Körfubolti

Davíð Tómasi bárust ljót skila­boð eftir leik: „Fokking mongolitið þitt“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að vera ýmsu vanur brá Davíð Tómasi Tómassyni við skilaboðin sem honum bárust í gær.
Þrátt fyrir að vera ýmsu vanur brá Davíð Tómasi Tómassyni við skilaboðin sem honum bárust í gær. vísir/bára

Körfuboltadómaranum Davíð Tómasi Tómassyni bárust miður falleg skilaboð eftir oddaleik Njarðvíkur og Þórs Þ. í átta liða úrslitum Subway deildar karla í gær.

Leikurinn var æsispennandi en Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvíkingum sigurinn með flautuþristi í lok framlengingar, 98-97.

Þórsarar voru ekki sáttir og töldu að leikklukkan hafi verið sett of seint af stað þegar Þorvaldur Orri skoraði sigurkörfuna. Sumir gengu þó lengra í gagnrýni sinni en aðrir og urðu sér ekki til sóma.

Það er nefnilega oft ekki tekið út með sældinni að vera dómari eins og Davíð fékk að kynnast eftir leikinn í Njarðvík í gær.

Í færslu á Facebook segir hann að hans hafi beðið fimm skilaboð í leikslok. Hann deildi skjáskoti af einum þeirra og óhætt er að segja að þau séu ekki af vandaðri gerðinni. Skilaboðin má sjá hér fyrir neðan.

Ein fimm skilaboða sem Davíð bárust eftir leikinn.

Davíð segist vera ýmsu vanur eftir sautján ár í dómgæslu og skilaboð og símhringingar af þessu tagi sem honum hafi borist séu fjölmörg.

Hann segist vera mjög gagnrýninn á eigin frammistöðu en kveðst vera sáttur við frammistöðu sína og meðdómara sinna í leiknum í Njarðvík í gær. Þeir hafi gengið sáttir frá borði.

Davíð segir jafnframt að skilaboð sem þessi séu hluti ástæðunnar fyrir því að erfiðlega gengur að fá inn nýja dómara til að takast á við kynslóðaskiptin í íslenskri körfuboltadómgæslu.

Færslu Davíðs má lesa hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“

Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×