Innlent

Mikill reykur þegar kviknaði í ein­angrunar­plasti

Árni Sæberg, Lovísa Arnardóttir og Atli Ísleifsson skrifa
Mikinn reyk mátti sjá við Engjateig um klukkan 10.30 í morgun.
Mikinn reyk mátti sjá við Engjateig um klukkan 10.30 í morgun.

Mikill reykur myndaðist á byggingarsvæði við Sigtún, á Blómavalsreitnum svo kallaða, þegar það kviknaði í einangrunarplasti í morgun. Vel gekk að slökkva eldinn en starfsmenn byggingarsvæðisins voru að mestu búin að slökkva þegar slökkvilið kom á vettvang. 

„Það var tilkynnt um mikinn reyk,” segir Hlynur Höskuldsson deildarstjóri aðgerðarsviði hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Töluverður viðbúnaður er á vettvangi. Vísir/Atli

Að sögn slökkviliðs lagði mikinn reyk frá svæðinu vegna þess að það kviknaði í plasti. Störfum þeirra er nú lokið á vettvangi. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Reykinn lagði yfir nokkuð stórt svæði

Reykurinn sást af Úlfarsfelli

Reykurinn af Úlfarsfelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×