveindís komin af stað eftir meiðsli Tæplega 45.000 manns verða á leikvanginum í Köln í dag og það kemur svo í ljós hvort að Glódís og varamarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fagna öðrum titli, eins og um síðustu helgi, eða hvort Sveindís, Popp og félagar hafa betur enn eitt árið. Sveindís lék síðasta föstudag sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir mánuði, þegar hún kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Köln. Hún ætti því að geta komið við sögu í leiknum í dag. Bikarúrslitaleikur Bayern og Wolfsburg hefst klukkan 14 í dag og er sýndur á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira