Mikill samdráttur á hagnaði Tesla Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 22:33 Forsvarsmenn Tesla ætla að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla, með því markmiði að bæta sölu. AP/Sebastian Christoph Hagnaður rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla dróst verulega saman á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Tekjur drógust saman um níu prósent og voru 21,3 milljarður dala en hagnaðurinn dróst saman um 55 prósent og var 1,1 milljarður dala. Það samsvarar um 155 milljörðum króna en fyrirtækið stóðst ekki væntingar fjárfesta vestanhafs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Áður en uppgjörið var birt hafði virði hlutabréfa Tesla dregist saman um 42 prósent á þessu ári. Í frétt miðilsins segir að Elon Musk, forstjóri Tesla og stærsti hluthafi félagsins, sé undir miklum þrýstingi vegna samdráttarins og hann þurfi að gera betur grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir Tesla. Í yfirlýsingu vegna ársfjórðungsuppgjörs Tesla segir að sala á rafmagnsbílum hafi ekki haldið í við væntingar en á sama tíma hefur samkeppni á markaði rafmagnsbíla aukist. Í yfirlýsingunni segir að forsvarsmenn annarra bílaframleiðenda hafi margir tekið þá ákvörðun að leggja meiri áherslu á tengiltvinnbíla sem gangi bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Þá segir þar að á meðan aðrir séu að draga úr fjárfestingum sínum sé Tesla að fjárfesta í framtíðarvexti. Meðal annars á að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla. Vonast er til að þessar tegundir nái á markað um mitt næsta ár, sem er fyrr en áður stóð til. Þær fregnir hafa leitt til hækkunar á virði hlutabéfa félagsins í dag. Stjórn Tesla hefur farið fram á það við hluthafa að þeir samþykki á nýjan leik kaupréttarsamning sem gerður var við Musk árið 2018. Sá samningur var dæmdur ólöglegur í janúar en þar er um að ræða stærsta samning af þessu tagi sem gerður hefur verið við stjórnanda skráðs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Stjórnin hefur einnig beðið hluthafa um að samþykkja flutning félagsins frá Delaware til Texas en Musk fór fram á það eftir áðurnefndan úrskurð dómara í janúar. Tesla Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Það samsvarar um 155 milljörðum króna en fyrirtækið stóðst ekki væntingar fjárfesta vestanhafs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Áður en uppgjörið var birt hafði virði hlutabréfa Tesla dregist saman um 42 prósent á þessu ári. Í frétt miðilsins segir að Elon Musk, forstjóri Tesla og stærsti hluthafi félagsins, sé undir miklum þrýstingi vegna samdráttarins og hann þurfi að gera betur grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir Tesla. Í yfirlýsingu vegna ársfjórðungsuppgjörs Tesla segir að sala á rafmagnsbílum hafi ekki haldið í við væntingar en á sama tíma hefur samkeppni á markaði rafmagnsbíla aukist. Í yfirlýsingunni segir að forsvarsmenn annarra bílaframleiðenda hafi margir tekið þá ákvörðun að leggja meiri áherslu á tengiltvinnbíla sem gangi bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Þá segir þar að á meðan aðrir séu að draga úr fjárfestingum sínum sé Tesla að fjárfesta í framtíðarvexti. Meðal annars á að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla. Vonast er til að þessar tegundir nái á markað um mitt næsta ár, sem er fyrr en áður stóð til. Þær fregnir hafa leitt til hækkunar á virði hlutabéfa félagsins í dag. Stjórn Tesla hefur farið fram á það við hluthafa að þeir samþykki á nýjan leik kaupréttarsamning sem gerður var við Musk árið 2018. Sá samningur var dæmdur ólöglegur í janúar en þar er um að ræða stærsta samning af þessu tagi sem gerður hefur verið við stjórnanda skráðs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Stjórnin hefur einnig beðið hluthafa um að samþykkja flutning félagsins frá Delaware til Texas en Musk fór fram á það eftir áðurnefndan úrskurð dómara í janúar.
Tesla Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira