Listir og velferð Kristín Valsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:01 Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Í listkennsludeild hefur verið lögð áhersla á að nemendur þroski með sér sjálfsskilning með því að tengjast eigin hugmyndum og tilfinningum og læri að treysta eigin skynjun og upplifun á umhverfinu. Að tengjast í gegnum listform Þegar ég tengdist manninum mínum fyrir margt löngu kynntist ég líka tengdamóður minni, sem nú er látin. Hún hafði misst heilsuna fyrir fimmtugt vegna víruss í heila sem olli því að minni hennar var einungis 10 sekúndur. Hún lærði aldrei að þekkja mig eða barnabörnin en það sem hún mundi var söngur og kvæði. Í hvert sinn sem við hittumst þá spurði hún fallega hver ég væri og þegar ég sagðist vera hún Stína þá kom ævinlega sama svar: „Það minnir mig á lagið“ og svo söng hún „Stína var lítil stúlka í sveit“ fyrir mig. Þannig tengdi hún við umhverfið og þannig tengdumst við í gegnum hennar söng. Þessi saga er einstök en þó ekki. Það eru til margar rannsóknir og reynslusögur þar sem einstaklingar sem virðast hafa misst minnið, hæfileikann til að tjá sig með orðum eða jafnvel persónuleika sinn, hafa samt sem áður hæfnina til að tengja í gegnum söng, myndir eða leik. Samstarfskona mín hefur í mörg ár unnið með einstaklingum með Alzheimer og hefur hún í gegnum myndlist, sögur, leiklist náð að kveikja minningar og upplifun einstaklinga sem eru djúpt grafin í minningarbankann. Þessi vinna snýst ekki um að lækna heldur um betri líðan – um betra líf. Námslínan Listir og velferð Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar. Í starfi mínu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands hef ég hitt ótalmarga listamenn sem vinna út í samfélaginu með allskyns hópum sem eru í erfiðri stöðu. Afrakstur þeirrar vinnu og sú reynsla sem ég hef sjálf af listmiðaðri vinnu með ólíkum hópum er í raun grunnurinn að því námi sem er að hefjast í listkennsludeild í haust og ber heitið Listir og velferð. Námslínan var þróuð í samstarfi við fimm erlenda háskóla og var verkefnið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Námið, sem er 120 eininga nám á meistarastigi, miðar að því að leiða saman breiðan hóp listamanna og annars fagfólks sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Manneskjan er í grunninn tengslavera. Við notum öll skynfæri okkar til að tengjast umhverfi okkar og upplifa heiminn bæði félagslega og inn á við. Það er hins vegar margt í hraða nútímasamfélags sem vinnur gegn þessari grunnþörf okkar til tengslamyndunar. Við þurfum að skapa rými og tíma þar sem hægt er að kynnast nýjum hlutum, nýju fólki – búa til rými fyrir eitthvað ófyrirséð. Búa til aðstæður sem krefjast virkni en geta veitt ófyrirséðar upplifanir þar sem við finnum samhljóm með umhverfinu og hið innra. Þessar aðstæður geta listamenn, í samvinnu við aðra fagaðila, skapað með ólíku fólki á öllum aldri við allskyns kringumstæður. Í gegnum listiðkun af öllu tagi verður oft eitthvað óvænt til og það er einmitt hið óvænta gefur lífinu lit. Öll höfum við þörf fyrir upplifun og samskipti sem kalla fram tilfinningar, minningar, gæsahúð eða hvað sem gerist við slíkar aðstæður. Að fá að upplifa slíka skynjun er forsenda vellíðunar og velferðar okkar allra. Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Menning Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Í listkennsludeild hefur verið lögð áhersla á að nemendur þroski með sér sjálfsskilning með því að tengjast eigin hugmyndum og tilfinningum og læri að treysta eigin skynjun og upplifun á umhverfinu. Að tengjast í gegnum listform Þegar ég tengdist manninum mínum fyrir margt löngu kynntist ég líka tengdamóður minni, sem nú er látin. Hún hafði misst heilsuna fyrir fimmtugt vegna víruss í heila sem olli því að minni hennar var einungis 10 sekúndur. Hún lærði aldrei að þekkja mig eða barnabörnin en það sem hún mundi var söngur og kvæði. Í hvert sinn sem við hittumst þá spurði hún fallega hver ég væri og þegar ég sagðist vera hún Stína þá kom ævinlega sama svar: „Það minnir mig á lagið“ og svo söng hún „Stína var lítil stúlka í sveit“ fyrir mig. Þannig tengdi hún við umhverfið og þannig tengdumst við í gegnum hennar söng. Þessi saga er einstök en þó ekki. Það eru til margar rannsóknir og reynslusögur þar sem einstaklingar sem virðast hafa misst minnið, hæfileikann til að tjá sig með orðum eða jafnvel persónuleika sinn, hafa samt sem áður hæfnina til að tengja í gegnum söng, myndir eða leik. Samstarfskona mín hefur í mörg ár unnið með einstaklingum með Alzheimer og hefur hún í gegnum myndlist, sögur, leiklist náð að kveikja minningar og upplifun einstaklinga sem eru djúpt grafin í minningarbankann. Þessi vinna snýst ekki um að lækna heldur um betri líðan – um betra líf. Námslínan Listir og velferð Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar. Í starfi mínu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands hef ég hitt ótalmarga listamenn sem vinna út í samfélaginu með allskyns hópum sem eru í erfiðri stöðu. Afrakstur þeirrar vinnu og sú reynsla sem ég hef sjálf af listmiðaðri vinnu með ólíkum hópum er í raun grunnurinn að því námi sem er að hefjast í listkennsludeild í haust og ber heitið Listir og velferð. Námslínan var þróuð í samstarfi við fimm erlenda háskóla og var verkefnið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Námið, sem er 120 eininga nám á meistarastigi, miðar að því að leiða saman breiðan hóp listamanna og annars fagfólks sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Manneskjan er í grunninn tengslavera. Við notum öll skynfæri okkar til að tengjast umhverfi okkar og upplifa heiminn bæði félagslega og inn á við. Það er hins vegar margt í hraða nútímasamfélags sem vinnur gegn þessari grunnþörf okkar til tengslamyndunar. Við þurfum að skapa rými og tíma þar sem hægt er að kynnast nýjum hlutum, nýju fólki – búa til rými fyrir eitthvað ófyrirséð. Búa til aðstæður sem krefjast virkni en geta veitt ófyrirséðar upplifanir þar sem við finnum samhljóm með umhverfinu og hið innra. Þessar aðstæður geta listamenn, í samvinnu við aðra fagaðila, skapað með ólíku fólki á öllum aldri við allskyns kringumstæður. Í gegnum listiðkun af öllu tagi verður oft eitthvað óvænt til og það er einmitt hið óvænta gefur lífinu lit. Öll höfum við þörf fyrir upplifun og samskipti sem kalla fram tilfinningar, minningar, gæsahúð eða hvað sem gerist við slíkar aðstæður. Að fá að upplifa slíka skynjun er forsenda vellíðunar og velferðar okkar allra. Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun