Frestun verkfalla kemur til greina Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. maí 2024 11:12 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segist fara bjartsýnn á fund ríkissáttasemjara sem hefst klukkan 12. Vísir/Ívar Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. Ríkissáttasemjari hefur boðað stéttarfélög starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtök atvinnulífsins á fund í Karphúsinu á hádegi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á flugvellinum síðdegis á fimmtudag. Vika er liðin síðan samningsaðilar hittust síðast, eða á sunnudag. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segir sáttasemjara væntanlega leiða aðila saman nú til að meta hvort hægt sé að halda viðræðum áfram. „Nú er ég ekki alveg viss um hvaða kraftar voru þar að verki eða hvað hann hefur verið með á sínu vinnuborði frá því við hittum síðar, en reikna með því að hann vilji allavega taka stöðuna.“ Þórarinn segir Sameyki og FFR ganga saman að samningaborðinu sem einn hópur. „Í vetur byrjaði FFR aðeins fyrr að ræða við Isavia, þau voru búin að vera í samtali við félagið frá því í september. Við settum fram okkar kröfur í byrjun þessa árs og síðan þá ákváðum við að vinna saman að kröfugerðinni því þetta eru sömu málin. Enda erum við að semja fyrir sömu starfsheiti.“ Strandar ekki á launaliðnum Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samtökin myndu krefjast þess að aðgerðunum yrði frestað þegar gengið yrði aftur að samningaborðinu. Þórarinn segir það koma til greina. „Ég held það komi í raun allt til greina ef það er góður samningsvilji. Ef við sjáum og finnum það að við séum á sameiginlegu ferðalagi við að leysa deiluna, þá getur allt verið uppi á borðum.“ Ég held að svo framarlega sem aðilar tali saman og reyni að ná saman gæti okkur alveg auðnast að ljúka samningum áður en aðgerðir skella á, en það þarf að vera góður vilji. Kröfur þeirra snúist fyrst og fremst að samræmingu réttinda, vinnuumhverfis og skipulags. „Isavia hefur samið við einstök stéttarfélög með ólíkum hætti. Samningar okkar og FFR eru ekki nákvæmlega eins hvað varðar vinnutíma og launamyndum sem er afar óheppilegt þegar er verið að vinna undir sama starfsheiti.“ Þannig þetta strandar ekki á launaliðnum? „Það gerir það ekki. Við getum alveg útfært hann, það er ekki vandamálið.“ Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-24 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað stéttarfélög starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtök atvinnulífsins á fund í Karphúsinu á hádegi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á flugvellinum síðdegis á fimmtudag. Vika er liðin síðan samningsaðilar hittust síðast, eða á sunnudag. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segir sáttasemjara væntanlega leiða aðila saman nú til að meta hvort hægt sé að halda viðræðum áfram. „Nú er ég ekki alveg viss um hvaða kraftar voru þar að verki eða hvað hann hefur verið með á sínu vinnuborði frá því við hittum síðar, en reikna með því að hann vilji allavega taka stöðuna.“ Þórarinn segir Sameyki og FFR ganga saman að samningaborðinu sem einn hópur. „Í vetur byrjaði FFR aðeins fyrr að ræða við Isavia, þau voru búin að vera í samtali við félagið frá því í september. Við settum fram okkar kröfur í byrjun þessa árs og síðan þá ákváðum við að vinna saman að kröfugerðinni því þetta eru sömu málin. Enda erum við að semja fyrir sömu starfsheiti.“ Strandar ekki á launaliðnum Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samtökin myndu krefjast þess að aðgerðunum yrði frestað þegar gengið yrði aftur að samningaborðinu. Þórarinn segir það koma til greina. „Ég held það komi í raun allt til greina ef það er góður samningsvilji. Ef við sjáum og finnum það að við séum á sameiginlegu ferðalagi við að leysa deiluna, þá getur allt verið uppi á borðum.“ Ég held að svo framarlega sem aðilar tali saman og reyni að ná saman gæti okkur alveg auðnast að ljúka samningum áður en aðgerðir skella á, en það þarf að vera góður vilji. Kröfur þeirra snúist fyrst og fremst að samræmingu réttinda, vinnuumhverfis og skipulags. „Isavia hefur samið við einstök stéttarfélög með ólíkum hætti. Samningar okkar og FFR eru ekki nákvæmlega eins hvað varðar vinnutíma og launamyndum sem er afar óheppilegt þegar er verið að vinna undir sama starfsheiti.“ Þannig þetta strandar ekki á launaliðnum? „Það gerir það ekki. Við getum alveg útfært hann, það er ekki vandamálið.“
Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-24 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02