Glódís Perla þýskur meistari annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 11:55 Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar fagna hér sigri og titli Bayern München í dag. Getty/Christof Koepsel/ Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í Bayern München tryggðu sér í dag þýska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Bayer Leverkusen á útivelli. Með þessum sigri náði Bayern sjö stiga forskoti á Wolfsburg þegar það eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur því tryggt sér titilinn. Lið Bayern og Wolfsburg mætast síðan í bikarúrslitaleiknum á fimmtudaginn og þar getur Bayern því unnið tvöfalt. Glódís Perla lék allan leikinn í vörn Bayern en hún sem fyrirliði liðsins tók á móti bikarnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í hóp hjá Bayern og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í liði Leverkusen en hún er þar á láni frá Bayern. Karólína Lea spilaði fyrstu 78 mínúturnar í leiknum. Enska landsliðskonan Georgia Stanway kom Bayern í 1-0 á 18. mínútu með marki af stuttu færi eftir harðfylgni og undirbúning Jovönu Damnjanovic. Stuttu síðar gerði Glódís mistök þegar hún missti frá sér boltann og varð í framhaldinu að taka á sig gult spjald. Sjaldséð mistök hjá okkar konu. Staðan var síðan orðin 2-0 á 27. mínútu eftir mark frá Lindu Dallmann. Markið kom eftir hornspyrnu. Nikola Karczewska minnkaði muninn fyrir Leverkusen á 63. mínútu með umdeildu marki. Aðstoðardómarinn dæmdi þá að boltinn hefði farið yfir línuna en það var erfitt að sjá það á á sjónvarpsmyndunum hvort það var rétt hjá henni eða ekki. Það er hins vegar engin marklínutækni í þýska kvennaboltanum og því var ákvörðuninni ekki breytt. Við þetta mark kom aftur spenna í leikinn. Það litu aftur á móti ekki fleiri mörk dagsins ljós og því var bæði sigur og titill Bayern kvenna í höfn. Þýski boltinn Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira
Með þessum sigri náði Bayern sjö stiga forskoti á Wolfsburg þegar það eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur því tryggt sér titilinn. Lið Bayern og Wolfsburg mætast síðan í bikarúrslitaleiknum á fimmtudaginn og þar getur Bayern því unnið tvöfalt. Glódís Perla lék allan leikinn í vörn Bayern en hún sem fyrirliði liðsins tók á móti bikarnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í hóp hjá Bayern og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í liði Leverkusen en hún er þar á láni frá Bayern. Karólína Lea spilaði fyrstu 78 mínúturnar í leiknum. Enska landsliðskonan Georgia Stanway kom Bayern í 1-0 á 18. mínútu með marki af stuttu færi eftir harðfylgni og undirbúning Jovönu Damnjanovic. Stuttu síðar gerði Glódís mistök þegar hún missti frá sér boltann og varð í framhaldinu að taka á sig gult spjald. Sjaldséð mistök hjá okkar konu. Staðan var síðan orðin 2-0 á 27. mínútu eftir mark frá Lindu Dallmann. Markið kom eftir hornspyrnu. Nikola Karczewska minnkaði muninn fyrir Leverkusen á 63. mínútu með umdeildu marki. Aðstoðardómarinn dæmdi þá að boltinn hefði farið yfir línuna en það var erfitt að sjá það á á sjónvarpsmyndunum hvort það var rétt hjá henni eða ekki. Það er hins vegar engin marklínutækni í þýska kvennaboltanum og því var ákvörðuninni ekki breytt. Við þetta mark kom aftur spenna í leikinn. Það litu aftur á móti ekki fleiri mörk dagsins ljós og því var bæði sigur og titill Bayern kvenna í höfn.
Þýski boltinn Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira