Skorar tíðast allra en missir enn af leikjum Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 16:00 Diogo Jota skoraði gegn Fulham um helgina og hefur þar með skorað tíu deildarmörk í vetur þrátt fyrir að missa talsvert úr vegna meiðsla. Getty/Zac Goodwin Portúgalinn Diogo Jota missir af næstu þremur leikjum Liverpool hið minnsta vegna meiðsla í mjöðm. Hann hefur þegar misst af drjúgum hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en þó skorað tíu mörk. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá meiðslum Jota í dag en Portúgalinn meiddist eftir að hafa skorað í 3-1 sigrinum gegn Fulham á sunnudaginn. „Diogo skoraði markið, fann eitthvað smá og núna er komið í ljós að þetta er eitthvað meira, svo hann verður frá keppni í tvær vikur,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa truflað Jota á tímabilinu en hann hefur spilað 21 deildarleik, þar af 14 í byrjunarliði, en náð að skora tíu mörk á 1.150 mínútum. Markatíðni hans er því meiri en hjá nokkrum öðrum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í vetur, ef víti eru ekki talin með. Most non-penalty goals per 90 in the Premier League this season (minimum 500 minutes played):◉ Diogo Jota (0.78)◎ Chris Wood (0.74)◎ Elijah Adebayo (0.7) ◎ Erling Haaland (0.66)◎ Alexander Isak (0.66)◎ Richarlison (0.66)A big miss for Liverpool. 😔 pic.twitter.com/rEZrOLAjua— Squawka (@Squawka) April 23, 2024 Jota skorar að meðaltali 0,78 mörk í leik en næstur er Chris Wood hjá Nottingham Forest með 0,74 mörk. Annar af markahæstu mönnum deildarinnar í vetur, Erling Haaland, er með 0,66 mörk að meðaltali í leik ef vítin eru ekki talin með, og Cole Palmer með 0,48 mörk en 9 af 20 mörkum hans hafa komið af vítapunktinum. Liverpool er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn og aðeins markatala veldur því að liðið er ekki á toppnum í stað Arsenal. Liðin eru stigi á undan Manchester City sem á leik til góða. Jota kemur til með að missa af leiknum við Everton annað kvöld, við West Ham á laugardaginn og gegn Tottenham 5. maí, en gæti mögulega náð leiknum við Aston Villa 13. maí. Lokaleikur Liverpool á tímabilinu er svo við Wolves 19. maí. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá meiðslum Jota í dag en Portúgalinn meiddist eftir að hafa skorað í 3-1 sigrinum gegn Fulham á sunnudaginn. „Diogo skoraði markið, fann eitthvað smá og núna er komið í ljós að þetta er eitthvað meira, svo hann verður frá keppni í tvær vikur,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa truflað Jota á tímabilinu en hann hefur spilað 21 deildarleik, þar af 14 í byrjunarliði, en náð að skora tíu mörk á 1.150 mínútum. Markatíðni hans er því meiri en hjá nokkrum öðrum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í vetur, ef víti eru ekki talin með. Most non-penalty goals per 90 in the Premier League this season (minimum 500 minutes played):◉ Diogo Jota (0.78)◎ Chris Wood (0.74)◎ Elijah Adebayo (0.7) ◎ Erling Haaland (0.66)◎ Alexander Isak (0.66)◎ Richarlison (0.66)A big miss for Liverpool. 😔 pic.twitter.com/rEZrOLAjua— Squawka (@Squawka) April 23, 2024 Jota skorar að meðaltali 0,78 mörk í leik en næstur er Chris Wood hjá Nottingham Forest með 0,74 mörk. Annar af markahæstu mönnum deildarinnar í vetur, Erling Haaland, er með 0,66 mörk að meðaltali í leik ef vítin eru ekki talin með, og Cole Palmer með 0,48 mörk en 9 af 20 mörkum hans hafa komið af vítapunktinum. Liverpool er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn og aðeins markatala veldur því að liðið er ekki á toppnum í stað Arsenal. Liðin eru stigi á undan Manchester City sem á leik til góða. Jota kemur til með að missa af leiknum við Everton annað kvöld, við West Ham á laugardaginn og gegn Tottenham 5. maí, en gæti mögulega náð leiknum við Aston Villa 13. maí. Lokaleikur Liverpool á tímabilinu er svo við Wolves 19. maí.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira