Körfubolti

Sjáðu mömmu Remy Martin syngja og dansa á hliðar­línunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mary Ann Macaspac, móðir Remy Martin, söng og dansaði á hliðarlínunni.
Mary Ann Macaspac, móðir Remy Martin, söng og dansaði á hliðarlínunni. S2 Sport

Remy Martin var að venju allt í öllu í gærkvöldi þegar Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta með sannfærandi 29 stiga sigri á Álftanesi í Forsetahöllinni.

Keflavíkurliðið skoraði 114 stig í leiknum og hitti úr 64 prósent skota sinna í leiknum á móti besta varnarliðinu í deildinni í vetur.

Keflavík vann einvígið því 3-1 og mætir Grindavík í undanúrslitaeinvíginu.

Martin sjálfur var flottur í leiknum með 18 stig og 12 stoðsendingar á félaga sína.

Hann var líka með mjög sérstakan stuðning úr stúkunni því móðir hans er stödd á Íslandi þessa dagana. Hún var í viðtali á Stöð 2 Sport fyrir þriðja leikinn og sagðist þá hafa mjög gaman af heimsókn sinni til landsins.

Hún var líka í miklu stuði á Álftanesinu í gærkvöldi.

Mary Ann Macaspac er mikil týpa og hún var það kát með gengi Keflavíkurliðsins í gær að hún fór að syngja og dansa með stuðningsmannasveit Keflavíkur. Það má sjá hana hér í miklu stuði fyrir neðan.

Klippa: Mamma Remy Martin fagnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×