„Ef maður fær opin skot þá verður maður að taka þau“ Stefán Marteinn skrifar 5. maí 2024 20:15 Anna Ingunn Svansdóttir fagnar innilega með Birnu Benónýsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Keflavík lagði Stjörnuna af velli í þriðja leik liðana í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Blue-höllinni í Keflavík, lokatölur 87-78. „Hún [Tilfinningin] er bara mjög góð. Við gerðum vel í þriðja og fjórða leikhluta, náðum að vinna þennan leik sem var mjög góð tilfinning,“ sagði Anna Ingunn Svansdóttir, fyrirliði Keflavíkur, eftir sigurinn í dag. Fyrirliðinn átti frábæran fjórða leikhluta í leiknum í dag og setti niður mikilvæg stig sem hjálpuðu Keflavík að landa góðum sigri. „Ef maður er með opin skot þá verður maður að taka þau og vera með sjálfstraustið. Ég held að við höfum bara allar verið með sjálfstraust í þriðja og fjórða leikhluta og sett þetta niður og svo skilaði vörnin þvílíkt líka.“ Anna Ingunn skoraði ekki stig í fyrri hálfleiknum en mætti á eldi út í seinni hálfleikinn og endaði stigahæst í liði Keflavíkur. „Ég kom inn á og ætlaði að spila ógeðslega góða vörn og það oft kveikir í manni og svo á maður bara að skjóta þegar maður er opin. Bara setja þetta.“ Stjörnuliðið spilaði flottan leik í dag og hrósaði Anna Ingunn liði Stjörnunnar hástert. „Þær eru með ógeðslega gott lið og þær berjast allan tímann og með góðan þjálfara í Arnari og þær scout-a okkur vel. Þær eru ungar en það skiptir ekki máli því þær eru ógeðslega góðar og gera alltaf vel. Þetta var aldrei að fara vera auðvelt fyrir okkur og við vissum það alveg.“ Fyrirliðinn vildi meina að lykillinn að sigrinum í dag hafi verið vörnin og samvinna. „Ég held bara vörnin. Við vorum að fá stopp og skor. Við náðum að stoppa og svo skora og við gerðum þetta allar saman í seinni hálfleik og ég held að það hafi verið lykillinn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
„Hún [Tilfinningin] er bara mjög góð. Við gerðum vel í þriðja og fjórða leikhluta, náðum að vinna þennan leik sem var mjög góð tilfinning,“ sagði Anna Ingunn Svansdóttir, fyrirliði Keflavíkur, eftir sigurinn í dag. Fyrirliðinn átti frábæran fjórða leikhluta í leiknum í dag og setti niður mikilvæg stig sem hjálpuðu Keflavík að landa góðum sigri. „Ef maður er með opin skot þá verður maður að taka þau og vera með sjálfstraustið. Ég held að við höfum bara allar verið með sjálfstraust í þriðja og fjórða leikhluta og sett þetta niður og svo skilaði vörnin þvílíkt líka.“ Anna Ingunn skoraði ekki stig í fyrri hálfleiknum en mætti á eldi út í seinni hálfleikinn og endaði stigahæst í liði Keflavíkur. „Ég kom inn á og ætlaði að spila ógeðslega góða vörn og það oft kveikir í manni og svo á maður bara að skjóta þegar maður er opin. Bara setja þetta.“ Stjörnuliðið spilaði flottan leik í dag og hrósaði Anna Ingunn liði Stjörnunnar hástert. „Þær eru með ógeðslega gott lið og þær berjast allan tímann og með góðan þjálfara í Arnari og þær scout-a okkur vel. Þær eru ungar en það skiptir ekki máli því þær eru ógeðslega góðar og gera alltaf vel. Þetta var aldrei að fara vera auðvelt fyrir okkur og við vissum það alveg.“ Fyrirliðinn vildi meina að lykillinn að sigrinum í dag hafi verið vörnin og samvinna. „Ég held bara vörnin. Við vorum að fá stopp og skor. Við náðum að stoppa og svo skora og við gerðum þetta allar saman í seinni hálfleik og ég held að það hafi verið lykillinn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira