Ók blindfullur við Grímsvötn og hótaði að drepa alla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. apríl 2024 20:23 Grímsvötn árið 2021. Maðurinn ók þar um ofurölvi. Ragnar Axelsson Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn í gær með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og sérsveitarinnar. Maðurinn hafði þá ekið fullur um hættusvæði við Grímsvötn. Sveinn Sigurður Kjartansson, fararstjóri fyrir Útivist, var með hóp fólks í skála nálægt þeim sem ökumaðurinn var í. Samferðarfólk hans hafi komið til þeirra og leitað eftir aðstoð. „Þau biðja okkur um aðstoð, maðurinn sé ofurölvi og sé að aka niður í Grímsvötn. Hann hlýddi engum tilmælum frá þeim,“ segir Sveinn. Þau hafi beðið hann um að hafa samband við ökumanninn í gegnum talstöð. „En hann hlýddi engum tilmælum frá mér heldur,“ segir Sveinn. Þar sem maðurinn væri stjórnlaus hefðu þau óskað eftir aðstoð lögreglu. Sveinn segir að maðurinn hafi verið mjög ógnandi, bæði við samferðarfólk sitt og hina líka. „Ég var að biðja hann um að snúa við og keyra í sömu förum til baka, en hann formælti mér bara í bak og fyrir og hótaði að drepa alla, drepa mig og hvern sem myndi trufla hann,“ segir Sveinn. Þá hafi reyndur maður úr hópi Sveins ekið niður að Grímsvötnum að svipast um eftir ökumanninum. Þá hafi maðurinn komið keyrandi til baka. „Hann kemur upp á Grímsfjall og upp hefst verkefni nokkurra aðila úr mínum hópi að ná lyklinum af honum,“ segir Sveinn. Þá hafi ökumaðurinn ráðist að manninum sem tók lykilinn en þeim hafi tekist í sameiningu að yfirbuga ökumanninn. Þau óku með manninn í skálann í Jökulheimum. Þá hafi lögreglan sent sérsveitarmenn til að handtaka manninn. Sveinn segir að ekkert þeirra sem hann var með hafi lent í öðru eins. Hann segir að á fjöllum ferðist flestir í friði og vinsemd við allt og alla. Uppákoman sé mjög óvenjuleg. Lögreglumál Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn í gær með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og sérsveitarinnar. Maðurinn hafði þá ekið fullur um hættusvæði við Grímsvötn. Sveinn Sigurður Kjartansson, fararstjóri fyrir Útivist, var með hóp fólks í skála nálægt þeim sem ökumaðurinn var í. Samferðarfólk hans hafi komið til þeirra og leitað eftir aðstoð. „Þau biðja okkur um aðstoð, maðurinn sé ofurölvi og sé að aka niður í Grímsvötn. Hann hlýddi engum tilmælum frá þeim,“ segir Sveinn. Þau hafi beðið hann um að hafa samband við ökumanninn í gegnum talstöð. „En hann hlýddi engum tilmælum frá mér heldur,“ segir Sveinn. Þar sem maðurinn væri stjórnlaus hefðu þau óskað eftir aðstoð lögreglu. Sveinn segir að maðurinn hafi verið mjög ógnandi, bæði við samferðarfólk sitt og hina líka. „Ég var að biðja hann um að snúa við og keyra í sömu förum til baka, en hann formælti mér bara í bak og fyrir og hótaði að drepa alla, drepa mig og hvern sem myndi trufla hann,“ segir Sveinn. Þá hafi reyndur maður úr hópi Sveins ekið niður að Grímsvötnum að svipast um eftir ökumanninum. Þá hafi maðurinn komið keyrandi til baka. „Hann kemur upp á Grímsfjall og upp hefst verkefni nokkurra aðila úr mínum hópi að ná lyklinum af honum,“ segir Sveinn. Þá hafi ökumaðurinn ráðist að manninum sem tók lykilinn en þeim hafi tekist í sameiningu að yfirbuga ökumanninn. Þau óku með manninn í skálann í Jökulheimum. Þá hafi lögreglan sent sérsveitarmenn til að handtaka manninn. Sveinn segir að ekkert þeirra sem hann var með hafi lent í öðru eins. Hann segir að á fjöllum ferðist flestir í friði og vinsemd við allt og alla. Uppákoman sé mjög óvenjuleg.
Lögreglumál Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31