Skemmtiferðaskip um tíu metrum frá strandi við Viðey Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2024 17:52 Norweigian Prima er 140.000 tonn og 300 metrar á lengd. Litlu mátti muna að illa færi þegar skemmtiferðarskip lagði úr Sundahöfn í Reykjavík 26. maí árið 2023. Mikill vindhraði gerði það að verkum að stjórnendur misstu stjórn á skipinu. Um er að ræða skipið Norweigian Prima, sem siglir undir flaggi Bahamaeyja. Skipið er 140.000 tonn og um 300 metrar á lengd. Vindhraði allt að 50 hnútum Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, að borist hafi til tals að seinka brottför vegna slæmrar veðurspár. Það hafi svo ekki verið gert. Spáin gerði ráð fyrir um 25 hnúta vindhraða. Skipið lagði svo frá höfn rúmlega níu að kvöldi til með aðstoð dráttarbátarins Magna. Verið var að snúa skipinu þegar vindhraði náði 50 hnútum og áhöfn missi stjórn á skipinu. Skipið rak yfir bauju og mesta mildi þykir að keðjur hennar hafi ekki farið í skrúfur skipsins. Skipið rak svo áfram og fór innan við tíu metrum frá grynningum við Viðey. 5000 farþegar voru í skipinu. Skipið rak á baujuna Hjallaskersbauju. Mildi þykir að ekki hafi farið verr. Dráttarskipið Magni sést í bakgrunninum.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Dráttarbáturinn Magni stóð sig í stykkinu og forðaði Norweigian Prima frá strandi. Engar skemmdir urðu á skemmtiferðarskipinu en Magni laskaðist örlítið. Skýringarmynd sem sýnir hvar skipið fór af leið sinni og rak í átt að Viðey.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Hafnsögumaður vildi ekki leggja af stað Fram kemur í skýrslunni að stjórnendur skipsins hafi búist við vindraða upp á 27-31 hnúta. Skipstjórinn taldi að það væri viðráðanlegur vindhraði. Hafnsögumaður hafi þó haft uppi efasemdir um að það væri skynsamlegt að halda af stað við aðstæðurnar. Skipstjórinn hafi þó ráðið og skipið lagt af stað. Vindhraði fór svo upp í 50 hnúta. Atvikið var rannsakað að frumkvæði íslenskra yfirvalda. Litlu munaði að skipið hefði strandað. Magni beinir skipinu í aðra átt.Rannsókarnefnd samgönguslysa Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Viðey Hafnarmál Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Vindhraði allt að 50 hnútum Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, að borist hafi til tals að seinka brottför vegna slæmrar veðurspár. Það hafi svo ekki verið gert. Spáin gerði ráð fyrir um 25 hnúta vindhraða. Skipið lagði svo frá höfn rúmlega níu að kvöldi til með aðstoð dráttarbátarins Magna. Verið var að snúa skipinu þegar vindhraði náði 50 hnútum og áhöfn missi stjórn á skipinu. Skipið rak yfir bauju og mesta mildi þykir að keðjur hennar hafi ekki farið í skrúfur skipsins. Skipið rak svo áfram og fór innan við tíu metrum frá grynningum við Viðey. 5000 farþegar voru í skipinu. Skipið rak á baujuna Hjallaskersbauju. Mildi þykir að ekki hafi farið verr. Dráttarskipið Magni sést í bakgrunninum.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Dráttarbáturinn Magni stóð sig í stykkinu og forðaði Norweigian Prima frá strandi. Engar skemmdir urðu á skemmtiferðarskipinu en Magni laskaðist örlítið. Skýringarmynd sem sýnir hvar skipið fór af leið sinni og rak í átt að Viðey.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Hafnsögumaður vildi ekki leggja af stað Fram kemur í skýrslunni að stjórnendur skipsins hafi búist við vindraða upp á 27-31 hnúta. Skipstjórinn taldi að það væri viðráðanlegur vindhraði. Hafnsögumaður hafi þó haft uppi efasemdir um að það væri skynsamlegt að halda af stað við aðstæðurnar. Skipstjórinn hafi þó ráðið og skipið lagt af stað. Vindhraði fór svo upp í 50 hnúta. Atvikið var rannsakað að frumkvæði íslenskra yfirvalda. Litlu munaði að skipið hefði strandað. Magni beinir skipinu í aðra átt.Rannsókarnefnd samgönguslysa
Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Viðey Hafnarmál Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira