„Við áttum slæman dag og þær góðan dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2024 21:12 John Andrews þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel John Andrews þjálfari Víkinga var svekktur með niðurstöðuna þegar Víkingur tapaði 7-2 gegn Val í Bestu deild kvenna í dag. Hann sagði svona lagað stundum gerast og var ánægður með karakter sinna kvenna. „Karakter, andinn og allt það var ekki vandamál. Stelpurnar mínar gerðu sitt besta en hlutirnir fóru ekki eins og við hefðum kosið. Við fengum á okkur víti skömmu fyrir hálfleik og svo þurfti Katla að fara af velli. Það fór illa með okkur,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi strax eftir leik. Hann á þar við Kötlu Sveinbjörnsdóttur markvörð sinn sem fór meidd af velli í síðari hálfleik. „Þú sást að stelpurnar á bekknum, þær sem fóru ekki inná og þær sem höfðu komið útaf þær voru að öskra á og hvetja stelpurnar inni á vellinum allt þar til í lokin. Það er einstakur andi í þessu félagi að því leyti. Þetta var slæmur dagur í dag og vond úrslit en við höldum áfram,“ bætti John við. Katla Sveinbjörnsdóttirer markvörður Víkinga.Vísir/Pawel Hann sagði að vítaspyrnan sem Víkingur fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks hafa breytt ýmsu. „Þetta var líklega víti en ég hef ekki séð endursýninguna, dómarinn hafði líklega rétt fyrir sér og við bjuggumst við að Katla myndi verja. Við náðum ekki að pressa þær í fyrri hálfleiks eins og við erum vanar að gera en við náðum því aðeins betur í þeim seinni. Mörkin komu mörg úr föstum leikatriðum og það er ólíkt okkur.“ „Við gerðum okkar besta. Þetta er ekki spurning um að þær séu miklu, miklu betri. Þær voru klínískar og nýttu færin sín mjög vel. Við þurfum að þurrka þetta úr minninnu. Stundum áttu slæma daga og það sem skiptir máli er hvernig þú bregst við í næsta leik.“ Víkingar fagna öðru marka sinna í dag.Vísir/Pawel Amanda Andradóttir fór illa með Víkinga í kvöld. Hún lagði upp fjögur mörk fyrir Val og skoraði eitt sjálf. „Hún er góður leikmaður og þær eru með fleiri góða leikmenn. Við berum virðingu fyrir þeim og fyrir Pétri sem þjálfara. Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks. Stuðningsmenn okkar héldu áfram að styðja okkur fram á síðustu mínútu, öskra á stelpurnar og hvetja þær áfram. Við áttum slæman dag og þær góðan dag. Við samþykkjum það ekki bara si svona en stundum gerist þetta.“ Þegar Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þurfti útileikmaðurinn Emma Steinsen Jónsdóttir að fara í markið í hennar stað þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. „Við erum með tvo en þær eru bara ekki hér í augnablikinu. Ein þurfti að fara í morgun og við þurfum að heyra í henni. Birta Guðlaugsdóttir kemur frá Bandaríkjunum fljótlega og styrkir okkur í þessari stöðu. Ég býst við að Katla verði í lagi, hún er hörð.“ Emma Steinsen Jónsdóttir fór í mark Vals þegar Katla meiddist.Vísir/Pawel „Tara Jónsdóttir fór tvisvar í markið fyrir okkur þegar ég kom hingað fyrst árið 2020 og stóð sig frábærlega. Ég ætlaði að segja við hana að fara í markið en hún stóð sig vel á miðjunni. Emma stóð sig vel, hún er frábær og hugrökk og þetta var erfið staða fyrir hana. Að fara í markið gegn Íslandsmeisturunum úr hægri bakverðinum. Hrós til hennar og það var lítið sem hún gat gert í þessu mörkum,“ sagði John Andrews að lokum. Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
„Karakter, andinn og allt það var ekki vandamál. Stelpurnar mínar gerðu sitt besta en hlutirnir fóru ekki eins og við hefðum kosið. Við fengum á okkur víti skömmu fyrir hálfleik og svo þurfti Katla að fara af velli. Það fór illa með okkur,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi strax eftir leik. Hann á þar við Kötlu Sveinbjörnsdóttur markvörð sinn sem fór meidd af velli í síðari hálfleik. „Þú sást að stelpurnar á bekknum, þær sem fóru ekki inná og þær sem höfðu komið útaf þær voru að öskra á og hvetja stelpurnar inni á vellinum allt þar til í lokin. Það er einstakur andi í þessu félagi að því leyti. Þetta var slæmur dagur í dag og vond úrslit en við höldum áfram,“ bætti John við. Katla Sveinbjörnsdóttirer markvörður Víkinga.Vísir/Pawel Hann sagði að vítaspyrnan sem Víkingur fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks hafa breytt ýmsu. „Þetta var líklega víti en ég hef ekki séð endursýninguna, dómarinn hafði líklega rétt fyrir sér og við bjuggumst við að Katla myndi verja. Við náðum ekki að pressa þær í fyrri hálfleiks eins og við erum vanar að gera en við náðum því aðeins betur í þeim seinni. Mörkin komu mörg úr föstum leikatriðum og það er ólíkt okkur.“ „Við gerðum okkar besta. Þetta er ekki spurning um að þær séu miklu, miklu betri. Þær voru klínískar og nýttu færin sín mjög vel. Við þurfum að þurrka þetta úr minninnu. Stundum áttu slæma daga og það sem skiptir máli er hvernig þú bregst við í næsta leik.“ Víkingar fagna öðru marka sinna í dag.Vísir/Pawel Amanda Andradóttir fór illa með Víkinga í kvöld. Hún lagði upp fjögur mörk fyrir Val og skoraði eitt sjálf. „Hún er góður leikmaður og þær eru með fleiri góða leikmenn. Við berum virðingu fyrir þeim og fyrir Pétri sem þjálfara. Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks. Stuðningsmenn okkar héldu áfram að styðja okkur fram á síðustu mínútu, öskra á stelpurnar og hvetja þær áfram. Við áttum slæman dag og þær góðan dag. Við samþykkjum það ekki bara si svona en stundum gerist þetta.“ Þegar Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þurfti útileikmaðurinn Emma Steinsen Jónsdóttir að fara í markið í hennar stað þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. „Við erum með tvo en þær eru bara ekki hér í augnablikinu. Ein þurfti að fara í morgun og við þurfum að heyra í henni. Birta Guðlaugsdóttir kemur frá Bandaríkjunum fljótlega og styrkir okkur í þessari stöðu. Ég býst við að Katla verði í lagi, hún er hörð.“ Emma Steinsen Jónsdóttir fór í mark Vals þegar Katla meiddist.Vísir/Pawel „Tara Jónsdóttir fór tvisvar í markið fyrir okkur þegar ég kom hingað fyrst árið 2020 og stóð sig frábærlega. Ég ætlaði að segja við hana að fara í markið en hún stóð sig vel á miðjunni. Emma stóð sig vel, hún er frábær og hugrökk og þetta var erfið staða fyrir hana. Að fara í markið gegn Íslandsmeisturunum úr hægri bakverðinum. Hrós til hennar og það var lítið sem hún gat gert í þessu mörkum,“ sagði John Andrews að lokum.
Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira