Ingvar verður ekki áfram: „Haukar ætla sér alltaf meira en þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. apríl 2024 22:36 Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, mun ekki þjálfa Hauka á næsta tímabili Vísir/Pawel Tímabilinu er lokið fyrir Hauka sem eru úr leik eftir tap gegn Stjörnunni 73-75 í oddaleik. Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var afar svekktur eftir leik. „Þetta var gríðarlega súrt. Við spiluðum ekkert frábærlega í þessum leik og vorum að elta allan leikinn, “ sagði Ingvar svekktur eftir leik. Keira Robinson, leikmaður Hauka, gat ekki spilað síðustu tvær mínúturnar þar sem hún var komin með fimm villur. Ingvar var hins vegar allt annað en sáttur með það. „Að mínu mati var Keira Robinson flautuð út úr leiknum þar sem fyrsta villan hennar var á Þóru en dómararnir vildu ekki breyta því. En það sást vel í útsendingunni líka. Síðasta villan sem Keira fékk var einnig ansi ódýr en hrós á stelpurnar fyrir að koma til baka og við fengum tækifæri til þess að vinna þennan leik.“ „Þeir hlaupa alltaf í burtu þessir dómarar og þeir eru ekki til í að svara mér með eitt eða neitt.“ Stjarnan var yfir nánast allan leikinn og Ingvar hrósaði Stjörnunni og óskaði þeim til hamingju með sigurinn í einvíginu. „Stjarnan er með gott lið og ég vil nota tækifærið og óska Stjörnunni til hamingju. Þetta eru gríðarlega efnilega stelpur. Við vorum í vandræðum með vörnina hjá þeim. Denia [Davis-Stewart] er frákastavél en þetta var þó fyrsti leikurinn þar sem við tökum töluvert fleiri sóknarfráköst en þær.“ Ingvar viðurkenndi að tímabilið hafi verið vonbrigði og greindi einnig frá því að hann muni ekki vera þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Haukar ætla sér alltaf meira en þetta og það gekk ekki núna sem eru auðvitað vonbrigði,“ sagði Ingvar að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sjá meira
„Þetta var gríðarlega súrt. Við spiluðum ekkert frábærlega í þessum leik og vorum að elta allan leikinn, “ sagði Ingvar svekktur eftir leik. Keira Robinson, leikmaður Hauka, gat ekki spilað síðustu tvær mínúturnar þar sem hún var komin með fimm villur. Ingvar var hins vegar allt annað en sáttur með það. „Að mínu mati var Keira Robinson flautuð út úr leiknum þar sem fyrsta villan hennar var á Þóru en dómararnir vildu ekki breyta því. En það sást vel í útsendingunni líka. Síðasta villan sem Keira fékk var einnig ansi ódýr en hrós á stelpurnar fyrir að koma til baka og við fengum tækifæri til þess að vinna þennan leik.“ „Þeir hlaupa alltaf í burtu þessir dómarar og þeir eru ekki til í að svara mér með eitt eða neitt.“ Stjarnan var yfir nánast allan leikinn og Ingvar hrósaði Stjörnunni og óskaði þeim til hamingju með sigurinn í einvíginu. „Stjarnan er með gott lið og ég vil nota tækifærið og óska Stjörnunni til hamingju. Þetta eru gríðarlega efnilega stelpur. Við vorum í vandræðum með vörnina hjá þeim. Denia [Davis-Stewart] er frákastavél en þetta var þó fyrsti leikurinn þar sem við tökum töluvert fleiri sóknarfráköst en þær.“ Ingvar viðurkenndi að tímabilið hafi verið vonbrigði og greindi einnig frá því að hann muni ekki vera þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Haukar ætla sér alltaf meira en þetta og það gekk ekki núna sem eru auðvitað vonbrigði,“ sagði Ingvar að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sjá meira