„Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. maí 2024 07:01 Frosti Logason ræðir síðustu tvö ár í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Frosti Logason fjölmiðlamaður segir tíma sinn á sjónum fyrir rúmum tveimur árum hafa verið stórkostlegan. Hann segist ekki hafa haft Eddu Falak á heilanum eftir að fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti hennar fyrir tæpum tveimur árum og sakaði hann um hótanir og andlegt ofbeldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Frosti er gestur. Frosti er fyrsti gestur Einkalífsins sem mætir í annað sinn. Síðast mætti hann árið 2019, þá sjónvarpsmaður á Stöð 2 og sagði við tilefnið að lífið léki við sig. Í Einkalífinu nú lýsir Frosti tímabilinu þar sem hann fór í leyfi frá stöðinni árið 2022 og ákvörðun sína um að segja starfi sínu lausu og gerast sjómaður. Hann segir líka frá tímabilinu þar sem hann stofnaði Brotkast og umfjöllun þess miðils um Eddu Falak. Hann fullyrðir meðal annars að hún hafi falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Þá ræðir Frosti væntanlega endurkomutónleika með Mínus og segist hlakka til. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Frosti Logason „Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið og sálfræðingurinn minn sagði mér einhvern tímann: Frosti, þetta mál er ekki búið fyrr en þú hefur sagt þína sögu. Ég hef lengi ætlað að skrifa bók um allt þetta mál og mun örugglega gera það en það liggur ekkert á því,“ segir Frosti meðal annars í viðtalinu. Þar ræðir hann samband sitt við fyrrverandi kærustu sína sem Eddu Pétursdóttur sem steig fram í viðtali í Eigin konum í mars 2022 og birtist í Stundinni, þar sem hún sakaði hann um andlegt ofbeldi og að hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni sem hann hafi tekið upp í hennar óþökk. Hann ræðir auk þess tímann eftir viðtalið sem hann nýtti á sjó með Vésteini GK. „Ég segi það, þetta er alveg þarna uppi með fæðingu barnanna minna. Þetta var svo stórskemmtilegt, af því að þarna um borð voru bara strákar sem ég bara lít á sem bræður mína í dag. Alveg stórkostlegir drengir sem hafa orðið mér mjög kærir og miklir vinir mínir og við áttum alveg frábæran tíma saman.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tengdar fréttir Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08 Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Frosti er gestur. Frosti er fyrsti gestur Einkalífsins sem mætir í annað sinn. Síðast mætti hann árið 2019, þá sjónvarpsmaður á Stöð 2 og sagði við tilefnið að lífið léki við sig. Í Einkalífinu nú lýsir Frosti tímabilinu þar sem hann fór í leyfi frá stöðinni árið 2022 og ákvörðun sína um að segja starfi sínu lausu og gerast sjómaður. Hann segir líka frá tímabilinu þar sem hann stofnaði Brotkast og umfjöllun þess miðils um Eddu Falak. Hann fullyrðir meðal annars að hún hafi falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Þá ræðir Frosti væntanlega endurkomutónleika með Mínus og segist hlakka til. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Frosti Logason „Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið og sálfræðingurinn minn sagði mér einhvern tímann: Frosti, þetta mál er ekki búið fyrr en þú hefur sagt þína sögu. Ég hef lengi ætlað að skrifa bók um allt þetta mál og mun örugglega gera það en það liggur ekkert á því,“ segir Frosti meðal annars í viðtalinu. Þar ræðir hann samband sitt við fyrrverandi kærustu sína sem Eddu Pétursdóttur sem steig fram í viðtali í Eigin konum í mars 2022 og birtist í Stundinni, þar sem hún sakaði hann um andlegt ofbeldi og að hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni sem hann hafi tekið upp í hennar óþökk. Hann ræðir auk þess tímann eftir viðtalið sem hann nýtti á sjó með Vésteini GK. „Ég segi það, þetta er alveg þarna uppi með fæðingu barnanna minna. Þetta var svo stórskemmtilegt, af því að þarna um borð voru bara strákar sem ég bara lít á sem bræður mína í dag. Alveg stórkostlegir drengir sem hafa orðið mér mjög kærir og miklir vinir mínir og við áttum alveg frábæran tíma saman.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tengdar fréttir Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08 Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08
Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning