„Þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 21:59 Benedikt ræðir við dómara í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson sagði mikið af mistökum hafa einkennt leik Njarðvíkur og Vals í dag. Hann sagði aðra leikmenn eiga að geta tekið við keflinu ef Chaz Williams á ekki sinn besta dag. „Það eru alltaf vonbrigði. Við vissum að við værum ekkert að fara að labba yfir Valsarana aftur. Þetta er ekki bara frábært lið og efstir í vetur heldur frábært lið undanfarin ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap hans manna gegn Val í kvöld. „Við vissum að þeir væru að fara að mæta hérna dýrvitlausir. Þetta var jafn leikur og ég held að liðin hafi skipt tuttugu sinnum á forystunni fram og til baka. Það var mikið af mistökum og alls konar hlutir sem voru ekki góðir hjá báðum liðum. Síðan voru þeir sterkari í restina,“ en eins og Benedikt nefnir var leikurinn jafn allan tímann en í fjórða leikhluta náði Valur forystu sem þeir héldu til loka. „Þar kemur þetta „know how“ sem þeir hafa, margfaldir Íslandsmeistarar og allt þetta. Við vissum að við værum ekki að fara að eiga þægilegan leik. Ég er ekki ánægður með hvernig mínir menn bregðast við mótlætinu, það er eitthvað sem ég er að fara að ræða inni í klefa.“ „Sumir boltarnir gjörsamlega galnir“ Varnarlega skelltu Valsmenn í lás í leiknum í dag. „Bæði lið voru að tapa eitthvað um tuttugu boltum og sumir af boltunum hjá okkur voru gjörsamlega galnir. Einhverjar sendingar sem hefur ekkert með vörnina þeirra að gera alltaf, auðvitað voru þeir að spila hörkuvörn. Ég vil sjá meiri samstöðu og jákvæðari orku hjá okkur.“ „Í þriðja leikhluta erum við í fínum gír en svo er frost í öðrum og fjórða sem við þurfum að greina og fara yfir. Í einhverjum tilfellum vorum við ekki að hitta og skotin ekki að fara niður. Í öðrum tilfellum vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir og stundum að stoppa of lengi með boltann. Allskonar sem við þurfum að fara yfir.“ „Þeir settu Taiwo á hann sem spilaði frábæra vörn á hann. Það á bara einhver annar að geta tekið við keflinu. Auðvitað væri maður til í meira en fjögur stig og 1/10 í skotum en við erum með það góða leikmenn að það á einhver að geta tekið við keflinu. Dwayne var okkar langbesti sóknarmaður í dag en við þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
„Það eru alltaf vonbrigði. Við vissum að við værum ekkert að fara að labba yfir Valsarana aftur. Þetta er ekki bara frábært lið og efstir í vetur heldur frábært lið undanfarin ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap hans manna gegn Val í kvöld. „Við vissum að þeir væru að fara að mæta hérna dýrvitlausir. Þetta var jafn leikur og ég held að liðin hafi skipt tuttugu sinnum á forystunni fram og til baka. Það var mikið af mistökum og alls konar hlutir sem voru ekki góðir hjá báðum liðum. Síðan voru þeir sterkari í restina,“ en eins og Benedikt nefnir var leikurinn jafn allan tímann en í fjórða leikhluta náði Valur forystu sem þeir héldu til loka. „Þar kemur þetta „know how“ sem þeir hafa, margfaldir Íslandsmeistarar og allt þetta. Við vissum að við værum ekki að fara að eiga þægilegan leik. Ég er ekki ánægður með hvernig mínir menn bregðast við mótlætinu, það er eitthvað sem ég er að fara að ræða inni í klefa.“ „Sumir boltarnir gjörsamlega galnir“ Varnarlega skelltu Valsmenn í lás í leiknum í dag. „Bæði lið voru að tapa eitthvað um tuttugu boltum og sumir af boltunum hjá okkur voru gjörsamlega galnir. Einhverjar sendingar sem hefur ekkert með vörnina þeirra að gera alltaf, auðvitað voru þeir að spila hörkuvörn. Ég vil sjá meiri samstöðu og jákvæðari orku hjá okkur.“ „Í þriðja leikhluta erum við í fínum gír en svo er frost í öðrum og fjórða sem við þurfum að greina og fara yfir. Í einhverjum tilfellum vorum við ekki að hitta og skotin ekki að fara niður. Í öðrum tilfellum vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir og stundum að stoppa of lengi með boltann. Allskonar sem við þurfum að fara yfir.“ „Þeir settu Taiwo á hann sem spilaði frábæra vörn á hann. Það á bara einhver annar að geta tekið við keflinu. Auðvitað væri maður til í meira en fjögur stig og 1/10 í skotum en við erum með það góða leikmenn að það á einhver að geta tekið við keflinu. Dwayne var okkar langbesti sóknarmaður í dag en við þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn.“
Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira