Glódís Perla þýskur meistari annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 11:55 Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar fagna hér sigri og titli Bayern München í dag. Getty/Christof Koepsel/ Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í Bayern München tryggðu sér í dag þýska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Bayer Leverkusen á útivelli. Með þessum sigri náði Bayern sjö stiga forskoti á Wolfsburg þegar það eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur því tryggt sér titilinn. Lið Bayern og Wolfsburg mætast síðan í bikarúrslitaleiknum á fimmtudaginn og þar getur Bayern því unnið tvöfalt. Glódís Perla lék allan leikinn í vörn Bayern en hún sem fyrirliði liðsins tók á móti bikarnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í hóp hjá Bayern og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í liði Leverkusen en hún er þar á láni frá Bayern. Karólína Lea spilaði fyrstu 78 mínúturnar í leiknum. Enska landsliðskonan Georgia Stanway kom Bayern í 1-0 á 18. mínútu með marki af stuttu færi eftir harðfylgni og undirbúning Jovönu Damnjanovic. Stuttu síðar gerði Glódís mistök þegar hún missti frá sér boltann og varð í framhaldinu að taka á sig gult spjald. Sjaldséð mistök hjá okkar konu. Staðan var síðan orðin 2-0 á 27. mínútu eftir mark frá Lindu Dallmann. Markið kom eftir hornspyrnu. Nikola Karczewska minnkaði muninn fyrir Leverkusen á 63. mínútu með umdeildu marki. Aðstoðardómarinn dæmdi þá að boltinn hefði farið yfir línuna en það var erfitt að sjá það á á sjónvarpsmyndunum hvort það var rétt hjá henni eða ekki. Það er hins vegar engin marklínutækni í þýska kvennaboltanum og því var ákvörðuninni ekki breytt. Við þetta mark kom aftur spenna í leikinn. Það litu aftur á móti ekki fleiri mörk dagsins ljós og því var bæði sigur og titill Bayern kvenna í höfn. Þýski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Með þessum sigri náði Bayern sjö stiga forskoti á Wolfsburg þegar það eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur því tryggt sér titilinn. Lið Bayern og Wolfsburg mætast síðan í bikarúrslitaleiknum á fimmtudaginn og þar getur Bayern því unnið tvöfalt. Glódís Perla lék allan leikinn í vörn Bayern en hún sem fyrirliði liðsins tók á móti bikarnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í hóp hjá Bayern og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í liði Leverkusen en hún er þar á láni frá Bayern. Karólína Lea spilaði fyrstu 78 mínúturnar í leiknum. Enska landsliðskonan Georgia Stanway kom Bayern í 1-0 á 18. mínútu með marki af stuttu færi eftir harðfylgni og undirbúning Jovönu Damnjanovic. Stuttu síðar gerði Glódís mistök þegar hún missti frá sér boltann og varð í framhaldinu að taka á sig gult spjald. Sjaldséð mistök hjá okkar konu. Staðan var síðan orðin 2-0 á 27. mínútu eftir mark frá Lindu Dallmann. Markið kom eftir hornspyrnu. Nikola Karczewska minnkaði muninn fyrir Leverkusen á 63. mínútu með umdeildu marki. Aðstoðardómarinn dæmdi þá að boltinn hefði farið yfir línuna en það var erfitt að sjá það á á sjónvarpsmyndunum hvort það var rétt hjá henni eða ekki. Það er hins vegar engin marklínutækni í þýska kvennaboltanum og því var ákvörðuninni ekki breytt. Við þetta mark kom aftur spenna í leikinn. Það litu aftur á móti ekki fleiri mörk dagsins ljós og því var bæði sigur og titill Bayern kvenna í höfn.
Þýski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira