Dagsbirtan lyftir andanum Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir skrifa 30. apríl 2024 08:31 Í fornum fræðum er talað um að rýmið sé fíngerðasta efni náttúrunnar. Það kemur næst á eftir loftinu, sem kemur á eftir eldinum, þar á undan er vatnið og jörðin rekur lestina sem grófasta efnið. Í byggingalistinni birtist rýmið í krafti hinna frumþáttanna fjögurra, en samspil þeirra skapar andrúmsloft sem hver og einn skynjar með sínum hætti. Því má til sanns vegar færa að rýmið sé fíngerðast vegna þess að upplifun okkar af því er huglæg. Þegar híbýlaauðurinn er skoðaður má velta fyrir sér hvort og þá hvar fulltrúar jarðar, vatns, elds og lofts séu á heimilum, hvert sé mikilvægi þessara frumþátta náttúrunnar við athafnir daglegs lífs, hvernig þeir hafa áhrif á mótun rýma og hvernig andrúmsloft er skynjað með öllum skynfærum. Rifjaðu nú upp minningu um íbúðarrými sem hefur haft sterk áhrif á þig og skoðaðu hvað það er í rýmismótun sem olli þessum hughrifum. Hérna skaltu horfa fram hjá húsbúnaði, efnum og innréttingum og einblína á rýmið sjálft. Þú opnar útidyrahurðina, stígur yfir þröskuldinn og nemur andrúmsloftið. Þú tekur eftir hvað grípur augað, hvernig hljóðið berst, skynjar snertingu við efni og finnur lykt. Þú upplifir birtuna og það hvernig þessi staður fléttast saman við aðra staði íbúðarinnar. Þannig skoðar þú öll rými koll af kolli og hvað það er sem gefur hverju og einu sín sérkenni. Í framhaldinu veltir þú fyrir þér hvernig hver athöfn dagsins er römmuð inn. Þú sérð fyrir þér hvernig rýmið heldur utan um það að hvílast, lauga sig, matbúa, snæða og eiga samskipti. Arkitektúr fjallar um mótun rýma og aðferðir við rýmismótun eru fjölmargar. Heimili í sinni einföldustu mynd má líkja við hirðingjatjald þar sem gólfmottur á jörðinni skilgreina staði til að dvelja á. Þar er rýmið mótað af mottunni sem leggst ofan á slétta jörðina - í flóknari útfærslu getur rými verið mótað með hæðarmun gólfa. Eins og í hirðingjatjaldinu má vinna loftið með hliðstæðum hætti og skapa með því fjölbreytta staði innan heimilisins. Fjarlægð milli veggja og hlutföll móta svo sannarlega rými og gera útslagið varðandi virkni þess. Veggir geta skapað skýrt afmörkuð rými eða fléttað rýmum saman. Þeir veita skjól fyrir innsýn meðan gluggar móta tengsl heimilisins við umhverfi sitt og útsýni. Flæði dagsbirtunnar inn í híbýlin hefur áhrif á líðan íbúanna. Dvölin snýst um ljósið sem fylgir athöfnum daglegs lífs frá sólarupprás til sólseturs. Það hvernig birtan fellur inn í rými með beinum eða óbeinum hætti hefur áhrif á upplifun og andrúmsloft. Hún dregur fram mótun rýmisins, er síbreytileg og með blæbrigðum sínum lyftir hún andanum. Höfundar eru arkitektar og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í fornum fræðum er talað um að rýmið sé fíngerðasta efni náttúrunnar. Það kemur næst á eftir loftinu, sem kemur á eftir eldinum, þar á undan er vatnið og jörðin rekur lestina sem grófasta efnið. Í byggingalistinni birtist rýmið í krafti hinna frumþáttanna fjögurra, en samspil þeirra skapar andrúmsloft sem hver og einn skynjar með sínum hætti. Því má til sanns vegar færa að rýmið sé fíngerðast vegna þess að upplifun okkar af því er huglæg. Þegar híbýlaauðurinn er skoðaður má velta fyrir sér hvort og þá hvar fulltrúar jarðar, vatns, elds og lofts séu á heimilum, hvert sé mikilvægi þessara frumþátta náttúrunnar við athafnir daglegs lífs, hvernig þeir hafa áhrif á mótun rýma og hvernig andrúmsloft er skynjað með öllum skynfærum. Rifjaðu nú upp minningu um íbúðarrými sem hefur haft sterk áhrif á þig og skoðaðu hvað það er í rýmismótun sem olli þessum hughrifum. Hérna skaltu horfa fram hjá húsbúnaði, efnum og innréttingum og einblína á rýmið sjálft. Þú opnar útidyrahurðina, stígur yfir þröskuldinn og nemur andrúmsloftið. Þú tekur eftir hvað grípur augað, hvernig hljóðið berst, skynjar snertingu við efni og finnur lykt. Þú upplifir birtuna og það hvernig þessi staður fléttast saman við aðra staði íbúðarinnar. Þannig skoðar þú öll rými koll af kolli og hvað það er sem gefur hverju og einu sín sérkenni. Í framhaldinu veltir þú fyrir þér hvernig hver athöfn dagsins er römmuð inn. Þú sérð fyrir þér hvernig rýmið heldur utan um það að hvílast, lauga sig, matbúa, snæða og eiga samskipti. Arkitektúr fjallar um mótun rýma og aðferðir við rýmismótun eru fjölmargar. Heimili í sinni einföldustu mynd má líkja við hirðingjatjald þar sem gólfmottur á jörðinni skilgreina staði til að dvelja á. Þar er rýmið mótað af mottunni sem leggst ofan á slétta jörðina - í flóknari útfærslu getur rými verið mótað með hæðarmun gólfa. Eins og í hirðingjatjaldinu má vinna loftið með hliðstæðum hætti og skapa með því fjölbreytta staði innan heimilisins. Fjarlægð milli veggja og hlutföll móta svo sannarlega rými og gera útslagið varðandi virkni þess. Veggir geta skapað skýrt afmörkuð rými eða fléttað rýmum saman. Þeir veita skjól fyrir innsýn meðan gluggar móta tengsl heimilisins við umhverfi sitt og útsýni. Flæði dagsbirtunnar inn í híbýlin hefur áhrif á líðan íbúanna. Dvölin snýst um ljósið sem fylgir athöfnum daglegs lífs frá sólarupprás til sólseturs. Það hvernig birtan fellur inn í rými með beinum eða óbeinum hætti hefur áhrif á upplifun og andrúmsloft. Hún dregur fram mótun rýmisins, er síbreytileg og með blæbrigðum sínum lyftir hún andanum. Höfundar eru arkitektar og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun