Davíð Tómasi bárust ljót skilaboð eftir leik: „Fokking mongolitið þitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2024 14:04 Þrátt fyrir að vera ýmsu vanur brá Davíð Tómasi Tómassyni við skilaboðin sem honum bárust í gær. vísir/bára Körfuboltadómaranum Davíð Tómasi Tómassyni bárust miður falleg skilaboð eftir oddaleik Njarðvíkur og Þórs Þ. í átta liða úrslitum Subway deildar karla í gær. Leikurinn var æsispennandi en Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvíkingum sigurinn með flautuþristi í lok framlengingar, 98-97. Þórsarar voru ekki sáttir og töldu að leikklukkan hafi verið sett of seint af stað þegar Þorvaldur Orri skoraði sigurkörfuna. Sumir gengu þó lengra í gagnrýni sinni en aðrir og urðu sér ekki til sóma. Það er nefnilega oft ekki tekið út með sældinni að vera dómari eins og Davíð fékk að kynnast eftir leikinn í Njarðvík í gær. Í færslu á Facebook segir hann að hans hafi beðið fimm skilaboð í leikslok. Hann deildi skjáskoti af einum þeirra og óhætt er að segja að þau séu ekki af vandaðri gerðinni. Skilaboðin má sjá hér fyrir neðan. Ein fimm skilaboða sem Davíð bárust eftir leikinn. Davíð segist vera ýmsu vanur eftir sautján ár í dómgæslu og skilaboð og símhringingar af þessu tagi sem honum hafi borist séu fjölmörg. Hann segist vera mjög gagnrýninn á eigin frammistöðu en kveðst vera sáttur við frammistöðu sína og meðdómara sinna í leiknum í Njarðvík í gær. Þeir hafi gengið sáttir frá borði. Davíð segir jafnframt að skilaboð sem þessi séu hluti ástæðunnar fyrir því að erfiðlega gengur að fá inn nýja dómara til að takast á við kynslóðaskiptin í íslenskri körfuboltadómgæslu. Færslu Davíðs má lesa hér fyrir neðan. Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01 „Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06 „Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira
Leikurinn var æsispennandi en Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvíkingum sigurinn með flautuþristi í lok framlengingar, 98-97. Þórsarar voru ekki sáttir og töldu að leikklukkan hafi verið sett of seint af stað þegar Þorvaldur Orri skoraði sigurkörfuna. Sumir gengu þó lengra í gagnrýni sinni en aðrir og urðu sér ekki til sóma. Það er nefnilega oft ekki tekið út með sældinni að vera dómari eins og Davíð fékk að kynnast eftir leikinn í Njarðvík í gær. Í færslu á Facebook segir hann að hans hafi beðið fimm skilaboð í leikslok. Hann deildi skjáskoti af einum þeirra og óhætt er að segja að þau séu ekki af vandaðri gerðinni. Skilaboðin má sjá hér fyrir neðan. Ein fimm skilaboða sem Davíð bárust eftir leikinn. Davíð segist vera ýmsu vanur eftir sautján ár í dómgæslu og skilaboð og símhringingar af þessu tagi sem honum hafi borist séu fjölmörg. Hann segist vera mjög gagnrýninn á eigin frammistöðu en kveðst vera sáttur við frammistöðu sína og meðdómara sinna í leiknum í Njarðvík í gær. Þeir hafi gengið sáttir frá borði. Davíð segir jafnframt að skilaboð sem þessi séu hluti ástæðunnar fyrir því að erfiðlega gengur að fá inn nýja dómara til að takast á við kynslóðaskiptin í íslenskri körfuboltadómgæslu. Færslu Davíðs má lesa hér fyrir neðan.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01 „Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06 „Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira
„Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01
„Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06
„Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50