„Geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2024 17:45 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Vilhelm Stjarnan jafnaði einvígið gegn Keflavík eftir þriggja stiga sigur á heimavelli 85-82. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að hafa tekist að vinna stórlið Keflavíkur. „Við unnum þennan leik og gerðum mjög vel. Við vorum skynsamar sóknarlega og náðum í sterk fráköst og mér fannst varnarleikurinn betri en í síðasta leik. Það var ekki jafn oft sem við gerðum mistök. Þó við gerðum slatta af þeim. Mér fannst við spila mjög vel í dag og þetta var með því betra sem við höfum gert,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigurinn. Líkt og í síðasta leik var Stjarnan yfir í hálfleik en að þessu sinni vann liðið leikinn ólíkt síðasta leik þar sem Keflavík rúllaði yfir Stjörnuna í síðari hálfleik. „Það voru augnablik þar sem við vorum að byrja að missa þær fram úr okkur og þá fannst mér vera annar neisti í augunum á þeim. Þær hafa sennilega lært eitthvað en kannski bara spiluðum við betur og þær spiluðu ekki jafn vel og þær gerðu í síðasta leik.“ Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og Arnar var mjög ánægður með hvernig hans lið spilaði seinustu mínúturnar. „Það var ekkert annað í boði en að reyna. Við höfum reynt ansi oft á móti þessu liði og við erum búnar að tapa sex eða sjö leikjum á móti þeim með yfir 20 stigum frá því ég tók við. Loksins náðum við þessu og við höfum verið tvisvar yfir í hálfleik. Loksins hafðist það að taka einn og það er mikil gleði yfir því.“ En hvað segir Arnar við liðið sitt svo þær séu ekki ánægðar með að vinna bara einn leik í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá til að komast í úrslitin. „Við erum bara að reyna að bæta okkur. Við vitum alveg við hverjar við erum að keppa. Stelpurnar eru ungar en þær eru ekki það vitlausar að vita ekki að Keflavík er langbesta liðið á landinu.“ „Ég dáist af því fyrir hvað Keflavík stendur. Þær eiga ekki bara fimm landsliðskonur hérna heldur eiga þær líka stelpur í háskóla og landsliðskonu í Njarðvík. Þetta sem Keflavík er að gera kvenna megin á að vera fyrirmynd fyrir öll félög á Íslandi. Mér finnst geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira
„Við unnum þennan leik og gerðum mjög vel. Við vorum skynsamar sóknarlega og náðum í sterk fráköst og mér fannst varnarleikurinn betri en í síðasta leik. Það var ekki jafn oft sem við gerðum mistök. Þó við gerðum slatta af þeim. Mér fannst við spila mjög vel í dag og þetta var með því betra sem við höfum gert,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigurinn. Líkt og í síðasta leik var Stjarnan yfir í hálfleik en að þessu sinni vann liðið leikinn ólíkt síðasta leik þar sem Keflavík rúllaði yfir Stjörnuna í síðari hálfleik. „Það voru augnablik þar sem við vorum að byrja að missa þær fram úr okkur og þá fannst mér vera annar neisti í augunum á þeim. Þær hafa sennilega lært eitthvað en kannski bara spiluðum við betur og þær spiluðu ekki jafn vel og þær gerðu í síðasta leik.“ Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og Arnar var mjög ánægður með hvernig hans lið spilaði seinustu mínúturnar. „Það var ekkert annað í boði en að reyna. Við höfum reynt ansi oft á móti þessu liði og við erum búnar að tapa sex eða sjö leikjum á móti þeim með yfir 20 stigum frá því ég tók við. Loksins náðum við þessu og við höfum verið tvisvar yfir í hálfleik. Loksins hafðist það að taka einn og það er mikil gleði yfir því.“ En hvað segir Arnar við liðið sitt svo þær séu ekki ánægðar með að vinna bara einn leik í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá til að komast í úrslitin. „Við erum bara að reyna að bæta okkur. Við vitum alveg við hverjar við erum að keppa. Stelpurnar eru ungar en þær eru ekki það vitlausar að vita ekki að Keflavík er langbesta liðið á landinu.“ „Ég dáist af því fyrir hvað Keflavík stendur. Þær eiga ekki bara fimm landsliðskonur hérna heldur eiga þær líka stelpur í háskóla og landsliðskonu í Njarðvík. Þetta sem Keflavík er að gera kvenna megin á að vera fyrirmynd fyrir öll félög á Íslandi. Mér finnst geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira