„Við vorum bara ekki á svæðinu“ Hinrik Wöhler skrifar 2. maí 2024 22:03 Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur sannarlega átt betri daga á hliðarlínunni. „Við náðum einhvern veginn ekki að hlaupa með þeim í fyrri hálfleik og hvert einasta klikk endar með marki í bakið og ég var búinn að telja einhver níu hraðaupphlaup. Man nú ekki alveg á hvaða mínútu það var, hvort að þeir voru komnir með ellefu mörk í heildina og þar af níu upphlaup. Við komum okkur ekki til baka og tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Náum ekki að skila okkur til baka og hlaupa með þeim,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Hugmyndasnauður sóknarleikur og andlaus varnarleikur Fyrsti leikur liðanna var sveiflukenndur og þrátt fyrir að lenda nokkrum mörkum undir þá komu Mosfellingar til baka og höfðu betur á endanum. Raunin var önnur í leiknum í kvöld. „Við brotnuðum, það er erfiðasta við þetta. Við vorum komnir fimm eða sex mörkum undir, í stað þess að koma okkur inn í leikinn þá missum við þetta og brotnum í mótlætinu. Náum ekki að snúa okkur út úr þessu. Seinni hálfleikur var bara formsatriði að klára þar sem þetta var búið. Það er bara 1-1 í einvíginu, áfram gakk og næsti leikur og sem betur fer er hann á sunnudaginn. Við fáum núna tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir og svörum fyrir þetta á sunnudaginn,“ bætti Gunnar við. Sóknarleikur Aftureldingar var hugmyndasnauður og sömuleiðis var varnarleikurinn afar andlaus. Gunnar skrifar þetta stóra tap algjörlega á hugarfarið og einbeitingu. „Í dag var þetta hausinn á mönnum ekki taktík. Við hlupum miklu betur síðast og ég veit ekki hvers vegna við náum því ekki núna. Það er bara einbeitingin og hugarfarið sem klikkar í dag.“ „Sama hvar það er á litið þá gekk ekkert upp og kannski öfugt við þá. Við vorum bara ekki á svæðinu, því miður. Náðum okkur engan veginn á strik og þá lítur þetta illa út.“ Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Mosfellsbæ og verður það þriðji leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. „Sem betur fer er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að svara fyrir þetta. Við höldum áfram og einvígið er rétt að byrja. Við mætum galvaskir í næsta leik og svörum fyrir þetta,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur sannarlega átt betri daga á hliðarlínunni. „Við náðum einhvern veginn ekki að hlaupa með þeim í fyrri hálfleik og hvert einasta klikk endar með marki í bakið og ég var búinn að telja einhver níu hraðaupphlaup. Man nú ekki alveg á hvaða mínútu það var, hvort að þeir voru komnir með ellefu mörk í heildina og þar af níu upphlaup. Við komum okkur ekki til baka og tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Náum ekki að skila okkur til baka og hlaupa með þeim,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Hugmyndasnauður sóknarleikur og andlaus varnarleikur Fyrsti leikur liðanna var sveiflukenndur og þrátt fyrir að lenda nokkrum mörkum undir þá komu Mosfellingar til baka og höfðu betur á endanum. Raunin var önnur í leiknum í kvöld. „Við brotnuðum, það er erfiðasta við þetta. Við vorum komnir fimm eða sex mörkum undir, í stað þess að koma okkur inn í leikinn þá missum við þetta og brotnum í mótlætinu. Náum ekki að snúa okkur út úr þessu. Seinni hálfleikur var bara formsatriði að klára þar sem þetta var búið. Það er bara 1-1 í einvíginu, áfram gakk og næsti leikur og sem betur fer er hann á sunnudaginn. Við fáum núna tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir og svörum fyrir þetta á sunnudaginn,“ bætti Gunnar við. Sóknarleikur Aftureldingar var hugmyndasnauður og sömuleiðis var varnarleikurinn afar andlaus. Gunnar skrifar þetta stóra tap algjörlega á hugarfarið og einbeitingu. „Í dag var þetta hausinn á mönnum ekki taktík. Við hlupum miklu betur síðast og ég veit ekki hvers vegna við náum því ekki núna. Það er bara einbeitingin og hugarfarið sem klikkar í dag.“ „Sama hvar það er á litið þá gekk ekkert upp og kannski öfugt við þá. Við vorum bara ekki á svæðinu, því miður. Náðum okkur engan veginn á strik og þá lítur þetta illa út.“ Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Mosfellsbæ og verður það þriðji leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. „Sem betur fer er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að svara fyrir þetta. Við höldum áfram og einvígið er rétt að byrja. Við mætum galvaskir í næsta leik og svörum fyrir þetta,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira