Óvænt úrslit í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 21:28 Afturelding gerði jafntefli við Gróttu í kvöld. Vísir Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar byrja deildina vel en hitt Suðurnesjaliðið tapaði nokkuð óvænt á heimavelli. Njarðvík var í heimsókn hjá Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Njarðvíkingar voru í basli í fyrrasumar en eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við liðinu fór að ganga betur og Njarðvík tókst að bjarga sæti sínu í Lengjudeildinni. Gestirnir af Suðurnesjum komust í 2-0 í leiknum í kvöld eftir mörk frá Birni Aroni Björnssyni og Dominik Radic. Staðan var þannig í hálfleik en eftir mark Róberts Quental Árnasyni á 84. mínútu komu Leiknismenn sér inn í leikinn. Þeim tókst þó ekki að jafna og Njarðvík fagnaði 2-1 sigri. Í Mosfellsbæ mættust Afturelding og Grótta en Mosfellingar fóru alla leið í úrslitaleik umspilsins í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Vestra. Þeir komust yfir strax á 4. mínútu í dag eftir sjálfsmark miðvarðarins reynda Arons Bjarka Jósepssonar en Damian Timan jafnaði metin í 1-1 í síðari hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir það og lokatölur 1-1. Góð ferð nýliðanna til Keflavíkur Í Keflavík voru ÍR-ingar í heimsókn en hvorugt liðið lék í Lengjudeild á síðasta tímabili. Keflavík féll úr Bestu deildinni en ÍR kom upp úr 2. deild. Öll þrjú mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik í dag. ÍR komst í 1-0 á 24. mínútu með marki Braga Karls Bjarkasonar úr víti. Valur Þór Hákonarson jafnaði tveimur mínútum síðar en Stefán Þór Pálsson skoraði annað mark ÍR á lokamínútu fyrri hálfleiks. Lokatölur í Keflavík 2-1 fyrir gestina sem vinna þar með frábæran útisigur í fyrstu umferðinni. Í Laugardal kom Rafael Victor gestunum í Þór í 1-0 forystu á 29. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Það stefndi allt í 1-0 sigur gestanna en í uppbótartíma jafnaði Jorgen Pettersen metin fyrir Þrótt. Þórsarar áttu sláarskot og fengu dauðafæri eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að tryggja sér sigur. Lokatölur 1-1. Lengjudeild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira
Njarðvík var í heimsókn hjá Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Njarðvíkingar voru í basli í fyrrasumar en eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við liðinu fór að ganga betur og Njarðvík tókst að bjarga sæti sínu í Lengjudeildinni. Gestirnir af Suðurnesjum komust í 2-0 í leiknum í kvöld eftir mörk frá Birni Aroni Björnssyni og Dominik Radic. Staðan var þannig í hálfleik en eftir mark Róberts Quental Árnasyni á 84. mínútu komu Leiknismenn sér inn í leikinn. Þeim tókst þó ekki að jafna og Njarðvík fagnaði 2-1 sigri. Í Mosfellsbæ mættust Afturelding og Grótta en Mosfellingar fóru alla leið í úrslitaleik umspilsins í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Vestra. Þeir komust yfir strax á 4. mínútu í dag eftir sjálfsmark miðvarðarins reynda Arons Bjarka Jósepssonar en Damian Timan jafnaði metin í 1-1 í síðari hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir það og lokatölur 1-1. Góð ferð nýliðanna til Keflavíkur Í Keflavík voru ÍR-ingar í heimsókn en hvorugt liðið lék í Lengjudeild á síðasta tímabili. Keflavík féll úr Bestu deildinni en ÍR kom upp úr 2. deild. Öll þrjú mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik í dag. ÍR komst í 1-0 á 24. mínútu með marki Braga Karls Bjarkasonar úr víti. Valur Þór Hákonarson jafnaði tveimur mínútum síðar en Stefán Þór Pálsson skoraði annað mark ÍR á lokamínútu fyrri hálfleiks. Lokatölur í Keflavík 2-1 fyrir gestina sem vinna þar með frábæran útisigur í fyrstu umferðinni. Í Laugardal kom Rafael Victor gestunum í Þór í 1-0 forystu á 29. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Það stefndi allt í 1-0 sigur gestanna en í uppbótartíma jafnaði Jorgen Pettersen metin fyrir Þrótt. Þórsarar áttu sláarskot og fengu dauðafæri eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að tryggja sér sigur. Lokatölur 1-1.
Lengjudeild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira