„Kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. maí 2024 20:03 Aron þurfti á súrefni að halda eftir að hafa staðið í ströngu við að slökkva eldinn. Instagram Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá. Systkinin segja frá brunanum á Instagram síðunni Systkinasumó, þar sem þau hafa síðustu mánuði deilt myndum af byggingu bústaðarins. „Rosalegur dagur í dag í framkvæmdum. Þessi dagur átti að fara í að gera mjög mikið af vinnu,“ segir Birta. „En ég var að koma úr sjúkrabíl! Af því að ég þurfti súrefni,“ skýtur Aron inn í. Birta útskýrir að hún hafi haldið að bróðir sinn hefði kveikt í bústaðnum. „Ég hélt það fyrst,“ segir hún. Ætluðu að minnka eldhættuna „Þetta var insane. Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ segir Aron og útskýrir síðan tildrög sinubrunans. „Það sem gerðist er að ég og pabbi vorum að reyna að taka trén í kring um húsin, einmitt svo að það myndi ekki vera eldhætta í kringum húsin,“ segir Aron. Eldurinn kom nálægt sumarbústaðnum. Instagram Til þess hafi hann verið að nota vélsög. „Þegar ég er að skera neðst niðri á trénu kemur neisti og það er svo mikill mosi í kringum trén og svo mikið af rótum frá öllum þessum litlu trjám sem eru í þessum mosa,“ segir Aron og útskýrir að allt í einu hafi myndast blossi undir mosanum. „Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ segir Aron og smellir fingri. Á tímapunkti sé víða kviknaður eldur og Aron og faðir hans eru einir að reyna að slökkva hann. „Og enginn veit annar að það sé búinn að blossa upp einhver eldur einhvers staðar,“ segir Birta Líf. „Og svo bara panikka ég. Og ég hleyp inn og næ í restina af liðinu, og það veit enginn hvað er í gangi,“ bætir Aron við. Í kjölfarið sýna þau myndskeið af atvikinu, sem nálgast má í Instagram sögu Systkinasumó. Í einu myndskeiðinu virðast Aron og Gunnar bróðir hans lokaðir inn í stórum eldhring. „Við erum læstir inni. Það er ekkert. Fokking heitt, djöfulsins,“ segir Aron í því myndskeiði. Slökkvilið var kallað til og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Aron lagði sitt af mörkum til slökkvistarfsins.Instagram Á fjórða tímanum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Birta deildi myndskeiði á söguna þar sem hún sýnir brenndan gróðurinn í kringum sumarbústaðinn. „Sjáið, þetta er allt svart,“ segir hún og sýnir hve nálægt bæði bústað þeirra systkina og bústað föður þeirra eldurinn komst. „Þetta var bara á tæpasta fokking vaði.“ Loks hrósa þau Slökkviliði Borgarbyggðar fyrir vel unnin störf. „Algjörir fagmenn sem björguðu deginum!“ segir í Instagram sögunni. Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira
Systkinin segja frá brunanum á Instagram síðunni Systkinasumó, þar sem þau hafa síðustu mánuði deilt myndum af byggingu bústaðarins. „Rosalegur dagur í dag í framkvæmdum. Þessi dagur átti að fara í að gera mjög mikið af vinnu,“ segir Birta. „En ég var að koma úr sjúkrabíl! Af því að ég þurfti súrefni,“ skýtur Aron inn í. Birta útskýrir að hún hafi haldið að bróðir sinn hefði kveikt í bústaðnum. „Ég hélt það fyrst,“ segir hún. Ætluðu að minnka eldhættuna „Þetta var insane. Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ segir Aron og útskýrir síðan tildrög sinubrunans. „Það sem gerðist er að ég og pabbi vorum að reyna að taka trén í kring um húsin, einmitt svo að það myndi ekki vera eldhætta í kringum húsin,“ segir Aron. Eldurinn kom nálægt sumarbústaðnum. Instagram Til þess hafi hann verið að nota vélsög. „Þegar ég er að skera neðst niðri á trénu kemur neisti og það er svo mikill mosi í kringum trén og svo mikið af rótum frá öllum þessum litlu trjám sem eru í þessum mosa,“ segir Aron og útskýrir að allt í einu hafi myndast blossi undir mosanum. „Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ segir Aron og smellir fingri. Á tímapunkti sé víða kviknaður eldur og Aron og faðir hans eru einir að reyna að slökkva hann. „Og enginn veit annar að það sé búinn að blossa upp einhver eldur einhvers staðar,“ segir Birta Líf. „Og svo bara panikka ég. Og ég hleyp inn og næ í restina af liðinu, og það veit enginn hvað er í gangi,“ bætir Aron við. Í kjölfarið sýna þau myndskeið af atvikinu, sem nálgast má í Instagram sögu Systkinasumó. Í einu myndskeiðinu virðast Aron og Gunnar bróðir hans lokaðir inn í stórum eldhring. „Við erum læstir inni. Það er ekkert. Fokking heitt, djöfulsins,“ segir Aron í því myndskeiði. Slökkvilið var kallað til og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Aron lagði sitt af mörkum til slökkvistarfsins.Instagram Á fjórða tímanum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Birta deildi myndskeiði á söguna þar sem hún sýnir brenndan gróðurinn í kringum sumarbústaðinn. „Sjáið, þetta er allt svart,“ segir hún og sýnir hve nálægt bæði bústað þeirra systkina og bústað föður þeirra eldurinn komst. „Þetta var bara á tæpasta fokking vaði.“ Loks hrósa þau Slökkviliði Borgarbyggðar fyrir vel unnin störf. „Algjörir fagmenn sem björguðu deginum!“ segir í Instagram sögunni.
Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira