Nýkjörinn biskup segir þjóðkirkjuna enn eiga erindi í samfélaginu. Heimir Már Pétursson ræðir við séra Guðrúnu sem segir að búið sé að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er.
Sársaukafullar hópuppsagnir eru fram undan hjá Grindavíkurbæ. Fannar Jónasson bæjarstjóri mætir í myndver og fer yfir stöðuna.
Þá verður rætt við forsætisráðherra sem telur að gera þurfi aðra atlögu að lögum um sanngirnisbætur, Kristján Már Unnarsson segir frá merkilegum tímamótum í íslenskri flugsögu og við kíkjum á góðgerðadag í Hagaskóla.
Í Sportpakkanum verður rætt við ofurkonuna Mari Jaersk sem sigraði Bakgarðshlaupið og í Íslandi í dag kíkir Kristín Ólafsdóttir í morgunkaffi til Steinunnar Ólínu sem segist ítrekað hafa verið skömmuð fyrir skoðanir sínar.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.