„Aldrei verið eins stressuð í lífinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2024 17:20 Kolbrún fagnar á bekknum Vísir/Vilhelm Stjarnan vann ótrúlegan þriggja stiga sigur gegn Keflavík 85-82. Kolbrún María Ármannsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigurinn. „Við gáfumst aldrei upp og það var það sem vann leikinn. Við vorum sex stigum undir þegar lítið var eftir en við komum til baka og náðum að klára þetta,“ sagði Kolbrún María í viðtali eftir leik. Stjarnan var yfir meiri hluta leiksins og Kolbrún var afar ánægð með varnarleik liðsins sem hélt Keflavík í 82 stigum. „Mér fannst við spila ógeðslega góða vörn. Við spiluðum geðveika vörn og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum.“ Stjarnan var yfir í hálfleik líkt og í síðasta leik gegn Keflavík en að þessu sinni vann Stjarnan í stað þess að tapa seinni hálfleik með 38 stigum líkt og liðið gerði síðast. „Þetta var svoldið vont seinast þar sem við misstum þetta svakalega frá okkur og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur.“ Lokamínúturnar voru ótrúlegar sem endaði með að Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún gerðu síðustu fjögur stigin á vítalínunni. „Ég hef aldrei verið eins stressuð í lífinu og þegar Ísold var á vítalínunni en hún var ísköld og setti bæði vítin niður. Þá hugsaði ég jæja við getum þetta og skulum klára þetta.“ Þegar Stjarnan var tveimur stigum yfir og þrjár sekúndur voru eftir fór Kolbrún á vítalínuna en var það minna stressandi fyrir hana? „Nei ég ætlaði bara að negla þessu niður og ég gerði það en ég var alveg að deyja úr stressi. Við náðum að loka þessu.“ Eftir leik braust út mikill fögnuður þar sem Stjarnan jafnaði einvígið og Kolbrún var afar ánægð með að hafa náð að vinna Keflavík. „Við vorum ógeðslega glaðar þar sem við höfum aldrei unnið Keflavík áður. Það hefur verið markmið lengi að vinna þær og okkur tókst það sem var geggjað,“ sagði Kolbrún að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
„Við gáfumst aldrei upp og það var það sem vann leikinn. Við vorum sex stigum undir þegar lítið var eftir en við komum til baka og náðum að klára þetta,“ sagði Kolbrún María í viðtali eftir leik. Stjarnan var yfir meiri hluta leiksins og Kolbrún var afar ánægð með varnarleik liðsins sem hélt Keflavík í 82 stigum. „Mér fannst við spila ógeðslega góða vörn. Við spiluðum geðveika vörn og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum.“ Stjarnan var yfir í hálfleik líkt og í síðasta leik gegn Keflavík en að þessu sinni vann Stjarnan í stað þess að tapa seinni hálfleik með 38 stigum líkt og liðið gerði síðast. „Þetta var svoldið vont seinast þar sem við misstum þetta svakalega frá okkur og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur.“ Lokamínúturnar voru ótrúlegar sem endaði með að Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún gerðu síðustu fjögur stigin á vítalínunni. „Ég hef aldrei verið eins stressuð í lífinu og þegar Ísold var á vítalínunni en hún var ísköld og setti bæði vítin niður. Þá hugsaði ég jæja við getum þetta og skulum klára þetta.“ Þegar Stjarnan var tveimur stigum yfir og þrjár sekúndur voru eftir fór Kolbrún á vítalínuna en var það minna stressandi fyrir hana? „Nei ég ætlaði bara að negla þessu niður og ég gerði það en ég var alveg að deyja úr stressi. Við náðum að loka þessu.“ Eftir leik braust út mikill fögnuður þar sem Stjarnan jafnaði einvígið og Kolbrún var afar ánægð með að hafa náð að vinna Keflavík. „Við vorum ógeðslega glaðar þar sem við höfum aldrei unnið Keflavík áður. Það hefur verið markmið lengi að vinna þær og okkur tókst það sem var geggjað,“ sagði Kolbrún að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira