Íslenski boltinn

Eyja­menn byrja fótboltasumarið ekki vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson hélt áfram sem þjálfari ÍBV eftir að liðið féll úr Bestu deildinni.
Hermann Hreiðarsson hélt áfram sem þjálfari ÍBV eftir að liðið féll úr Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét

Tímabilið byrjar ekki vel hjá Eyjamönnum en leikmenn sameiginlegs liðs Dalvikur og Reynis unnu flottan sigur á ÍBV í dag í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.

Eyjamenn duttu út úr bikarnum á heimavelli á dögunum og töpuðu svo 3-1 fyrir nýliðunum á Dalvíkurvellinum í dag.

Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar leika í Lengjudeldinni eftir að þeir féllu úr Bestu deildinni í haust.

Dalvík/Reynir er aftur á móti nýliði í deildinni eftir að hafa unnið C-deildina í fyrra og farið upp úr D-deildinni sumarið þar á undan.

Írski-nígeríski sóknarmaðurinn Abdeen Abdul skoraði tvö fyrstu mörk norðanmanna á fyrstu fimmtán mínútum leiksins.

Sverrir Páll Hjaltested minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 22. mínútu en Borja Lopez kom Dalvík/Reyni aftur tveimur mörkum yfir með marki á 70. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×