Uppgjörið og viðtöl: Haukar 73-75 Stjarnan | Stjarnan áfram eftir naglbít Andri Már Eggertsson skrifar 24. apríl 2024 22:15 vísir/diego Gestirnir úr Garðabænum byrjuðu betur og tóku frumkvæðið. Tinna Alexandersdóttir byrjaði vel fyrir Hauka og gerði sex af fyrstu níu stigum heimakvenna. Eftir það hrundi sóknarleikur Hauka og Stjarnan gekk á lagið. Það gekk allt upp á báðum endum vallarins og Stjarnan gerði tólf stig í röð. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, reyndi að bregðast við en ekkert gekk. Heimakonur gerðu ekki stig síðustu fimm mínúturnar í fyrsta leikhluta og staðan var 10-23 eftir fyrsta fjórðung. Haukar bitu frá sér í öðrum leikhluta. Keira Robinson leiddi með fordæmum og gerði sjö stig á tæplega þremur og hálfri mínútu. Heimakonur náðu að minnka forskot Stjörnunnar minnst niður í þrjú stig í öðrum leikhluta. Stjarnan var sjö stigum yfir í hálfleik 32-39. Haukar byrjuðu síðari hálfleik betur og náðu að koma forskoti Stjörnunnar niður í eitt stig. Eins og í fyrri hálfleik áttu gestirnir svar og gerðu fimm stig í röð. Ísold Sævarsdóttir átti lagleg tilþrif þegar að fimm sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, keyrði hún að hringnum og setti niður sniðskot og Stjarnan var þrettán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 45-58. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Haukar komu til baka og komust yfir þegar að ein mínúta var eftir. Denia Davis-Stewart gerði hins vegar síðustu þrjú stigin og gestirnir unnu 73-75. Atvik leiksins Atvik leiksins var þegar að Denia Davis-Stewart tók eigið sóknarfrákast og náði að koma boltanum ofan í á endanum og sú karfa kom Stjörnunni aftur í forystu þegar að 47 sekúndur voru eftir. Stjörnur og skúrkar Ísold Sævarsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var frábær í kvöld. Ísold gerði 13 stig og gaf 8 stoðsendingar. Denia Davis-Stewart var allt í öllu í leik Stjörnunnar. Hún var með ótrúlega tölfræði þar sem hún gerði 18 stig og tók 18 fráköst. Denia var hetja liðsins þar sem hún gerði síðustu þrjú stigin. Anna Soffía Lárusdóttir, leikmaður Hauka, fékk tvö tækifæri undir lokin til að koma Haukum yfir en misnotaði bæði tveggja stiga skot og nokkuð opið þriggja stiga skot þegar að sex sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson og Aron Rúnarsson dæmdu leik kvöldsins. Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var gríðarlega ósáttur með villurnar sem Keira Robinson fékk. Að hans sögn var fyrsta villan sem Keira fékk á Þóru en ekki Keiru. Ef það er rétt hjá Ingvari þá var það rándýrt fyrir Hauka þar sem hún spilaði ekki síðustu tvær mínúturnar. Dómararnir fá 4 í einkunn. Stemmingin og umgjörð Það var allt undir fyrir bæði lið í kvöld og það var rífandi stemning í Ólafssal. Stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra og stuðningsmannasveit Hauka fá hrós fyrir að vera með lukkudýr sem er alltaf mikill plús. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan
Gestirnir úr Garðabænum byrjuðu betur og tóku frumkvæðið. Tinna Alexandersdóttir byrjaði vel fyrir Hauka og gerði sex af fyrstu níu stigum heimakvenna. Eftir það hrundi sóknarleikur Hauka og Stjarnan gekk á lagið. Það gekk allt upp á báðum endum vallarins og Stjarnan gerði tólf stig í röð. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, reyndi að bregðast við en ekkert gekk. Heimakonur gerðu ekki stig síðustu fimm mínúturnar í fyrsta leikhluta og staðan var 10-23 eftir fyrsta fjórðung. Haukar bitu frá sér í öðrum leikhluta. Keira Robinson leiddi með fordæmum og gerði sjö stig á tæplega þremur og hálfri mínútu. Heimakonur náðu að minnka forskot Stjörnunnar minnst niður í þrjú stig í öðrum leikhluta. Stjarnan var sjö stigum yfir í hálfleik 32-39. Haukar byrjuðu síðari hálfleik betur og náðu að koma forskoti Stjörnunnar niður í eitt stig. Eins og í fyrri hálfleik áttu gestirnir svar og gerðu fimm stig í röð. Ísold Sævarsdóttir átti lagleg tilþrif þegar að fimm sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, keyrði hún að hringnum og setti niður sniðskot og Stjarnan var þrettán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta 45-58. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Haukar komu til baka og komust yfir þegar að ein mínúta var eftir. Denia Davis-Stewart gerði hins vegar síðustu þrjú stigin og gestirnir unnu 73-75. Atvik leiksins Atvik leiksins var þegar að Denia Davis-Stewart tók eigið sóknarfrákast og náði að koma boltanum ofan í á endanum og sú karfa kom Stjörnunni aftur í forystu þegar að 47 sekúndur voru eftir. Stjörnur og skúrkar Ísold Sævarsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var frábær í kvöld. Ísold gerði 13 stig og gaf 8 stoðsendingar. Denia Davis-Stewart var allt í öllu í leik Stjörnunnar. Hún var með ótrúlega tölfræði þar sem hún gerði 18 stig og tók 18 fráköst. Denia var hetja liðsins þar sem hún gerði síðustu þrjú stigin. Anna Soffía Lárusdóttir, leikmaður Hauka, fékk tvö tækifæri undir lokin til að koma Haukum yfir en misnotaði bæði tveggja stiga skot og nokkuð opið þriggja stiga skot þegar að sex sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson og Aron Rúnarsson dæmdu leik kvöldsins. Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var gríðarlega ósáttur með villurnar sem Keira Robinson fékk. Að hans sögn var fyrsta villan sem Keira fékk á Þóru en ekki Keiru. Ef það er rétt hjá Ingvari þá var það rándýrt fyrir Hauka þar sem hún spilaði ekki síðustu tvær mínúturnar. Dómararnir fá 4 í einkunn. Stemmingin og umgjörð Það var allt undir fyrir bæði lið í kvöld og það var rífandi stemning í Ólafssal. Stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra og stuðningsmannasveit Hauka fá hrós fyrir að vera með lukkudýr sem er alltaf mikill plús.