Fimm ára bið á enda hjá Norris Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2024 10:00 Lando Norris með sigurverðlaun sín í Miami Vísir/Getty Fimm ára bið breska ökuþórsins Lando Norris eftir sigri í Formúlu 1 mótaröðinni lauk í gær er hann bar sigur úr býtum í Miami kappakstrinum. Sterkt svar frá Norris sem hafði fengið á baukinn frá gagnrýnendum. Það tók Norris, ökumann McLaren, 110 keppnir að landa fyrsta sigrinum í Formúlu 1. Hann er svo sannarlega vel að því kominn því þótt að sigrarnir hafi látið á sér standa efaðist enginn um það að Norris myndi á einhverjum tímapunkti á sínum ökumannsferli standa á efsta þrepi verðlaunapallsins. Norris er sá ökumaður sem hafði oftast staðið á verðlaunapallinum í Formúlu 1 mótaröðinni án þess að vinna keppni, fimmtán sinnum alls, en ljóst nú að hann fer ekki að bæta við tilfellum við það met. Stuðningsfólk annarra liða var komið í þann gír að hæðast að Norris fyrir þá staðreynd að hann hafði aldrei unnið kappakstur. Myndbönd af slíku aðkasti, þar sem að hróp voru gerð að Norris, höfðu birst á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að Bretinn ungi hafi upplifað algjöra geðshræringu er sigurinn var í höfn. Svarað gagnrýnendum sínum. „Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningum ég er að finna fyrir. Glaður, stoltur,“ sagði Norris. „Tilfinningin litast af því hversu löng biðin hefur verið eftir þessum fyrsta sigri. Ég hef fengið góð tækifæri áður. Við höfum færst nær og nær sigrinum. Einhvern veginn hafði þetta ekki gengið upp hjá okkur þar til núna. Það small allt saman.“ Af þeim 776 ökuþórum sem hafa hafið kappakstur í sögu Formúlu 1 hefur aðeins 114 þeirra tekist að tryggja sér sigur í keppni á vegum mótaraðarinnar. Lewis Hamilton, samlandi, Norris, er sá ökuþór sem unnið hefur flestar keppnir. Þær telja alls 103 og á eftir honum kemur svo þýska goðsögnin Michael Schumacher með 91 sigra. Þá eru það breskir ökuþórar sem hafa verið sigursælastir í keppnum á vegum Formúlu 1 með alls 309 sigra. Þjóðverjar koma svo á eftir þeim með 179 sigra. Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Það tók Norris, ökumann McLaren, 110 keppnir að landa fyrsta sigrinum í Formúlu 1. Hann er svo sannarlega vel að því kominn því þótt að sigrarnir hafi látið á sér standa efaðist enginn um það að Norris myndi á einhverjum tímapunkti á sínum ökumannsferli standa á efsta þrepi verðlaunapallsins. Norris er sá ökumaður sem hafði oftast staðið á verðlaunapallinum í Formúlu 1 mótaröðinni án þess að vinna keppni, fimmtán sinnum alls, en ljóst nú að hann fer ekki að bæta við tilfellum við það met. Stuðningsfólk annarra liða var komið í þann gír að hæðast að Norris fyrir þá staðreynd að hann hafði aldrei unnið kappakstur. Myndbönd af slíku aðkasti, þar sem að hróp voru gerð að Norris, höfðu birst á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að Bretinn ungi hafi upplifað algjöra geðshræringu er sigurinn var í höfn. Svarað gagnrýnendum sínum. „Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningum ég er að finna fyrir. Glaður, stoltur,“ sagði Norris. „Tilfinningin litast af því hversu löng biðin hefur verið eftir þessum fyrsta sigri. Ég hef fengið góð tækifæri áður. Við höfum færst nær og nær sigrinum. Einhvern veginn hafði þetta ekki gengið upp hjá okkur þar til núna. Það small allt saman.“ Af þeim 776 ökuþórum sem hafa hafið kappakstur í sögu Formúlu 1 hefur aðeins 114 þeirra tekist að tryggja sér sigur í keppni á vegum mótaraðarinnar. Lewis Hamilton, samlandi, Norris, er sá ökuþór sem unnið hefur flestar keppnir. Þær telja alls 103 og á eftir honum kemur svo þýska goðsögnin Michael Schumacher með 91 sigra. Þá eru það breskir ökuþórar sem hafa verið sigursælastir í keppnum á vegum Formúlu 1 með alls 309 sigra. Þjóðverjar koma svo á eftir þeim með 179 sigra.
Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira