Framboð Viktors Traustasonar er gilt Jón Þór Stefánsson skrifar 2. maí 2024 17:05 Viktor Traustason verður á kjörseðlinum í sumar. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason verður í framboði til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landskjörstjórn. Þar kemur fram að kjörstjórn hafi komið saman klukkan fjögur í dag á fjarfundi og úrskurðaði um gildi framboðs hans. „Eftir að úrskurðarnefnd kosningamála úrskurðaði að Viktori Traustasyni bæri að fá frest til að bæta úr ágöllum á meðmælalistum sínum veitti landskjörstjórn honum 23 tíma frest til þess að bæta úr þeim og rann sá frestur út klukkan 15 í dag,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Landskjörstjórn hafi á ný kannað þau meðmæli sem fylgdu framboði Viktors ásamt þeim lagfæringum sem gerðar voru á þeim auk þeirra meðmæla sem síðar bættust við eftir að meðmælasöfnun var opnuð að nýju á vefnum Ísland.is. „Eftir þá yfirferð hefur landskjörstjórn úrskurðað framboð Viktors Traustasonar til kjörs forseta Íslands gilt.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn. Í kjöri til forsetaembættisins eru: Arnar Þór Jónsson, Hegranesi 31, Garðabæ, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Trönuhjalla 17, Kópavogi, Ástþór Magnússon Wium, Bretlandi, dvalarstaður Vogaseli 1, Reykjavík, Baldur Þórhallsson, Starhaga 5, Reykjavík, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Hraunbæ 82, Reykjavík, Halla Hrund Logadóttir, Snælandi 4, Reykjavík, Halla Tómasdóttir, Klapparstíg 17, Reykjavík, Helga Þórisdóttir, Grundarlandi 22, Reykjavík, Jón Gnarr, Marargötu 4, Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir, Dunhaga 17, Reykjavík, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Suðurgötu 4, Reykjavík, Viktor Traustason, Markarflöt 2, Garðabæ. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Eftir að úrskurðarnefnd kosningamála úrskurðaði að Viktori Traustasyni bæri að fá frest til að bæta úr ágöllum á meðmælalistum sínum veitti landskjörstjórn honum 23 tíma frest til þess að bæta úr þeim og rann sá frestur út klukkan 15 í dag,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Landskjörstjórn hafi á ný kannað þau meðmæli sem fylgdu framboði Viktors ásamt þeim lagfæringum sem gerðar voru á þeim auk þeirra meðmæla sem síðar bættust við eftir að meðmælasöfnun var opnuð að nýju á vefnum Ísland.is. „Eftir þá yfirferð hefur landskjörstjórn úrskurðað framboð Viktors Traustasonar til kjörs forseta Íslands gilt.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn. Í kjöri til forsetaembættisins eru: Arnar Þór Jónsson, Hegranesi 31, Garðabæ, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Trönuhjalla 17, Kópavogi, Ástþór Magnússon Wium, Bretlandi, dvalarstaður Vogaseli 1, Reykjavík, Baldur Þórhallsson, Starhaga 5, Reykjavík, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Hraunbæ 82, Reykjavík, Halla Hrund Logadóttir, Snælandi 4, Reykjavík, Halla Tómasdóttir, Klapparstíg 17, Reykjavík, Helga Þórisdóttir, Grundarlandi 22, Reykjavík, Jón Gnarr, Marargötu 4, Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir, Dunhaga 17, Reykjavík, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Suðurgötu 4, Reykjavík, Viktor Traustason, Markarflöt 2, Garðabæ.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira