Gamla stjarnan þótti ekki henta nútímakröfum Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2024 18:28 Nýja stjarnan, til vinstri, hefur verið á bílum lögreglunnar frá 2018 en sú gamla, til hægri, verður áfram á einkennisbúningum lögregluþjóna. Vísir/Vilhelm Lögreglumerki sem umboðsmaður Alþingis óskaði skýringa á er ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í notkun frá árinu 2018. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir gamla merkið hafa reynst illa til stafrænnar útgáfu og því hafi það verið uppfært. Vísir fjallaði í morgun um erindi sem umboðsmaður Alþingis sendi ríkislögreglustjóra. Þar óskaði hann skýringa á nýju lögreglumerki sem sé hvergi að finna í reglugerðum og gerði athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir breytingar á merki lögreglu lengi hafa staðið til. Stjarnan sem um er rætt sé hins vegar ekki ný. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Þetta hefur verið til umræðu lengi, ásýnd lögreglu, litur og lögreglustjarna frá 1930 hafa verið til skoðunar í mörg ár og sömuleiðis vinnan við breytingar á hönnun stjörnunnar og litapallettu lögreglu,“ segir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Til að mynda voru nýjar merkingar á ökutækjunum okkar kynntar snemma árs 2018 og voru sérstakar reglur um breytingar undirritaðar sama ár af þáverandi ríkislögreglustjóra,“ segir hún. Þetta er sama stjarna og kemur fyrir þar? „Já, bílarnir eru merktir með þessum stjörnum og hafa verið það frá 2018,“ segir Helena Rós. Gamla stjarnan stóðst ekki nútímakröfur Hver er ástæðan fyrir breytingunum? „Gamla stjarnan hefur reynst illa til stafrænnar útgáfu og þess vegna þótti mikilvægt að einfalda hana svo hún stæðist nútímakröfur. Þessi hönnunarvinna staðið mjög lengi yfir enda að mörgu að huga í þessum efnum,“ segir Helena. „Við erum mjög meðvituð um þessar breytingar og höfum undanfarna mánuði verið að vinna í að breyta og uppfæra nauðsynlegar reglugerðir í takt við breytingarnar og förum alveg að ljúka þeirri vinnu,“ segir hún. Merkingar á einkennisbúningum óbreyttar „Þrátt fyrir að þessi nýja stjarna sé notuð til merkinga á ökutækjum lögreglu og til stafrænnar notkunar, eins og bent er á í bréfi umboðsmanns, er vert að nefna að merkingar á einkennisbúningum hafa haldist í óbreyttri mynd,“ segir Helena. „Merki sérsveitarinnar sem sýna vængina voru tekin upp 2007 og gráu merkin árið 2015 sem voru svo staðfest aftur árið 2019 með reglum sem ríkislögreglustjóra er heimilt að setja.“ „Að öðru leyti munum við fara yfir þessa fyrirspurn umboðsmanns Alþingis og svara þeim spurningum sem hann setur þar fram fyrir tilsettan tíma og munum um leið gera þau gögn opinber,“ segir Helena að lokum. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Vísir fjallaði í morgun um erindi sem umboðsmaður Alþingis sendi ríkislögreglustjóra. Þar óskaði hann skýringa á nýju lögreglumerki sem sé hvergi að finna í reglugerðum og gerði athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir breytingar á merki lögreglu lengi hafa staðið til. Stjarnan sem um er rætt sé hins vegar ekki ný. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Þetta hefur verið til umræðu lengi, ásýnd lögreglu, litur og lögreglustjarna frá 1930 hafa verið til skoðunar í mörg ár og sömuleiðis vinnan við breytingar á hönnun stjörnunnar og litapallettu lögreglu,“ segir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Til að mynda voru nýjar merkingar á ökutækjunum okkar kynntar snemma árs 2018 og voru sérstakar reglur um breytingar undirritaðar sama ár af þáverandi ríkislögreglustjóra,“ segir hún. Þetta er sama stjarna og kemur fyrir þar? „Já, bílarnir eru merktir með þessum stjörnum og hafa verið það frá 2018,“ segir Helena Rós. Gamla stjarnan stóðst ekki nútímakröfur Hver er ástæðan fyrir breytingunum? „Gamla stjarnan hefur reynst illa til stafrænnar útgáfu og þess vegna þótti mikilvægt að einfalda hana svo hún stæðist nútímakröfur. Þessi hönnunarvinna staðið mjög lengi yfir enda að mörgu að huga í þessum efnum,“ segir Helena. „Við erum mjög meðvituð um þessar breytingar og höfum undanfarna mánuði verið að vinna í að breyta og uppfæra nauðsynlegar reglugerðir í takt við breytingarnar og förum alveg að ljúka þeirri vinnu,“ segir hún. Merkingar á einkennisbúningum óbreyttar „Þrátt fyrir að þessi nýja stjarna sé notuð til merkinga á ökutækjum lögreglu og til stafrænnar notkunar, eins og bent er á í bréfi umboðsmanns, er vert að nefna að merkingar á einkennisbúningum hafa haldist í óbreyttri mynd,“ segir Helena. „Merki sérsveitarinnar sem sýna vængina voru tekin upp 2007 og gráu merkin árið 2015 sem voru svo staðfest aftur árið 2019 með reglum sem ríkislögreglustjóra er heimilt að setja.“ „Að öðru leyti munum við fara yfir þessa fyrirspurn umboðsmanns Alþingis og svara þeim spurningum sem hann setur þar fram fyrir tilsettan tíma og munum um leið gera þau gögn opinber,“ segir Helena að lokum.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira