Í þáttunum fá þau Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaseríu.
Kvennasveitin Flott hefur verið að flytja skemmtilega slagara úr poppsögunni í þáttunum. Á dögunum flutti sveitin lagið Okkar nótt með Sálinni hans Jóns míns.
Í síðasta þætti flutti bandið lagið Leyndarmál sem Ásgeir Trausti gerði vinsælt árið 2012 þegar platan Dýrð í dauðaþögn kom út.
Hér að neðan má sjá báða flutningana en Vigdís Hafliðadóttir syngur þau bæði.