Fengu myndsímtal frá Ed Sheeran í búningsklefanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 09:31 Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er stuðningsmaður Ipswich sem komst í gær upp í ensku úrvalsdeildina. Getty/ Stephen Pond Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran segir uppkomu Ipswich, eftir öll vonbrigðin síðustu ár, vera táknmynd um fegurð fótboltans. Það varð allt vitlaust í Ipswich borg í gær þegar fótboltafélag borgarinnar tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 22 ár. Það var líka fagnað hinum megin við Atlantshafið. Einn allra frægasti stuðningsmaður Ipswich Town liðsins er enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran. Þegar félagið var síðast í ensku úrvalsdeildinni þá var Sheeran aðeins ellefu ára gamall og nýbúinn að læra á gítar. Hann varð síðan ein stærsta tónlistarstjarna heims, hefur selt milljónir platna og unnið til alls konar verðlauna. Sheeran hefur stutt félagið sitt í gegn súrt og sætt en Ipswich var í D-deildinni fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur líka verið í miklum samskiptum við liðið í aðdraganda leiksins í gær og var þannig í myndsímtali við búningsklefann eftir sigurinn á Huddersfield. ESPN var með myndatökumann með tónlistarstjörnunni þegar Sheeran fylgdist með sínum mönnum. Sheeran komst ekki á leikinn en hann er staddur í Miami í Bandaríkjunum og fylgdist því með leiknum eldsnemma um morgun á staðartíma. „Ég bý rétt fyrir utan Ipswich og hef séð félagið fara í gegnum mjög erfiða tíma. Ég veit líka að það að komast í ensku úrvalsdeildina mun koma með mikla spennu og gleði inn í fótboltafélagið. Það er líka gaman að sjá hvernig svona árangur lyftir allir borginni upp sem er mjög mikilvægt,“ sagði Ed Sheeran við ESPN. „Það sem er svo stórkostlegt við fótboltann en að það er svo erfitt að reikna hann út og þú veist aldrei hvað er að fara að gerast. Við höfum sex stærstu félögin missa fótanna og við höfum séð lið eins og Leicester vinna ensku úrvalsdeildina. Við vitum ekki hvað gerist hjá okkur á næsta tímabili en það væri frábær árangur á mínu mati ef við höldum okkur uppi,“ sagði Sheeran. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Það varð allt vitlaust í Ipswich borg í gær þegar fótboltafélag borgarinnar tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 22 ár. Það var líka fagnað hinum megin við Atlantshafið. Einn allra frægasti stuðningsmaður Ipswich Town liðsins er enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran. Þegar félagið var síðast í ensku úrvalsdeildinni þá var Sheeran aðeins ellefu ára gamall og nýbúinn að læra á gítar. Hann varð síðan ein stærsta tónlistarstjarna heims, hefur selt milljónir platna og unnið til alls konar verðlauna. Sheeran hefur stutt félagið sitt í gegn súrt og sætt en Ipswich var í D-deildinni fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur líka verið í miklum samskiptum við liðið í aðdraganda leiksins í gær og var þannig í myndsímtali við búningsklefann eftir sigurinn á Huddersfield. ESPN var með myndatökumann með tónlistarstjörnunni þegar Sheeran fylgdist með sínum mönnum. Sheeran komst ekki á leikinn en hann er staddur í Miami í Bandaríkjunum og fylgdist því með leiknum eldsnemma um morgun á staðartíma. „Ég bý rétt fyrir utan Ipswich og hef séð félagið fara í gegnum mjög erfiða tíma. Ég veit líka að það að komast í ensku úrvalsdeildina mun koma með mikla spennu og gleði inn í fótboltafélagið. Það er líka gaman að sjá hvernig svona árangur lyftir allir borginni upp sem er mjög mikilvægt,“ sagði Ed Sheeran við ESPN. „Það sem er svo stórkostlegt við fótboltann en að það er svo erfitt að reikna hann út og þú veist aldrei hvað er að fara að gerast. Við höfum sex stærstu félögin missa fótanna og við höfum séð lið eins og Leicester vinna ensku úrvalsdeildina. Við vitum ekki hvað gerist hjá okkur á næsta tímabili en það væri frábær árangur á mínu mati ef við höldum okkur uppi,“ sagði Sheeran.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira