Listir og velferð Kristín Valsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:01 Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Í listkennsludeild hefur verið lögð áhersla á að nemendur þroski með sér sjálfsskilning með því að tengjast eigin hugmyndum og tilfinningum og læri að treysta eigin skynjun og upplifun á umhverfinu. Að tengjast í gegnum listform Þegar ég tengdist manninum mínum fyrir margt löngu kynntist ég líka tengdamóður minni, sem nú er látin. Hún hafði misst heilsuna fyrir fimmtugt vegna víruss í heila sem olli því að minni hennar var einungis 10 sekúndur. Hún lærði aldrei að þekkja mig eða barnabörnin en það sem hún mundi var söngur og kvæði. Í hvert sinn sem við hittumst þá spurði hún fallega hver ég væri og þegar ég sagðist vera hún Stína þá kom ævinlega sama svar: „Það minnir mig á lagið“ og svo söng hún „Stína var lítil stúlka í sveit“ fyrir mig. Þannig tengdi hún við umhverfið og þannig tengdumst við í gegnum hennar söng. Þessi saga er einstök en þó ekki. Það eru til margar rannsóknir og reynslusögur þar sem einstaklingar sem virðast hafa misst minnið, hæfileikann til að tjá sig með orðum eða jafnvel persónuleika sinn, hafa samt sem áður hæfnina til að tengja í gegnum söng, myndir eða leik. Samstarfskona mín hefur í mörg ár unnið með einstaklingum með Alzheimer og hefur hún í gegnum myndlist, sögur, leiklist náð að kveikja minningar og upplifun einstaklinga sem eru djúpt grafin í minningarbankann. Þessi vinna snýst ekki um að lækna heldur um betri líðan – um betra líf. Námslínan Listir og velferð Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar. Í starfi mínu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands hef ég hitt ótalmarga listamenn sem vinna út í samfélaginu með allskyns hópum sem eru í erfiðri stöðu. Afrakstur þeirrar vinnu og sú reynsla sem ég hef sjálf af listmiðaðri vinnu með ólíkum hópum er í raun grunnurinn að því námi sem er að hefjast í listkennsludeild í haust og ber heitið Listir og velferð. Námslínan var þróuð í samstarfi við fimm erlenda háskóla og var verkefnið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Námið, sem er 120 eininga nám á meistarastigi, miðar að því að leiða saman breiðan hóp listamanna og annars fagfólks sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Manneskjan er í grunninn tengslavera. Við notum öll skynfæri okkar til að tengjast umhverfi okkar og upplifa heiminn bæði félagslega og inn á við. Það er hins vegar margt í hraða nútímasamfélags sem vinnur gegn þessari grunnþörf okkar til tengslamyndunar. Við þurfum að skapa rými og tíma þar sem hægt er að kynnast nýjum hlutum, nýju fólki – búa til rými fyrir eitthvað ófyrirséð. Búa til aðstæður sem krefjast virkni en geta veitt ófyrirséðar upplifanir þar sem við finnum samhljóm með umhverfinu og hið innra. Þessar aðstæður geta listamenn, í samvinnu við aðra fagaðila, skapað með ólíku fólki á öllum aldri við allskyns kringumstæður. Í gegnum listiðkun af öllu tagi verður oft eitthvað óvænt til og það er einmitt hið óvænta gefur lífinu lit. Öll höfum við þörf fyrir upplifun og samskipti sem kalla fram tilfinningar, minningar, gæsahúð eða hvað sem gerist við slíkar aðstæður. Að fá að upplifa slíka skynjun er forsenda vellíðunar og velferðar okkar allra. Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Menning Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Í listkennsludeild hefur verið lögð áhersla á að nemendur þroski með sér sjálfsskilning með því að tengjast eigin hugmyndum og tilfinningum og læri að treysta eigin skynjun og upplifun á umhverfinu. Að tengjast í gegnum listform Þegar ég tengdist manninum mínum fyrir margt löngu kynntist ég líka tengdamóður minni, sem nú er látin. Hún hafði misst heilsuna fyrir fimmtugt vegna víruss í heila sem olli því að minni hennar var einungis 10 sekúndur. Hún lærði aldrei að þekkja mig eða barnabörnin en það sem hún mundi var söngur og kvæði. Í hvert sinn sem við hittumst þá spurði hún fallega hver ég væri og þegar ég sagðist vera hún Stína þá kom ævinlega sama svar: „Það minnir mig á lagið“ og svo söng hún „Stína var lítil stúlka í sveit“ fyrir mig. Þannig tengdi hún við umhverfið og þannig tengdumst við í gegnum hennar söng. Þessi saga er einstök en þó ekki. Það eru til margar rannsóknir og reynslusögur þar sem einstaklingar sem virðast hafa misst minnið, hæfileikann til að tjá sig með orðum eða jafnvel persónuleika sinn, hafa samt sem áður hæfnina til að tengja í gegnum söng, myndir eða leik. Samstarfskona mín hefur í mörg ár unnið með einstaklingum með Alzheimer og hefur hún í gegnum myndlist, sögur, leiklist náð að kveikja minningar og upplifun einstaklinga sem eru djúpt grafin í minningarbankann. Þessi vinna snýst ekki um að lækna heldur um betri líðan – um betra líf. Námslínan Listir og velferð Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar. Í starfi mínu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands hef ég hitt ótalmarga listamenn sem vinna út í samfélaginu með allskyns hópum sem eru í erfiðri stöðu. Afrakstur þeirrar vinnu og sú reynsla sem ég hef sjálf af listmiðaðri vinnu með ólíkum hópum er í raun grunnurinn að því námi sem er að hefjast í listkennsludeild í haust og ber heitið Listir og velferð. Námslínan var þróuð í samstarfi við fimm erlenda háskóla og var verkefnið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Námið, sem er 120 eininga nám á meistarastigi, miðar að því að leiða saman breiðan hóp listamanna og annars fagfólks sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Manneskjan er í grunninn tengslavera. Við notum öll skynfæri okkar til að tengjast umhverfi okkar og upplifa heiminn bæði félagslega og inn á við. Það er hins vegar margt í hraða nútímasamfélags sem vinnur gegn þessari grunnþörf okkar til tengslamyndunar. Við þurfum að skapa rými og tíma þar sem hægt er að kynnast nýjum hlutum, nýju fólki – búa til rými fyrir eitthvað ófyrirséð. Búa til aðstæður sem krefjast virkni en geta veitt ófyrirséðar upplifanir þar sem við finnum samhljóm með umhverfinu og hið innra. Þessar aðstæður geta listamenn, í samvinnu við aðra fagaðila, skapað með ólíku fólki á öllum aldri við allskyns kringumstæður. Í gegnum listiðkun af öllu tagi verður oft eitthvað óvænt til og það er einmitt hið óvænta gefur lífinu lit. Öll höfum við þörf fyrir upplifun og samskipti sem kalla fram tilfinningar, minningar, gæsahúð eða hvað sem gerist við slíkar aðstæður. Að fá að upplifa slíka skynjun er forsenda vellíðunar og velferðar okkar allra. Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar