Vinnunetföng algeng leið fyrir hakkara til að brjótast inn í íslensk fyrirtæki Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 14:01 Björn Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri Aftra. Aðsend/Getty Vinnunetföng sem notuð eru í persónulegum erindagjörðum geta orðið hluti af alvarlegum öryggisbresti fyrir tölvukerfi vinnuveitandans. Mörg dæmi eru um að netföng starfsfólks birtist á mismunandi vefsíðum sem eru ótengd vinnuveitandanum, eins og X (Twitter), Einkamál, Strava, Bland.is og jafnvel á klámsíðum. Björn Orri Guðmundsson er framkvæmdastjóri Aftra, íslensks hugbúnaðs sem er sproti frá netöryggisfyrirtækinu Syndis. Hugbúnaðurinn kembir tölvukerfi og rafræn fótspor fyrirtækja á netinu til að koma auga á hugsanlega veikleika sem hakkarar kunna að notfæra sér. Að sögn Björns eru vinnunetföng sem nýtt eru í persónulegum erindagjörðum eitt algengasta hættumerkið sem kemur upp þegar Aftra gerir úttektir á íslenskum fyrirtækjum. „Þegar við notum vinnunetfangið okkar á þennan hátt skiljum við eftir okkur rafræn fótspor sem fjölgar mögulegum árasarflötum gagnvart vinnuveitandanum. Það sem eykur hættuna enn frekar er að við erum alltof gjörn á að endurnýta lykilorðið okkar. Þetta gæti orðið að alvarlegum öryggisbresti sem hakkarar gætu notfært sér.“ Björn nefnir sem dæmi að ef hakkara tekst að brjótast inn á síðu sem hefur takmarkað öryggi gæti hann komist yfir innskráningarupplýsingar eða lykilorð og nýtt þau gögn til þess að brjótast inn á fleiri staði, svo sem tölvukerfi vinnuveitanda. Þess vegna sé afar mikilvægt að nota ekki sama lykilorðið á mörgum stöðum. Þá segir Björn að það komi stjórnendum og starfsfólki oft í opna skjöldu þegar þeim er bent á að vinnunetföng séu notuð í persónulegum erindagjörðum. Fólk átti sig gjarnan ekki á hættunni og því sé nauðsynlegt að vekja athygli á henni. Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram. Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Björn Orri Guðmundsson er framkvæmdastjóri Aftra, íslensks hugbúnaðs sem er sproti frá netöryggisfyrirtækinu Syndis. Hugbúnaðurinn kembir tölvukerfi og rafræn fótspor fyrirtækja á netinu til að koma auga á hugsanlega veikleika sem hakkarar kunna að notfæra sér. Að sögn Björns eru vinnunetföng sem nýtt eru í persónulegum erindagjörðum eitt algengasta hættumerkið sem kemur upp þegar Aftra gerir úttektir á íslenskum fyrirtækjum. „Þegar við notum vinnunetfangið okkar á þennan hátt skiljum við eftir okkur rafræn fótspor sem fjölgar mögulegum árasarflötum gagnvart vinnuveitandanum. Það sem eykur hættuna enn frekar er að við erum alltof gjörn á að endurnýta lykilorðið okkar. Þetta gæti orðið að alvarlegum öryggisbresti sem hakkarar gætu notfært sér.“ Björn nefnir sem dæmi að ef hakkara tekst að brjótast inn á síðu sem hefur takmarkað öryggi gæti hann komist yfir innskráningarupplýsingar eða lykilorð og nýtt þau gögn til þess að brjótast inn á fleiri staði, svo sem tölvukerfi vinnuveitanda. Þess vegna sé afar mikilvægt að nota ekki sama lykilorðið á mörgum stöðum. Þá segir Björn að það komi stjórnendum og starfsfólki oft í opna skjöldu þegar þeim er bent á að vinnunetföng séu notuð í persónulegum erindagjörðum. Fólk átti sig gjarnan ekki á hættunni og því sé nauðsynlegt að vekja athygli á henni. Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram.
Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram.
Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00