Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2024 13:20 Michail Antonio fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Liverpool. getty/Justin Setterfield Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. Liverpool er áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 75 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal. Liverpool hefur hins vegar spilað 35 leiki en Arsenal 34 og Manchester City, sem er í 2. sæti, 33. Fyrri hálfleikurinn var í rólegri kantinum. Liverpool var meira með boltann en ógnaði lítið, ef frá er talið skot Luis Díaz í stöngina. Á markamínútunni, þeirri 43., kom Jarrod Bowen West Ham yfir með skalla eftir sendingu frá Mohammed Kudus. Staðan var 1-0 í hálfleik, West Ham í vil. Allt annað var að sjá til Liverpool í seinni hálfleik en þeim fyrri. Gestirnir sóttu stíft og á 48. mínútu jafnaði Andy Robertson með lúmsku skoti. Liverpool hamraði járnið meðan það var heitt og á 65. mínútu komst liðið yfir þegar skot Codys Gakpo fór af Angelo Ogbonna og í netið. Gestirnir héldu áfram að sækja og reyna á Alphonse Aréola í marki heimamanna. Hann varði oft vel, meðal annars nokkrum sinnum frá Díaz. Á 77. mínútu jafnaði Antonio fyrir West Ham með skalla eftir fyrirgjöf frá Bowen. Þetta reyndist síðasta mark leiksins. Liverpool átti ágætis tilraunir og Harvey Elliott skaut meðal annars í slá en allt kom fyrir ekki. West Ham er í 8. sæti deildarinnar með 49 stig. Enski boltinn
Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. Liverpool er áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 75 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal. Liverpool hefur hins vegar spilað 35 leiki en Arsenal 34 og Manchester City, sem er í 2. sæti, 33. Fyrri hálfleikurinn var í rólegri kantinum. Liverpool var meira með boltann en ógnaði lítið, ef frá er talið skot Luis Díaz í stöngina. Á markamínútunni, þeirri 43., kom Jarrod Bowen West Ham yfir með skalla eftir sendingu frá Mohammed Kudus. Staðan var 1-0 í hálfleik, West Ham í vil. Allt annað var að sjá til Liverpool í seinni hálfleik en þeim fyrri. Gestirnir sóttu stíft og á 48. mínútu jafnaði Andy Robertson með lúmsku skoti. Liverpool hamraði járnið meðan það var heitt og á 65. mínútu komst liðið yfir þegar skot Codys Gakpo fór af Angelo Ogbonna og í netið. Gestirnir héldu áfram að sækja og reyna á Alphonse Aréola í marki heimamanna. Hann varði oft vel, meðal annars nokkrum sinnum frá Díaz. Á 77. mínútu jafnaði Antonio fyrir West Ham með skalla eftir fyrirgjöf frá Bowen. Þetta reyndist síðasta mark leiksins. Liverpool átti ágætis tilraunir og Harvey Elliott skaut meðal annars í slá en allt kom fyrir ekki. West Ham er í 8. sæti deildarinnar með 49 stig.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti