Tók sinn tíma að jafna sig Aron Guðmundsson skrifar 29. apríl 2024 15:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur segir það hafa tekið sig langan tíma að ná sér niður á jörðina eftir dramatískan sigur liðsins í oddaleik gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Subway deildar karla á dögunum. Það einvígi sé þó nú að fullu að baki, bæði hjá honum og leikmönnum Njarðvíkur sem mæta aftur til leiks í kvöld. Undanúrslitin í Subway deild karla í körfubolta hefjast í kvöld þegar að deildarmeistarar Vals taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í N1 höllinni að Hlíðarenda. Njarðvík tryggði sér farmiðann í undanúrslitin á dramatískan átt eftir spennuþrungið einvígi gegn Þórsurum. Flautuþristur Þorvaldar Orra Árnasonar, í oddaleik liðanna í Ljónagryfjunni, reið þar baggamuninn og vissi Benedikt, þjálfari liðsins, þá um leið að það tæki sig langan tíma að ná sér niður. „Ég vissi það strax af fenginni reynslu eftir leik að eftir svona móment yrði adrenalínið ansi lengi að fara úr líkamanum. Ég held að ég hafi sofnað um sex morguninn eftir. Það tók sinn tíma að jafna sig.“ Hann telur þó að einvígið sé nú að fullu að baki, bæði hjá sér og leikmönnum. „Auðvitað tók það okkur nokkrar klukkustundir að ná okkur niður en svo voru menn bara mættir á æfingu daginn eftir og þá fór full einbeiting á næsta einvígi. Það hefst í kvöld og við höfum undirbúið okkur vel og reynt um leið, eftir langt og strangt einvígi gegn Þór, að safna kröftum. Vonandi verður engin þreyta í kvöld. Það eru allir klárir og menn segjast vera orðnir góðir bæði líkamlega og andlega. Við erum klárir í þetta verkefni.“ Engin minnimáttarkennd Andstæðingurinn í undanúrslitunum er vel þekkt stærð. Ríkjandi deildarmeistarar Vals sem stefna á að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar þriðja tímabilið í röð. „Þetta verkefni leggst vel í okkur og á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta liðinu sem endaði sem deildarmeistari. Þeir enduðu í efsta sæti og það þýðir þá að þeir hafi verið besta liðið í vetur. Verkefnið er stórt. Við töpuðum báðum leikjunum fyrir þeim í deildarkeppninni en teljum okkur samt eiga fínan möguleika og mætum í leik kvöldsins sem og þetta einvígi með enga minnimáttarkennd. Við teljum okkur eiga 50/50 möguleika og nú er það okkar að spila okkar besta bolta. Fá frammistöður frá öllum. Þá er ég viss um að möguleikar okkar séu góðir.“ Hvar sérðu þetta einvígi ráðast? „Það er kannski ekki á einhverjum tveimur til þremur atriðum. Við vitum að Valsliðið er með fá veikleika en einhverja samt. Eins og öll lið. Þeir eru með sterkan heimavöll. Ég held að þeir hafi aðeins tapað einum heimaleik í allan vetur. Við þurfum samt að stela einum sigri þar. Möguleikinn er þá kannski mestur strax í fyrsta leik. Reyna að koma þeim að óvörum. Hirða heimavallarréttinn. Svo spilar alls konar inn í þetta. Við þurfum frábæran stuðning bæði heima og að heiman. Það getur hjálpað okkur.“ Njarðvíkingar þurfa að finna leiðir til að stöðva Kristinn Pálsson sem fór á kostum síðast þegar að Njarðvík mætti Val. Setti niður fjörutíu og eitt stig Vísir/Anton Brink „Fyrst og fremst þurfum við hins vegar bara spila okkar leik. Ná fram þessum varnarstoppum sem við þurfum til að fá hraðaupphlaupin. Svo þurfum við að stoppa menn eins og Kristinn Pálsson og Justas Tamulis sem að eru frábærar skyttur. Kristinn setti niður 41 stig á móti okkur í lokaumferð deildarkeppninnar. Við þurfum að stoppa þessar skyttur og svo höfum við verið að reyna setja upp varnarplön gegn Kristófer Acox og öðrum. Vonandi smellur þetta bara allt.“ Leikur Vals og Njarðvíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá N1-höllinni á Hlíðarenda hefst klukkan korter í átta. Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Undanúrslitin í Subway deild karla í körfubolta hefjast í kvöld þegar að deildarmeistarar Vals taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í N1 höllinni að Hlíðarenda. Njarðvík tryggði sér farmiðann í undanúrslitin á dramatískan átt eftir spennuþrungið einvígi gegn Þórsurum. Flautuþristur Þorvaldar Orra Árnasonar, í oddaleik liðanna í Ljónagryfjunni, reið þar baggamuninn og vissi Benedikt, þjálfari liðsins, þá um leið að það tæki sig langan tíma að ná sér niður. „Ég vissi það strax af fenginni reynslu eftir leik að eftir svona móment yrði adrenalínið ansi lengi að fara úr líkamanum. Ég held að ég hafi sofnað um sex morguninn eftir. Það tók sinn tíma að jafna sig.“ Hann telur þó að einvígið sé nú að fullu að baki, bæði hjá sér og leikmönnum. „Auðvitað tók það okkur nokkrar klukkustundir að ná okkur niður en svo voru menn bara mættir á æfingu daginn eftir og þá fór full einbeiting á næsta einvígi. Það hefst í kvöld og við höfum undirbúið okkur vel og reynt um leið, eftir langt og strangt einvígi gegn Þór, að safna kröftum. Vonandi verður engin þreyta í kvöld. Það eru allir klárir og menn segjast vera orðnir góðir bæði líkamlega og andlega. Við erum klárir í þetta verkefni.“ Engin minnimáttarkennd Andstæðingurinn í undanúrslitunum er vel þekkt stærð. Ríkjandi deildarmeistarar Vals sem stefna á að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar þriðja tímabilið í röð. „Þetta verkefni leggst vel í okkur og á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta liðinu sem endaði sem deildarmeistari. Þeir enduðu í efsta sæti og það þýðir þá að þeir hafi verið besta liðið í vetur. Verkefnið er stórt. Við töpuðum báðum leikjunum fyrir þeim í deildarkeppninni en teljum okkur samt eiga fínan möguleika og mætum í leik kvöldsins sem og þetta einvígi með enga minnimáttarkennd. Við teljum okkur eiga 50/50 möguleika og nú er það okkar að spila okkar besta bolta. Fá frammistöður frá öllum. Þá er ég viss um að möguleikar okkar séu góðir.“ Hvar sérðu þetta einvígi ráðast? „Það er kannski ekki á einhverjum tveimur til þremur atriðum. Við vitum að Valsliðið er með fá veikleika en einhverja samt. Eins og öll lið. Þeir eru með sterkan heimavöll. Ég held að þeir hafi aðeins tapað einum heimaleik í allan vetur. Við þurfum samt að stela einum sigri þar. Möguleikinn er þá kannski mestur strax í fyrsta leik. Reyna að koma þeim að óvörum. Hirða heimavallarréttinn. Svo spilar alls konar inn í þetta. Við þurfum frábæran stuðning bæði heima og að heiman. Það getur hjálpað okkur.“ Njarðvíkingar þurfa að finna leiðir til að stöðva Kristinn Pálsson sem fór á kostum síðast þegar að Njarðvík mætti Val. Setti niður fjörutíu og eitt stig Vísir/Anton Brink „Fyrst og fremst þurfum við hins vegar bara spila okkar leik. Ná fram þessum varnarstoppum sem við þurfum til að fá hraðaupphlaupin. Svo þurfum við að stoppa menn eins og Kristinn Pálsson og Justas Tamulis sem að eru frábærar skyttur. Kristinn setti niður 41 stig á móti okkur í lokaumferð deildarkeppninnar. Við þurfum að stoppa þessar skyttur og svo höfum við verið að reyna setja upp varnarplön gegn Kristófer Acox og öðrum. Vonandi smellur þetta bara allt.“ Leikur Vals og Njarðvíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá N1-höllinni á Hlíðarenda hefst klukkan korter í átta.
Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum