Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 16:31 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins sést hér með Ásmundi Einarr Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, fylgist með í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð afreksíþrótta á Íslandi var greind og í skýrslunni voru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Unnu tillögurnar í góðu samráði Hugmyndir um eflingu afreksstarfs á Íslandi sem voru settar fram í dag í nýrri skýrslu eru byggðar á álitum fjölmargra álitsgjafa frá íþróttahreyfingunni, stjórnvöldum, skólakerfi, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Mikil áhersla var lögð á að vinna tillögurnar í góðu samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.Vísir/Vilhelm Vésteinn Hafsteinsson var formaður starfshópsins en umfangsmikið samráð og upplýsingaöflun meðal innlendra og erlendra álitsgjafa hefur átt sér stað í tengslum við vinnu hópsins. Lögð var áhersla á að nýta það besta frá erlendum fyrirmyndum og aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Stofna Afreksmiðstöð Íslands Mikilvægustu tillögur starfshópsins er að stofna Afreksmiðstöð Íslands, samræma betur afreksstefnu ÍSÍ og sérsambanda auk þess að skilgreina betur afrek. Þá þarf að auka stuðning sveitarfélaga vegna þátttöku í landsliðsverkefnum og ekki síst stofna sérstakan launasjóð afreksíþróttafólks og íþróttaþjálfara. Íþróttafólkið fengi þá launþegasamninga sem tryggir um leið vinnumarkaðstengd réttindi. Afreksmiðstöð Íslands geri einnig samninga við einkarekna starfsemi um heilbrigðisþjónustu fyrir afreksíþróttafólk, skjólstæðingar AMÍ fái ráðgjöf vegna skatta, lífeyrismála og trygginga og komið verði á betra fyrirkomulagi vegna tryggingamála íþróttahreyfingarinnar. Afrekssjóður verði hækkaður Þarna er líka farið yfir kostnaðarþátttökuna í afreksstarfinu. Auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar frá ríki og sveitarfélögum svo hægt sé að lágmarka kostnaðarþátttöku iðkenda í landsliðsstarfi. Það er því lagt til að afrekssjóður verði hækkaður því styðja þarf sérstaklega við næstu kynslóð afreksíþróttafólks. Auka þarf framlög til Ferðasjóðs íþróttafélaga til að koma til móts við aukinn ferðakostnað einstaklinga og félaga af landsbyggðinni. Tryggja þarf betri samninga vegna ferðalaga þátttakenda í afreksstarfi innanlands sem utan, æskilegt að fyrirkomulag Loftbrúar sé endurskoðað svo styðji betur við þátttöku í afreksstarfi. Aðgengi að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu verði tryggt fyrir þátttakendur í afreksstarfi gegn hóflegu gjaldi. Vilja draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum Það er líka mikilvægt að kanna afreksstarf á ólíkum skólastigum. Koma með tillögur um aðgerðir til að hlúa að efnilegu íþróttafólki og draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum. Efla þarf samvinnu og tengsl AMÍ við grunnskólastigið og þjálfun ungmenna í íþróttafélögunum auk foreldrafræðslu. ÍSÍ Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð afreksíþrótta á Íslandi var greind og í skýrslunni voru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Unnu tillögurnar í góðu samráði Hugmyndir um eflingu afreksstarfs á Íslandi sem voru settar fram í dag í nýrri skýrslu eru byggðar á álitum fjölmargra álitsgjafa frá íþróttahreyfingunni, stjórnvöldum, skólakerfi, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Mikil áhersla var lögð á að vinna tillögurnar í góðu samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.Vísir/Vilhelm Vésteinn Hafsteinsson var formaður starfshópsins en umfangsmikið samráð og upplýsingaöflun meðal innlendra og erlendra álitsgjafa hefur átt sér stað í tengslum við vinnu hópsins. Lögð var áhersla á að nýta það besta frá erlendum fyrirmyndum og aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Stofna Afreksmiðstöð Íslands Mikilvægustu tillögur starfshópsins er að stofna Afreksmiðstöð Íslands, samræma betur afreksstefnu ÍSÍ og sérsambanda auk þess að skilgreina betur afrek. Þá þarf að auka stuðning sveitarfélaga vegna þátttöku í landsliðsverkefnum og ekki síst stofna sérstakan launasjóð afreksíþróttafólks og íþróttaþjálfara. Íþróttafólkið fengi þá launþegasamninga sem tryggir um leið vinnumarkaðstengd réttindi. Afreksmiðstöð Íslands geri einnig samninga við einkarekna starfsemi um heilbrigðisþjónustu fyrir afreksíþróttafólk, skjólstæðingar AMÍ fái ráðgjöf vegna skatta, lífeyrismála og trygginga og komið verði á betra fyrirkomulagi vegna tryggingamála íþróttahreyfingarinnar. Afrekssjóður verði hækkaður Þarna er líka farið yfir kostnaðarþátttökuna í afreksstarfinu. Auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar frá ríki og sveitarfélögum svo hægt sé að lágmarka kostnaðarþátttöku iðkenda í landsliðsstarfi. Það er því lagt til að afrekssjóður verði hækkaður því styðja þarf sérstaklega við næstu kynslóð afreksíþróttafólks. Auka þarf framlög til Ferðasjóðs íþróttafélaga til að koma til móts við aukinn ferðakostnað einstaklinga og félaga af landsbyggðinni. Tryggja þarf betri samninga vegna ferðalaga þátttakenda í afreksstarfi innanlands sem utan, æskilegt að fyrirkomulag Loftbrúar sé endurskoðað svo styðji betur við þátttöku í afreksstarfi. Aðgengi að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu verði tryggt fyrir þátttakendur í afreksstarfi gegn hóflegu gjaldi. Vilja draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum Það er líka mikilvægt að kanna afreksstarf á ólíkum skólastigum. Koma með tillögur um aðgerðir til að hlúa að efnilegu íþróttafólki og draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum. Efla þarf samvinnu og tengsl AMÍ við grunnskólastigið og þjálfun ungmenna í íþróttafélögunum auk foreldrafræðslu.
ÍSÍ Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira