Íslendingur sem lúbarði lögreglumenn í Varsjá þarf að borga brúsann Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 08:02 Samkvæmt pólskum héraðssaksóknara voru meiðsli lögreglumannanna minni háttar. Skjáskot/RMF Íslenskum karlmanni er gert að greiða samtals þrettán þúsund pólsk slot, sem jafngildir um 450 þúsund íslenskra króna, vegna árásar gegn tveimur lögreglumönnum í Varsjá í Póllandi. Árásin átti sér stað á lögreglustöð í borginni síðasta haust, en Íslendingurinn, sem er 36 ára gamall, var vistaður í fangaklefa vegna skemmdarverka. Íslendingurinn var leiddur fyrir dóm vegna málsins. Héraðsdómur í Varsjá dæmdi hann í síðasta mánuði til að greiða níu þúsund slota sekt vegna málsins, þar að auki er honum gert að greiða lögregluþjónunum hvorum um sig tvö þúsund slot. Þetta kemur fram í svari héraðssaksóknara Varsjárborgar við fyrirspurn fréttastofu. Í svarinu segir að niðurstaða héraðsdóms sé endanleg. Íslendingurinn var ákærður fyrir að ráðast að lögreglumönnunum tveimur og valda þeim minni háttar áverkum. Hann var hins vegar ekki ákærður vegna áðurnefndra skemmdarverka. Í pólskum fjölmiðlum var fullyrt að hann hafi valdið skemmdum á lúxusbifreið af gerðinni Bentley með því að berja húdd hennar með fartölvu og sparka í stuðara hennar. Eigandi bílsins var sagður meta tjón sitt á sextíu þúsund pólsk slot. Það gerir tæplega tvær milljónir króna. Í svari héraðssaksóknara kemur þó fram að Íslendingurinn hafi ekki verið sóttur til saka vegna skemmdarverkanna þar sem eigandi bílsins hafi ekki lagt fram kvörtun vegna þeirra. Árásin til á myndbandi Upptaka úr öryggismyndavél kjallara lögreglustöðvarinnar sýnir árás Íslendingsins. Myndbandinu var lekið til fjölmiðla, en af því að dæma áttu lögreglumennirnir miklum í vandræðum með Íslendinginn. Það er ekki fyrr en þeir fá liðsauka sem þeim tekst að yfirbuga manninn. Myndskeiðið má sjá hér að neðan. RMF, pólskur fjölmiðill, hafði eftir talsmanni lögreglunnar í kjölfar árásarinnar að lögreglumennirnir hefðu verið fastir í rútínu og því ekki verið undirbúnir fyrir slagsmál við fanga. Upptakan sýndi fram á að þjálfun lögregluþjónanna væri ábótavant og að upptakan yrði notuð til að þjálfa lögreglu. Erlend sakamál Pólland Íslendingar erlendis Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Árásin átti sér stað á lögreglustöð í borginni síðasta haust, en Íslendingurinn, sem er 36 ára gamall, var vistaður í fangaklefa vegna skemmdarverka. Íslendingurinn var leiddur fyrir dóm vegna málsins. Héraðsdómur í Varsjá dæmdi hann í síðasta mánuði til að greiða níu þúsund slota sekt vegna málsins, þar að auki er honum gert að greiða lögregluþjónunum hvorum um sig tvö þúsund slot. Þetta kemur fram í svari héraðssaksóknara Varsjárborgar við fyrirspurn fréttastofu. Í svarinu segir að niðurstaða héraðsdóms sé endanleg. Íslendingurinn var ákærður fyrir að ráðast að lögreglumönnunum tveimur og valda þeim minni háttar áverkum. Hann var hins vegar ekki ákærður vegna áðurnefndra skemmdarverka. Í pólskum fjölmiðlum var fullyrt að hann hafi valdið skemmdum á lúxusbifreið af gerðinni Bentley með því að berja húdd hennar með fartölvu og sparka í stuðara hennar. Eigandi bílsins var sagður meta tjón sitt á sextíu þúsund pólsk slot. Það gerir tæplega tvær milljónir króna. Í svari héraðssaksóknara kemur þó fram að Íslendingurinn hafi ekki verið sóttur til saka vegna skemmdarverkanna þar sem eigandi bílsins hafi ekki lagt fram kvörtun vegna þeirra. Árásin til á myndbandi Upptaka úr öryggismyndavél kjallara lögreglustöðvarinnar sýnir árás Íslendingsins. Myndbandinu var lekið til fjölmiðla, en af því að dæma áttu lögreglumennirnir miklum í vandræðum með Íslendinginn. Það er ekki fyrr en þeir fá liðsauka sem þeim tekst að yfirbuga manninn. Myndskeiðið má sjá hér að neðan. RMF, pólskur fjölmiðill, hafði eftir talsmanni lögreglunnar í kjölfar árásarinnar að lögreglumennirnir hefðu verið fastir í rútínu og því ekki verið undirbúnir fyrir slagsmál við fanga. Upptakan sýndi fram á að þjálfun lögregluþjónanna væri ábótavant og að upptakan yrði notuð til að þjálfa lögreglu.
Erlend sakamál Pólland Íslendingar erlendis Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent