Lífið

Hin raun­veru­lega Martha opnar sig hjá Pi­ers Morgan

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fiona Harvey og Piers Morgan eftir upptöku á þættinum sem verður frumsýndur á morgun.
Fiona Harvey og Piers Morgan eftir upptöku á þættinum sem verður frumsýndur á morgun.

Fiona Harvey, konan sem karakterinn Martha í Netflix-þáttunum Baby Reindeer er byggð á, er á leið í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal um málið. Þar ræðir fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan við hana um hennar hlið sögunnar. 

Þættirnir Baby Reindeer eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og lék aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum er karakter Gadd, Donny, með eltihrelli, konu að nafni Martha. 

Skömmu eftir að þættirnir voru frumsýndir á Netflix fundu netverjar út hver konan væri sem karakterinn Martha var byggður á. Það var hin 58 ára gamla Fiona Harvey. Skömmu eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um hana steig hún fram og sagðist íhuga að leita réttar síns. 

„Hann notar Baby Reindeer til þess að eltihrella mig núna,“ sagði Harvey og að ljóst væri að Gadd beiti sig ofbeldi til þess eins að fá frægð og frama. Hún væri í raun fórnarlambið, enda sé öll þáttaröðin í raun um hana.

Fyrsta sjónvarpsviðtalið við Harvey verður sýnt á morgun í þætti Piers Morgan, Piers Morgan Uncensored. Þátturinn hefur verið sýndur á nokkrum sjónvarpsstöðvum en er nú ávallt frumsýndur á YouTube-síðu fjölmiðlamannsins. 

Í færslu á Twitter-síðu Morgan segir að Harvey vilji koma ýmsu á framfæri og leiðrétta margt sem kom fram í þættinum. 


Tengdar fréttir

Þættirnir rími við margt í raunveruleikanum

Afbrotafræðingur segir margt í þáttunum Baby Reindeer ríma við það sem hún hefur lesið í afbrotafræðunum. Hún segir umsáturseinelti nokkuð algengt á Íslandi, að um tíu prósent íslenskra kvenna verði fyrir því á lífsleiðinni og og fimm prósent íslenskra karla. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.