Borðaði flugu á HM í snóker Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 11:31 Stephen Maguire var ef til vill bara orðinn svona svangur í gær, þegar hann greip flugu og setti upp í sig. Getty/Tai Chengzhe Afar furðulegt atvik átti sér stað á heimsmeistaramótinu í snóker í Sheffield á Englandi í gær, þegar Skotinn Stephen Maguire lagði sér flugu til munns. Maguire var að keppa við Dave Gilbert í átta manna úrslitum á þessu virtasta snókermóti heims, þegar fluga lenti á snókerborðinu. Ótrúlegt en satt þá ákvað Maguire að taka fluguna og setja hana upp í sig, eins og ekkert væri eðlilegra. pic.twitter.com/hoGsbdc6rH— 147mag (@147Magtr) May 1, 2024 „Ahh, þetta var nú bara fluga. Ég spýtti henni út þegar enginn var að horfa,“ á Maguire að hafa sagt við Phil Haigh, blaðamann Metro, sem spurði hann út í athæfið. Maguire varð að sætta sig við tap í leiknum, 13-8, eftir að hafa tapað átta af fyrstu níu römmunum. No... NO... he didn't! Did he?! 😲There's table service then there's this! 🥴That fly is going to regret landing on Stephen Maguire's table at the Snooker World Championship. #BBCSnooker pic.twitter.com/SBDGvTUPpx— BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2024 Maguire náði að minnka muninn í 10-5 en gerði þá mistök og var gagnrýndur fyrir að missa stjórn á sér í augnablik, þegar hann sló hendi í borðið. „Hann getur ekki leynt því hvað hann er pirraður, hve reiðin er mikil,“ sagði Phil Yates, lýsandi á Eurosport og bætti við: „Af hverju gerir hann þetta? Einn daginn á hann svo sannarlega eftir að sjá eftir því. Það er allt í lagi að sýna að maður sé svekktur en ekki með þessum hætti.“ Maguire var enn svekktari eftir tapið: „Það var engin leið til baka eftir þennan fyrsta kafla. Ég gaf frá mér leikinn. En það verður að segjast að hann spilaði betur en ég og átti þetta skilið. Ég gefst aldrei upp en þetta var einn og hálfur dagur sem ég vil gleyma,“ sagði Maguire. Í undanúrslitunum mætir Gilbert öðrum heimamanni, Kyren Wilson, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Jak Jones og Stuart Bingham sem slógu út Judd Trump og Ronnie O'Sullivan. Snóker Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sjá meira
Maguire var að keppa við Dave Gilbert í átta manna úrslitum á þessu virtasta snókermóti heims, þegar fluga lenti á snókerborðinu. Ótrúlegt en satt þá ákvað Maguire að taka fluguna og setja hana upp í sig, eins og ekkert væri eðlilegra. pic.twitter.com/hoGsbdc6rH— 147mag (@147Magtr) May 1, 2024 „Ahh, þetta var nú bara fluga. Ég spýtti henni út þegar enginn var að horfa,“ á Maguire að hafa sagt við Phil Haigh, blaðamann Metro, sem spurði hann út í athæfið. Maguire varð að sætta sig við tap í leiknum, 13-8, eftir að hafa tapað átta af fyrstu níu römmunum. No... NO... he didn't! Did he?! 😲There's table service then there's this! 🥴That fly is going to regret landing on Stephen Maguire's table at the Snooker World Championship. #BBCSnooker pic.twitter.com/SBDGvTUPpx— BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2024 Maguire náði að minnka muninn í 10-5 en gerði þá mistök og var gagnrýndur fyrir að missa stjórn á sér í augnablik, þegar hann sló hendi í borðið. „Hann getur ekki leynt því hvað hann er pirraður, hve reiðin er mikil,“ sagði Phil Yates, lýsandi á Eurosport og bætti við: „Af hverju gerir hann þetta? Einn daginn á hann svo sannarlega eftir að sjá eftir því. Það er allt í lagi að sýna að maður sé svekktur en ekki með þessum hætti.“ Maguire var enn svekktari eftir tapið: „Það var engin leið til baka eftir þennan fyrsta kafla. Ég gaf frá mér leikinn. En það verður að segjast að hann spilaði betur en ég og átti þetta skilið. Ég gefst aldrei upp en þetta var einn og hálfur dagur sem ég vil gleyma,“ sagði Maguire. Í undanúrslitunum mætir Gilbert öðrum heimamanni, Kyren Wilson, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Jak Jones og Stuart Bingham sem slógu út Judd Trump og Ronnie O'Sullivan.
Snóker Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sjá meira