Biðlistinn á Stígamótum styttist í fyrsta sinn í þrjú ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 13:21 Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir karlmönnum, sem leita til Stígamóta, fjölga þegar mikil umræða er um brot gegn drengjum í samfélaginu. Vísir/Ragnar Rúmlega ellefu þúsund hafa leitað til Stígamóta frá upphafi starfsemi þeirra fyrir 34 árum. Körlum sem leituðu til Stígamóta fjölgaði milli ára en biðlisti eftir fyrsta viðtali styttist í fyrsta sinn í þrjú ár. Talskona Stígamóta segir mikið ánægjuefni. Í nýrri ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2023 er kastljósinu beint að ofbeldismönnum þeirra sem leita til samtakanna. Frá upphafi hefur 11.101 leitað sér aðstoðar hjá Stígamótum vegna kynferðisofbeldis eða kynbundins ofbeldis en ofbeldismennirnir teljast vera 15.673, fleiri en þeir sem leitað hafa aðstoðar. „Auðvitað eru einhverjir oftaldir en þetta segir okkur það að það eru fleiri gerendur en þolendur, það er að segja að þolendur verða hugsanlega fyrir ofbeldi af hendi fleiri en eins geranda,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Í skýrslunni eru einkenni ofbeldismanna dregin fram. „Það er líklegast að þetta séu íslenskir karlmenn, það er líklegast að verknaðurinn sé framinn inni á heimili ofbeldismannanna, að þeir hafi ekki beitt hótunum eða þvingunum heldur er líklegra að þeir hafi groomað, eða byggt upp tilfinningaleg tengsl í aðdraganda brotanna. Það er líklegast að ofbeldismennirnir séu á aldrinum 18-39 ára og flestir brotaþolar sem koma hingað verða fyrir ofbeldi áður en þau verða átján ára.“ Fram kemur í skýrslunni að körlum, sem sóttu til Stígamóta hafi fjölgað milli ára, úr 7 prósentum í 11,4. „Það er alltaf rosalega sveiflukennt ár frá ári hversu margir karlmenn leita í hlutfalli við konur. Þetta hefur verið á bilinu 7-14 prósent síðustu áratugi. Við sjáum það að ef það er mikil umræða um brot gegn sérstaklega drengjum í samfélaginu, eins og var á síðasta ári, þá skilar það sér í fleiri karlmönnum hingað í ráðgjöf.“ Á síðasta ári komu alls 835 í viðtöl, þar af 376 í fyrsta sinn. „Biðlistinn styttist milli ára og við höfum verið í stöðugri baráttu við þennan biðlista síðustu þrjú, fjögur árin. Því miður er hann ennþá en hann hefur styst milli ára og það er bara fyrir tilstuðlan almennings, sem hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að við getum ráðið inn fleira fólk og stytt biðlistann,“ segir Drífa. „Það er mjög ánægjulegt að biðlistinn sé að styttast. Það þýðir einfaldlega að fólk sem er að koma hingað í fyrsta sinn þarf að bíða skemur eftir fyrsta viðtali. Við förum hins vegar mjög varlega í einhverjar yfirlýsingar um að ofbeldi sé að minnka. Líklegri skýring er að það kemur kúfur eftir MeToo-bylgjuna og í Covid. Við höfum verið að vinna niður þennan kúf á síðustu árum.“ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar. 4. mars 2024 06:45 Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. 21. febrúar 2024 13:00 „Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 7. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Í nýrri ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2023 er kastljósinu beint að ofbeldismönnum þeirra sem leita til samtakanna. Frá upphafi hefur 11.101 leitað sér aðstoðar hjá Stígamótum vegna kynferðisofbeldis eða kynbundins ofbeldis en ofbeldismennirnir teljast vera 15.673, fleiri en þeir sem leitað hafa aðstoðar. „Auðvitað eru einhverjir oftaldir en þetta segir okkur það að það eru fleiri gerendur en þolendur, það er að segja að þolendur verða hugsanlega fyrir ofbeldi af hendi fleiri en eins geranda,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Í skýrslunni eru einkenni ofbeldismanna dregin fram. „Það er líklegast að þetta séu íslenskir karlmenn, það er líklegast að verknaðurinn sé framinn inni á heimili ofbeldismannanna, að þeir hafi ekki beitt hótunum eða þvingunum heldur er líklegra að þeir hafi groomað, eða byggt upp tilfinningaleg tengsl í aðdraganda brotanna. Það er líklegast að ofbeldismennirnir séu á aldrinum 18-39 ára og flestir brotaþolar sem koma hingað verða fyrir ofbeldi áður en þau verða átján ára.“ Fram kemur í skýrslunni að körlum, sem sóttu til Stígamóta hafi fjölgað milli ára, úr 7 prósentum í 11,4. „Það er alltaf rosalega sveiflukennt ár frá ári hversu margir karlmenn leita í hlutfalli við konur. Þetta hefur verið á bilinu 7-14 prósent síðustu áratugi. Við sjáum það að ef það er mikil umræða um brot gegn sérstaklega drengjum í samfélaginu, eins og var á síðasta ári, þá skilar það sér í fleiri karlmönnum hingað í ráðgjöf.“ Á síðasta ári komu alls 835 í viðtöl, þar af 376 í fyrsta sinn. „Biðlistinn styttist milli ára og við höfum verið í stöðugri baráttu við þennan biðlista síðustu þrjú, fjögur árin. Því miður er hann ennþá en hann hefur styst milli ára og það er bara fyrir tilstuðlan almennings, sem hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að við getum ráðið inn fleira fólk og stytt biðlistann,“ segir Drífa. „Það er mjög ánægjulegt að biðlistinn sé að styttast. Það þýðir einfaldlega að fólk sem er að koma hingað í fyrsta sinn þarf að bíða skemur eftir fyrsta viðtali. Við förum hins vegar mjög varlega í einhverjar yfirlýsingar um að ofbeldi sé að minnka. Líklegri skýring er að það kemur kúfur eftir MeToo-bylgjuna og í Covid. Við höfum verið að vinna niður þennan kúf á síðustu árum.“
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar. 4. mars 2024 06:45 Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. 21. febrúar 2024 13:00 „Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 7. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar. 4. mars 2024 06:45
Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. 21. febrúar 2024 13:00
„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 7. febrúar 2024 11:03