Vildi heimsækja krabbameinssjúka móður sína en vísað úr landi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 07:00 Liudmila og Henadzi saman á góðri stundu. Hvítrússneskum manni sem kom hingað til lands til þess að heimsækja krabbameinssjúka móður sína var vísað til baka úr landi á Keflavíkurflugvelli þar sem lögregla taldi ástæða heimsóknar hans ekki ljósa. Maðurinn var sendur til annarrar borgar en hann kom hingað frá. Henadzi Azarka er fimmtugur Hvít-Rússi en á fjölskyldu hér landi. Systir hans, Liudmila, er gift íslenskum manni, Gunnari Jens Elí Einarssyni, og með íslenskan ríkisborgararétt og býr móðir hans einnig á Íslandi. Frá árinu 2015 hefur hann komið hingað reglulega að heimsækja þau, oftast einu sinni eða tvisvar á ári. Lenti fyrst í veseni í janúar Hann hafði aldrei lent í neinum vandræðum með það að koma hingað. Í samtali við fréttastofu segir Gunnar Jens, mágur hans, hann alltaf hafa öll gögn rétt og séð til þess að hann færi alltaf eftir öllum lögum og reglum við komuna. Til þess að koma hingað til lands þarf Henadzi að fá vegabréfsáritun. Eitt af skilyrðum Útlendingastofnunar er að hann fái svokallað boðsbréf til að fá áritunina. Í boðsbréfinu kemur fram að hann muni búa hjá Gunnari og fjölskyldu og þau muni halda honum uppi á meðan hann væri á landinu. Henadzi ásamt móður sinni og börnum systur sinnar og Gunnars í keiluhöllinni í Egilshöll. Í janúar á þessu ári lenti Henadzi fyrst í veseni. Hann fór frá Hvíta-Rússlandi og inn á Schengen-svæðið í Póllandi. Þaðan flaug hann til Íslands en var tekinn til hliðar á flugvellinum og beðinn um að framvísa boðsbréfi og flugmiða. Gunnar keypti flugmiða fyrir hann út aftur og sendi á hann og Henadzi komst inn í landið og fór svo aftur heim nokkrum vikum síðar. Móðir hans með krabbamein Í apríl fór móðir Henadzi í krabbameinsskoðun hér á landi og greindist með krabbamein í brjósti. Hann ákvað að drífa sig til Íslands vegna veikindanna og segir Gunnar hann nú hafa haft öll gögn með sér svo hann myndi ekki lenda í sama veseni og í janúar. „Svo þegar hann kemur í flugvélina í Varsjá hingað og er að lenda þá eiga allir að sýna vegabréfin og þá er hann tekinn afsíðis aftur. Hann hringir þá í systur sína sem stendur þarna og er að taka á móti honum og segir að nú sé aftur verið að stoppa hann. Hún spyr hvað vandamálið sé og þeir segja að boðsbréfið sé útrunnið. Svo sé hann ekki með flugmiða og ekki með peninga til þess að halda sér uppi,“ segir Gunnar. Gunnar Jens Elí Gunnarsson er mágur Henadzi. Með allt sem hann þurfti og meira til Hann segir að þær sakir séu hins vegar rangar, Henadzi hafi verið með Landsbankakort frá sér, seðla og gilt boðsbréf. Flugmiðinn var svo keyptur og sendur á hann eftir að hann var tekinn til hliðar. Gunnar bendir á að Henadzi hafi ekki einu sinni þurft að hafa pening meðferðis þar sem í boðsbréfinu segi að fjölskyldan muni halda honum uppi. „Þau taka ekkert af þessu gilt og segja að hann sé ekki með neitt af þessu. Það sé ástæðan fyrir því að hann sé stoppaður. Hann hringir í systur sína en svo taka þeir af honum símann og vilja ekki að hann tali við hana. Hún stendur bara hinu megin við vegginn og fær engu við ráðið. Það er bara síðan klippt á öll samskipti við hana nema hvað að við fáum svo sent skjáskot af pappírum um að það hafði verið ákveðið að vísa honum aftur úr landi,“ segir Gunnar. Í bréfi frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli segir að ástæðan sé sú að hann væri ekki með nægan pening, ekki með flugmiða og að ástæða heimsóknar væri óljós. Á meðan beið systir hans grátandi eftir honum í flugstöðinni. „Hann var að koma heimsækja okkur og það stóð að við myndum halda honum uppi. Það var bara ekkert tekið mark á því,“ segir Gunnar. Sendur til annarrar borgar Allt kom fyrir ekki og Henadzi var sendur úr landi. Honum var þó ekki flogið til Varsjár, þaðan sem hann kom, heldur til borgarinnar Katowice sem þrjú hundruð kílómetra frá Varsjá. „Það sem er mjög skrítið er að þarna er einstaklingur sem hefur komið hingað einu sinni eða tvisvar á hverju ári síðan 2015 og aldrei brotið neinar reglur, aldrei brotið nein lög innan Schengen. Svo allt í einu er tekin ákvörðun, þrátt fyrir að systir hans standi hinu megin við vegginn, að það sé einhver óljós tilgangur með ferðalagi hans til landsins. Hann er bæði með heimboðið, flugmiðann og svo er hann líka með peninga til að halda sér uppi þó hann eigi ekki að þurfa neina peninga því það erum við sem komum til með að halda honum uppi með þessu heimboði,“ segir Gunnar. Hann spyr sig hvort einhverjar annarlegar hvatir hafi verið að baki brottvísunar Henadzi. „Hann er með allt en það er ákveðið að hunsa allt sem hann er með og allt sem er sagt og gert. Bæði af systur hans og því sem hann er að segja. Tekin ákvörðun í fljótræði þarna um nóttina,“ segir Gunnar. Reikningur upp á 42 þúsund krónur Þessari för lauk á þann hátt að hann þurfti að taka leigubíl til Varsjár aftur og taka þaðan rútu til Hvíta-Rússlands. Meðferðis var hann með reikning frá íslenska ríkinu upp á 42 þúsund krónur fyrir flugmiða í ferð sem hann var neyddur til að fljúga, til vitlausrar borgar. „Í mínum huga er þetta klárt og skýrt dæmi um ofbeldi í opinberu starfi. Hver er að tala um að hér séu galopin landamæri? Og fólk flæði inn? Það er gott að vita að Íslendingar geti sofið rólega vitandi að honum hafi verið snúið við og við öruggari fyrir vikið,“ segir Gunnar. Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Belarús Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Henadzi Azarka er fimmtugur Hvít-Rússi en á fjölskyldu hér landi. Systir hans, Liudmila, er gift íslenskum manni, Gunnari Jens Elí Einarssyni, og með íslenskan ríkisborgararétt og býr móðir hans einnig á Íslandi. Frá árinu 2015 hefur hann komið hingað reglulega að heimsækja þau, oftast einu sinni eða tvisvar á ári. Lenti fyrst í veseni í janúar Hann hafði aldrei lent í neinum vandræðum með það að koma hingað. Í samtali við fréttastofu segir Gunnar Jens, mágur hans, hann alltaf hafa öll gögn rétt og séð til þess að hann færi alltaf eftir öllum lögum og reglum við komuna. Til þess að koma hingað til lands þarf Henadzi að fá vegabréfsáritun. Eitt af skilyrðum Útlendingastofnunar er að hann fái svokallað boðsbréf til að fá áritunina. Í boðsbréfinu kemur fram að hann muni búa hjá Gunnari og fjölskyldu og þau muni halda honum uppi á meðan hann væri á landinu. Henadzi ásamt móður sinni og börnum systur sinnar og Gunnars í keiluhöllinni í Egilshöll. Í janúar á þessu ári lenti Henadzi fyrst í veseni. Hann fór frá Hvíta-Rússlandi og inn á Schengen-svæðið í Póllandi. Þaðan flaug hann til Íslands en var tekinn til hliðar á flugvellinum og beðinn um að framvísa boðsbréfi og flugmiða. Gunnar keypti flugmiða fyrir hann út aftur og sendi á hann og Henadzi komst inn í landið og fór svo aftur heim nokkrum vikum síðar. Móðir hans með krabbamein Í apríl fór móðir Henadzi í krabbameinsskoðun hér á landi og greindist með krabbamein í brjósti. Hann ákvað að drífa sig til Íslands vegna veikindanna og segir Gunnar hann nú hafa haft öll gögn með sér svo hann myndi ekki lenda í sama veseni og í janúar. „Svo þegar hann kemur í flugvélina í Varsjá hingað og er að lenda þá eiga allir að sýna vegabréfin og þá er hann tekinn afsíðis aftur. Hann hringir þá í systur sína sem stendur þarna og er að taka á móti honum og segir að nú sé aftur verið að stoppa hann. Hún spyr hvað vandamálið sé og þeir segja að boðsbréfið sé útrunnið. Svo sé hann ekki með flugmiða og ekki með peninga til þess að halda sér uppi,“ segir Gunnar. Gunnar Jens Elí Gunnarsson er mágur Henadzi. Með allt sem hann þurfti og meira til Hann segir að þær sakir séu hins vegar rangar, Henadzi hafi verið með Landsbankakort frá sér, seðla og gilt boðsbréf. Flugmiðinn var svo keyptur og sendur á hann eftir að hann var tekinn til hliðar. Gunnar bendir á að Henadzi hafi ekki einu sinni þurft að hafa pening meðferðis þar sem í boðsbréfinu segi að fjölskyldan muni halda honum uppi. „Þau taka ekkert af þessu gilt og segja að hann sé ekki með neitt af þessu. Það sé ástæðan fyrir því að hann sé stoppaður. Hann hringir í systur sína en svo taka þeir af honum símann og vilja ekki að hann tali við hana. Hún stendur bara hinu megin við vegginn og fær engu við ráðið. Það er bara síðan klippt á öll samskipti við hana nema hvað að við fáum svo sent skjáskot af pappírum um að það hafði verið ákveðið að vísa honum aftur úr landi,“ segir Gunnar. Í bréfi frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli segir að ástæðan sé sú að hann væri ekki með nægan pening, ekki með flugmiða og að ástæða heimsóknar væri óljós. Á meðan beið systir hans grátandi eftir honum í flugstöðinni. „Hann var að koma heimsækja okkur og það stóð að við myndum halda honum uppi. Það var bara ekkert tekið mark á því,“ segir Gunnar. Sendur til annarrar borgar Allt kom fyrir ekki og Henadzi var sendur úr landi. Honum var þó ekki flogið til Varsjár, þaðan sem hann kom, heldur til borgarinnar Katowice sem þrjú hundruð kílómetra frá Varsjá. „Það sem er mjög skrítið er að þarna er einstaklingur sem hefur komið hingað einu sinni eða tvisvar á hverju ári síðan 2015 og aldrei brotið neinar reglur, aldrei brotið nein lög innan Schengen. Svo allt í einu er tekin ákvörðun, þrátt fyrir að systir hans standi hinu megin við vegginn, að það sé einhver óljós tilgangur með ferðalagi hans til landsins. Hann er bæði með heimboðið, flugmiðann og svo er hann líka með peninga til að halda sér uppi þó hann eigi ekki að þurfa neina peninga því það erum við sem komum til með að halda honum uppi með þessu heimboði,“ segir Gunnar. Hann spyr sig hvort einhverjar annarlegar hvatir hafi verið að baki brottvísunar Henadzi. „Hann er með allt en það er ákveðið að hunsa allt sem hann er með og allt sem er sagt og gert. Bæði af systur hans og því sem hann er að segja. Tekin ákvörðun í fljótræði þarna um nóttina,“ segir Gunnar. Reikningur upp á 42 þúsund krónur Þessari för lauk á þann hátt að hann þurfti að taka leigubíl til Varsjár aftur og taka þaðan rútu til Hvíta-Rússlands. Meðferðis var hann með reikning frá íslenska ríkinu upp á 42 þúsund krónur fyrir flugmiða í ferð sem hann var neyddur til að fljúga, til vitlausrar borgar. „Í mínum huga er þetta klárt og skýrt dæmi um ofbeldi í opinberu starfi. Hver er að tala um að hér séu galopin landamæri? Og fólk flæði inn? Það er gott að vita að Íslendingar geti sofið rólega vitandi að honum hafi verið snúið við og við öruggari fyrir vikið,“ segir Gunnar.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Belarús Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent